Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrra mark Fortuna Dusseldorf í 2-5 tapi gegn Magdeburg í næstefstu deild Þýskalands. 20.12.2024 19:39
Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Hann hefur starfað undanfarin níu ár sem yfirlögfræðingur Knattspyrnusambands Íslands og tekur við stöðunni af Haraldi Haraldssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í fjórtán ár. 20.12.2024 18:02
Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Karlalandslið Sádi-Arabíu í fótbolta hefur þegið boð frá ameríska knattspyrnusambandinu CONCACAF og mun keppa í Gullbikarnum árin 2025 og 2027 sem gestaþjóð. 20.12.2024 07:01
Dagskráin í dag: HM í pílukasti og Körfuboltakvöld í Minigarðinum Það má finna stuð og góða stemningu á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 í dag. Spennan magnast í Alexandra Palace og Körfuboltakvöld ætlar að kveðja fyrri umferð Bónus deildarinnar með trompi. 20.12.2024 06:00
Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspilseinvígi upp á sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 19.12.2024 22:28
Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Melsungen varð síðasta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta, með 30-28 sigri gegn Flensburg í átta liða úrslitum. 19.12.2024 21:00
Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Tveir leikir í Sambandsdeildinni hafa orðið fyrir töluverðum truflunum af völdum áhorfenda. Hlé var gert á leik Djurgården og Legia vegna blysa sem kastað var inn á völlinn og Christopher Nkunku, leikmaður Chelsea, átti erfitt með að taka hornspyrnu vegna klósettpappírskasts. 19.12.2024 20:39
Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni Guðjón Valur Sigurðsson og lærisveinar hans í Gummerbach eru úr leik í þýsku bikarkeppninni í handbolta eftir 36-33 tap á útivelli gegn Kiel í átta liða úrslitum. 19.12.2024 19:47
Loks búið að ganga frá sölu Everton Eftir rúmlega tveggja ára söluferli hefur Farhad Moshiri loks losnað undan eignarhaldi á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Bandaríkjamaðurinn Dan Friedkin hefur fest kaup á 99,5 prósenta hlut, sem talið er að hann greiði rúmar fjögur hundruð milljónir punda fyrir. 19.12.2024 17:31
Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ „Ég vildi spila síðasta leikinn því hann var mjög mikilvægur fyrir liðið, og mig líka, þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Frakklands. Við byrjuðum tímabilið illa þannig að það var mikilvægt fyrir mig að enda á góðum nótum og það skiptir mig miklu máli að hafa skilað öðrum sigri áður en ég fer frá liðinu,“ sagði Steeve Ho You Fat, sem lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í 96-93 sigri gegn ÍR í kvöld. Hann vonar þó að þetta hafi ekki verið hans síðasti leikur á Íslandi. 18.12.2024 22:22