Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunn­áttu“

„Hann er frá­bær þjálfari sem veit ná­kvæm­lega hvernig hann vill spila fót­bolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wa­les sem Ís­land mætir í Þjóða­deild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma.

„Annað hvort væri ég ó­létt eða að hætta“

Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni.

„Við þurfum að taka okkar sénsa“

„Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Sverrir Ingi Inga­son sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við ís­lenska lands­liðið sem á fram­undan tvo mikil­væga leiki í Þjóða­deild UEFA. 

Gló­­dís kemst ekki á verð­­launa­há­­tíðina: „Mér finnst þetta bara fá­rán­legt“

Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, segir það fá­rán­legt að stærsta verð­launa­há­tíð ársins í fót­bolta­heiminum, þar sem sjálfur gull­boltinn verður af­hentur bestu leik­mönnum heims í karla- og kvenna­flokki, skuli vera haldin í miðjum lands­leikja­glugga kvenna­lands­liða. Gló­dís Perla Viggós­dóttir er fyrsti Ís­lendingurinn sem er til­nefnd til verð­launanna en hún mun ekki geta mætt á há­tíðina þar sem að hún verður stödd í lands­liðs­verk­efni.

Arnór Ingvi skoðar sín mál í janúar

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason, segir liðið hafa fundið ákveðnar leiðir í gegnum næsta mótherja sinn í Þjóðadeild UEFA sem það mun reyna nýta sér til sigurs. Arnór hefur verið að ganga í gegnum krefjandi tíma með félagsliði í Svíþjóð og segir landsliðsverkefnið koma á fullkomnum tímapunkti.

Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Al­gjör­lega ein­stakt“

Í Stúkunni, upp­gjörs­þætti Bestu deildar karla í fót­bolta í gær­kvöldi, var glæsi­mark Emils Atla­sonar, fram­herja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykja­vík tekið fyrir og var Atli Viðar Björns­son, einn af sér­fræðingum þáttarins, klár á því að markið væri lang­besta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild.

Sjá meira