Körfubolti

Í­sold eltir annan draum: „Erfiðasta á­­kvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu“

Aron Guðmundsson skrifar
Ísold í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili
Ísold í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Hin sau­tján ára gamla Í­sold Sæ­vars­dóttir. Sem var einn besti leik­maður efstu deildar kvenna í körfu­bolta á síðasta tíma­bili. Hefur tekið þá erfiðu á­kvörðun að taka sér hlé frá körfu­bolta­iðkuninni til þess að elta annan draum.

Það má með sanni segja að Í­sold hafi skotist upp á stjörnu­himinn hér heima með ungu og efni­legu liði Stjörnunnar sem var ný­liði í efstu deild á síðasta tíma­bili og fór alla leið í odda­leik í undan­úr­slita­ein­vígi deildarinnar.

Í­sold var einn besti leik­maður deildarinnar, var valinn besti varnar­maður hennar og það að­eins sau­tján ára gömul og í kjöl­far fram­úr­skarandi tíma­bils fékk hún frum­raun sína með ís­lenska kvenna­lands­liðinu.

Þau sem þekkja til Í­soldar vita að færni hennar á körfu­bolta­vellinum er ekki það eina sem hún skarar fram úr í. Hún er ein af okkar efni­legustu frjáls­í­þrótta­konum. Ríkjandi Norður­landa­meistari undir á­tján ára stúlkna í sjö­þraut. Meistara­titil sem hún tryggði sér eftir langt og strangt tíma­bil í körfu­boltanum og án lítils undir­búnings.

Var farið að taka sinn toll

Í­sold hefur nú á­kveðið að taka sér hlé frá körfu­bolta­iðkun og ein­blína á frjáls­í­þrótta­ferilinn.

„Ég hafði full­mikið að gera. Bæði í skólanum, frjálsum en einnig körfunni og allt var þetta að eiga sér stað á sama tíma. Svo var ég að glíma við smá meiðsli eftir síðasta lands­liðs­verk­efni með undir 18 ára lands­liðinu á EM. Þar endaði ég í tölu­verðu veseni með öklanna mína. Ég þurfti bara á pásu að halda. Að hafa minna að gera. Hvíla mig þannig í leiðinni og ein­beita mér meira að ferli mínum í frjálsum í­þróttum.“

Um afar erfiða á­kvörðun sé að ræða.

„Þetta er held ég bara erfiðasta á­kvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu eins og er. Ef við hefðum farið til baka eitt og hálft ár aftur í tímann. Þar sem að þið hefðuð sagt mér að ég væri ekki að fara vera í körfu­bolta tíma­bilið 2024 til 2025. Þá myndi ég örugg­lega ekki trúa því.

Það var búið að vera svo mikið að gera. Ég enda í smá bur­nout-i fyrir svona einu ári síðan. Það var þá sem ég tók eftir því að ég gæti ekki verið að gera allt það sem að mig langaði að gera. Ég er þannig manneskja að ég get ekki gert eitt­hvað af hálfum huga. Ég þarf að leggja mig alla fram. Það er svo erfitt að gera það í tveimur mjög svo krefjandi í­þróttum. Með það í huga sem og stöðuna á ökklunum, á­kvað ég eftir mjög mikla um­hugsun að taka smá pásu frá körfu­boltanum.“

Ísold og liðsfélagar hennar í Stjörnunni á góðri stunduVísir/Vilhelm

Ekkert meitlað í stein

Hún kemur því ekki til með að hefja komandi tíma­bil með Stjörnunni í Bónus deildinni þar sem að liðinu er spáð 5.sæti. Hins vegar þarf ekki að vera svo að Í­sold hafi kvatt körfu­boltann fyrir fullt og allt.

