Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram er­lendis

Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu.

Yfirlögfræðingur KSÍ verður fram­kvæmda­stjóri Víkings

Haukur Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings. Hann hefur starfað undanfarin níu ár sem yfirlögfræðingur Knattspyrnusambands Íslands og tekur við stöðunni af Haraldi Haraldssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í fjórtán ár.

Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku

Karlalandslið Sádi-Arabíu í fótbolta hefur þegið boð frá ameríska knattspyrnusambandinu CONCACAF og mun keppa í Gullbikarnum árin 2025 og 2027 sem gestaþjóð.

Klósett­pappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni

Tveir leikir í Sambandsdeildinni hafa orðið fyrir töluverðum truflunum af völdum áhorfenda. Hlé var gert á leik Djurgården og Legia vegna blysa sem kastað var inn á völlinn og Christopher Nkunku, leikmaður Chelsea, átti erfitt með að taka hornspyrnu vegna klósettpappírskasts.

Loks búið að ganga frá sölu Everton

Eftir rúmlega tveggja ára söluferli hefur Farhad Moshiri loks losnað undan eignarhaldi á enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Bandaríkjamaðurinn Dan Friedkin hefur fest kaup á 99,5 prósenta hlut, sem talið er að hann greiði rúmar fjögur hundruð milljónir punda fyrir.

Sjá meira