Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Selfoss hefur samið við bandaríska bakvörðinn Tony Wroten og hann mun leika með liðinu seinni hluta tímabilsins í næstefstu deild. 21.12.2024 07:00
Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Það er ýmislegt um að vera vestanhafs og pílunum verður áfram kastað á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 í dag. 21.12.2024 06:02
Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Declan Rice og Riccardo Calafiori verða báðir klárir í slaginn á morgun þegar Arsenal heimsækir Crystal Palace. Heimamenn verða hins án vegar án Eberechi Eze. Liðin eru að mætast í annað sinn í vikuni. 20.12.2024 23:31
Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur yfirgefið úrvalsdeildarfélagið að Everton að fullu. Samningur hans við félagið rann út í sumar en Alli hefur verið leyft að æfa með liðinu síðan þá. Hann segir hlutina ekki hafa farið eins vel og hann vildi. 20.12.2024 22:46
Meiðslalistinn lengist í Mílanó AC Milan sótti 1-0 sigur til Verona en meiðslalisti liðsins lengdist enn frekar. 20.12.2024 21:59
Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Bayern München lagði RB Leipzig örugglega, 5-1 á heimavelli í fimmtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Tvö mörk voru skoruð á fyrstu tveimur mínútum leiksins. 20.12.2024 21:35
Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Alba Berlin tapaði með fimm stigum, 90-85, á útivelli gegn Olympiacos í EuroLeague. Martin Hermannsson hefur ekki verið í byrjunarliði Alba síðustu tvo leiki og spilað færri mínútur en hann er vanur. 20.12.2024 21:17
Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Fredericia sótti góðan átta marka sigur, 29-21, gegn Kolding í sautjándu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þetta var síðasti leikur liðsins áður en deildin hefst aftur að nýju í febrúar eftir heimsmeistaramótið. 20.12.2024 20:41
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ José Mourinho heldur áfram að gagnrýna framkvæmd leikja í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann var afar ósáttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna í Fenerbahce gegn Eyupspor í kvöld. 20.12.2024 20:30
„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu. 20.12.2024 20:01