Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. 15.4.2024 15:30
Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“ Betur fór en á horfðist þegar að bifreið, sem flutti nokkra leikmenn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísafjarðar eftir leik gegn Fram um síðastliðna helgi. Flytja þurfti einn leikmann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkrahús en hann var skömmu síðar útskrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel. 13.4.2024 10:24
Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich! Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýskalandi á útivelli í undankeppni EM 2025 í kvöld. Aðstæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úrslitum fyrir Ísland. Veðurfarslega voru aðstæður frábærar og inn á leikvanginum var stemningin meðal þýskra áhorfenda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðsskrekk hjá okkar konum. 9.4.2024 21:32
„Mörkin sem við fáum á okkur helst til of einföld“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta upplifir blendnar tilfinningar í kjölfar 3-1 taps gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld. 9.4.2024 20:33
Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. 9.4.2024 20:07
Þurfa hugrekki og þor: „Fórna öllu fyrir þetta“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsiðsins í fótbolta, segir sitt lið þurfa að þora að spila á sínum gildum í kvöld gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025. Sýna hugrekki. Þýska liðið sé mjög gott en það sé íslenska liðið líka. Hann segir íslenska liðið ætla að fórna öllu í leik kvöldsins og sjá hverju það skilar. 9.4.2024 14:00
Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. 9.4.2024 13:00
Árið sem Hildur festi sig í sessi Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. 9.4.2024 12:00
„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. 9.4.2024 10:00
Hvað finnst leikmönnum um nýju treyju Íslands? | „Hún er aldrei það ljót“ Á dögunum var opinberuð ný landsliðstreyja íslensku landsliðanna okkar í fótbolta. Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu frumsýndu aðaltreyjuna í leik gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 á Kópavogsvelli. Hvað finnst leikmönnum liðsins um nýju treyjuna? 9.4.2024 08:00