„Ef mig langar aftur í körfu­boltann þá kem ég bara aftur. Það að taki mér pásu núna þarf ekki að þýða að ég snúi aldrei aftur. Akkúrat núna er ég að setja hugann meira að frjálsum af því að ég er svo lítið búin að gera það. Karfan var alltaf minn aðal fókus. Ég var að leggja mig alla fram þar fyrir liðs­heildina. Ég þurfti að vera þarna fyrir liðið mitt. Núna hef ég körfuna smá á ísinn en ef mig langar að koma til baka þá að sjálf­sögðu geri ég það. Hver veit. Kannski bara eftir ár verð ég komin aftur í körfuna.“

Það voru þung skref fyrir Í­sold greina liðs­fé­lögunum í Stjörnunni frá á­kvörðuninni.

„Það var náttúru­lega ó­trú­lega erfitt því ég hef verið með þessum stelpum síðan að ég var pínu­lítil. Þetta eru mínar bestu vin­konur. Okkur gekk svo ó­trú­lega vel á síðasta tíma­bili og það að þurfa hætta núna, án þess að hafa náð að taka Ís­lands­meistara­titilinn eða bikar­meistara­titilinn. Að fara núna var smá sárt aðal­lega vegna þess að við erum allar svo efni­legar og þetta komandi tíma­bil lofaði bara enn betur en það sem við áttum síðast. Það er ó­trú­lega sárt að skilja við þær núna. En ég ætla að reyna fylgjast eins mikið með og ég get. Mæta á nokkrar æfingar og vera í sam­bandi við þjálfarann og leik­mennina.“

Liðsfundur hjá StjörnunniVísir/Hulda

Við munum væntan­lega sjá þig í stúkunni hér í Garða­bænum í vetur?

„Já að sjálf­sögðu. Ég missi ekki af leik.“

Eins og fyrr sagði átti Stjarnan skínandi tíma­bil sem ný­liði í efstu deild á síðasta tíma­bili og fór alla leið í odda­leik í undan­úr­slitum deildarinnar þar sem verðandi og nú ríkjandi Ís­lands­meistarar Kefla­víkur höfðu betur.

„Þetta var ó­trú­lega skemmti­legt tíma­bil og odda­leikurinn í Kefla­vík var eitt skemmti­legasta augna­blik á mínum í­þrótta­ferli til þessa. Það var sögu­legt. Ég vildi að ég gæti upp­lifað það aftur. En ekki í ár alla­vegana.“

Draumur um Ólympíuleika

En ó­neitan­lega verður spennandi að sjá Í­sold helga frjálsum í­þróttum hug sinn allan þar sem mark­miðin eiga sér engin tak­mörk og draumur um Ólympíu­leika lifir.

„Ég er búinn að vera æfa frjálsar rosa­lega lítið undan­farið en hef samt náð að komast alveg ó­trú­lega langt. Núna þegar allur minn hugur fer á frjáls­í­þrótta­ferilinn og ég leyfi mér að hugsa fram til næsta sumars. Þá væri mark­miðið að komast á Evrópu­mót undir 20 ára á yngra ári og vera kannski í topp topp tíu til topp fimm sætunum. Verða Norður­landa­meistari. Ef ég leyfi mér svo að horfa lengra til fram­tíðar þá eru það bara Ólympíu­leikarnir. Að sjálf­sögðu.“

Í­sold stór­bætti árangur sinn í sjö­þraut síðast­liðið sumar eftir að, eins og hún segir sjálf, hafa undir­búning sem hafði staðið yfir í um það bil mánuð.

„Sem í­þrótta­maður í tveimur í­þróttum hugsar maður alltaf hvað ef. Hvað ef maður leggur meira í þetta. Meira í hitt. Þess vegna er það bara ó­trú­lega spennandi að fá að prófa það. Sér­stak­lega eftir að hafa orðið Norður­landa­meistari í sumar í kjöl­far þess að hafa æft í um það bil mánuð það tíma­bilið. Ég er mjög spennt að setja meiri tíma í frjálsar í­þróttir og sjá hversu langt ég get komist þar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×