BHM styrkir sig fyrir komandi kjaraviðræðuvetur BHM hefur ráðið þau Willard Nökkva Ingason, Þóru Kristínu Þórsdóttur, Ingvar Sverrisson og Karitas Marý Bjarnadóttur til starfa innan bandalagsins. Viðskipti innlent 29. ágúst 2022 11:22
Ráðin framkvæmdastjóri VBM Halldóra G. Hinriksdóttir, forstöðumaður hjá RB hf., hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands og tekur við starfinu 1. september. Viðskipti innlent 29. ágúst 2022 09:32
Tekur við sem forstjóri EY á Íslandi Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin þrjú ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið. Viðskipti innlent 26. ágúst 2022 14:25
Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000. Innlent 26. ágúst 2022 08:56
Börkur tekur við rektorsstöðunni af Friðriki Þór Börkur Gunnarsson mun taka við rektorsstöðunni Friðriki Þór Friðrikssyni við Kvikmyndaskóla Íslands þann 1. september næstkomandi og gegna henni þar til að nýr rektor verður ráðinn. Innlent 26. ágúst 2022 07:51
Hugi Halldórsson nýr markaðsstjóri Ísorku Hugi Halldórsson, best þekktur sem Ofur-Hugi, hefur hafið störf sem markaðsstjóri hjá Ísorku, rafhleðslufyrirtæki, en hann kemur þangað frá markaðsdeild Play. Viðskipti innlent 25. ágúst 2022 09:53
Bára Mjöll nýr meðeigandi hjá Langbrók Bára Mjöll Þórðardóttir hefur gengið til liðs við ráðgjafafyrirtækið Langbrók sem meðeigandi. Viðskipti innlent 25. ágúst 2022 08:21
Konráð til aðstoðar SA í kjaraviðræðunum framundan Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, hefur tímabundið verið ráðinn sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda komandi kjarasamningsgerðar. Hann mun jafnframt taka sæti í samninganefnd SA. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 15:22
Simon tekur við heimilisbókhaldinu af Georgi Meniga hefur ráðið Simon Shorthose í starf forstjóra. Hann tekur við af Georg Lúðvíkssyni, meðstofnanda Meniga, fyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilisbókhaldshugbúnaði. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 14:16
Diljá ráðin hagfræðingur SAF Samtök ferðaþjónustunnar hafa ráðið Diljá Matthíasardóttur í starf hagfræðings samtakanna og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 24. ágúst 2022 07:26
Hreinn Loftsson aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn tímabundinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Hreinn tekur við af Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi fram að áramótum. Innlent 23. ágúst 2022 15:29
Sirrý nýr framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Sirrý, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri umhverfismála hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini ehf. og kemur til með að leiða umhverfis- og gæðasvið félagsins. Viðskipti innlent 23. ágúst 2022 15:02
Sigurður hættir sem framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs Sigurður Garðarsson hefur beðið um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. Aríel Pétursson, formaður stjórnar ráðsins, tekur við störfum Sigurðar þar til nýr framkvæmdastjóri er ráðinn. Viðskipti innlent 23. ágúst 2022 14:06
Gauti ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi Gauti Jóhannesson hefur verið ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi. Staðan var auglýst þann 12. júlí síðastliðinn en sjö umsóknir bárust. Innlent 23. ágúst 2022 10:07
Stefán nýr ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra. Stefán tekur við embættinu 1. september. Innlent 22. ágúst 2022 16:47
Sigríður Auður til Orkuveitunnar Sigríður Auður Arnardóttir hefur verið ráðin til Orkuveitu Reykjavíkur sem stjórnandi á nýju fagsviði Samhæfingar og stjórnsýslu sem heyrir undir forstjóra. Viðskipti innlent 22. ágúst 2022 13:44
Sigurður Bjarni nýr fjármálastjóri Keilis Sigurður Bjarni Hafþórsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Hann tekur við stöðunni af Idu Jensdóttur og hefur þegar hafið störf. Viðskipti innlent 22. ágúst 2022 11:52
Frosti kaupir þriðjungshlut í Wunder Werkz Hönnuðurinn Frosti Gnarr hefur keypt þriðjungshlut í bandarísku hönnunarstofunni Wunder Werkz. Frosti hefur nú þegar opnað útibú fyrir evrópsk verkefni Wunder Werkz á Íslandi. Klinkið 20. ágúst 2022 10:01
Njörður kveður og Ólína tekur við starfinu Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og borgarfulltrúi, hefur verið ráðin deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Ólína tekur við af Nirði Sigurjónssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu tvö ár. Innlent 19. ágúst 2022 13:31
Fjórtán sóttu um stöðu forstjóra Menntamálastofnunar Fjórtán einstaklingar sóttu um embætti forstjóra Menntamálastofnunar til Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Meðal umsækjenda er Thelma Clausen Þórðardóttir, settur forstjóri Menntamálastofnunar. Innlent 17. ágúst 2022 17:04
Tugir sækjast eftir fjórum skrifstofustjóraembættum Alls bárust Mennta- og barnamálaráðuneytinu 97 umsóknir um fjögur embætti skrifstofustjóra í nýju skipulagi ráðuneytisins. Innlent 17. ágúst 2022 16:57
Tekur við stöðu verslunarstjóra í Hrísey Díana Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. Guðrún Þorbjarnardóttir sem gegndi stöðunni til bráðabirgðar hættir 1. september. Viðskipti innlent 17. ágúst 2022 09:25
Helga Björg, Ingigerður og Páll Vignir í nýjum hlutverkum hjá Sýn Helga Björg Antonsdóttir, Páll Vignir Jónsson og Ingigerður Guðmundsdóttir hafa ýmist verið ráðin til starfa hjá Sýn eða taka við nýjum störfum hjá fyrirtækinu. Helga Björg hefur verið ráðin markaðsstjóri Vodafone, Ingigerður sem nýr öryggis- og gæðastjóri og Páll Vignir nýr forstöðumaður fjölmiðlalausna. Viðskipti innlent 16. ágúst 2022 14:09
Hættir hjá Landspítala og verður leiðtogi öldrunarþjónustu hjá borginni Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítala, hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Síðustu níu ár hefur hún starfað sem aðstoðarmaður forstjóra Landspítala og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. Innlent 16. ágúst 2022 10:47
Hefur störf sem hagfræðingur BSRB Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna. Viðskipti innlent 16. ágúst 2022 08:22
Hugsmiðjan ræður til sín átta nýja starfsmenn Hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjan hefur ráðið til sín átta nýja starfsmenn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fagfólk í sínu fagi. Viðskipti innlent 15. ágúst 2022 16:02
Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót. Klinkið 15. ágúst 2022 08:09
Eggert Þór Kristófersson ráðinn forstjóri Landeldis Eggert Þór Kristófersson hefur verið ráðinn í starf forstjóra Landeldis hf. Hann mun hefja störf 17. ágúst næstkomandi. Innlent 13. ágúst 2022 09:59
Inga Hrefna ráðin aðstoðarmaður utanríkisráðherra Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Innlent 12. ágúst 2022 17:26
Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni. Klinkið 10. ágúst 2022 15:49