Landris hafið á ný GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. 4.4.2025 14:54
Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Dómsmálaráðherra hefur sett Arndísi Báru Ingimarsdóttur í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum til tólf mánaða, frá og með 1. apríl 2025. 4.4.2025 14:05
Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Landsréttur hefur staðfest sýknu manns sem ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta. 4.4.2025 12:11
Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Einungis fjórtán prósent fengust upp í samþykktar kröfur í þrotabú Bakarís Jóa Fel. Lýstar kröfur námu 330 milljónum króna. 4.4.2025 11:10
Öll félög lækkuðu nema þrjú Dagurinn var eldrauður í kauphöllinni hér á landi, líkt og víðast hvar annars staðar, eftir að tollar Donalds Trump tóku gildi í gærkvöldi. Gengi aðeins þriggja félaga lækkaði ekki. 3.4.2025 16:31
Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Reykjavíkurborg tekur þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og leggur til stofnfé að fjárhæð tæpar 380 milljónir króna. Heildarstofnfé félagsins verður einn milljarður króna. Borgarráð samþykkti þetta í morgun og vísaði til staðfestingar borgarstjórnar. 3.4.2025 16:00
Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. 3.4.2025 15:28
„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. 3.4.2025 14:41
Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið. 3.4.2025 11:37
Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Amazon er sagt hafa gert tilboð í kínverska samskiptamiðilinn Tiktok, sem verður að óbreyttu bannað í Bandaríkjunum á laugardag. Kínverskir eigendur miðilsins hafa sagt hann ekki vera til sölu. 3.4.2025 11:01