Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21.11.2024 10:59
Borgarísjaki en enginn björn Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær. 21.11.2024 10:37
Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. 21.11.2024 10:15
Kort af staðsetningu gossprungunnar Lengd gossprungunnar þar sem gýs norðan Grindavíkur er áætluð um tveir og hálfur kílómetri. Syðri endi hennar er við Sýlingarfell. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja gosið minna í upphafi en síðasta gos í ágúst. 21.11.2024 01:21
Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Vísindamenn á Veðurstofu Íslands sögðust síðdegis á þriðjudag telja ólíklegt að nægur þrýstingur yrði búinn að byggjast upp í kvikuhólfinu undir Svartsengi til að koma af stað eldgosi í nóvember, kosningagosi. Önnur varð sannarlega raunin því rúmum sólarhring síðar er eldgos hafið norðan Grindavíkur, það sjöunda á árinu og það tíunda síðan eldgosahrinan á svæðinu hófst í mars 2021. 21.11.2024 01:07
Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Robert Zemeckis, leikstjóri Forrest Gump og Back to the Future þríleiksins, segist opinn fyrir því að skjóta bíómyndir á Íslandi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem áherslan hefur færst yfir á framleiðslu sjónvarpsefnis á kostnað bíómynda. 20.11.2024 12:02
Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. 19.11.2024 14:59
Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Algjör skortur á vinsælli grískri sósu á Bretlandseyjum er orðið að umfjöllunarefni stærstu fjölmiðla þar í landi. Skortinn er talinn mega rekja til verkfalls starfsfólks í einni af verksmiðjum Bakkavarar í bænum Spalding. 19.11.2024 14:15
Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum. 19.11.2024 13:27
Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt drög að nýrri reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir, sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. 19.11.2024 10:32