Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Tekur við sem for­stjóri EY á Ís­landi

Guðjón Norðfjörð hefur verið ráðinn forstjóri EY á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Margréti Pétursdóttur, sem hefur verið forstjóri síðastliðin þrjú ár og mun hún nú vinna að því að koma nýjum forstjóra inn í starfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harpa Þórs­dóttir er nýr þjóð­minja­vörður

Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, hefur verið skipuð nýr þjóðminjavörður. Hún tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Harpa er dóttir Þórs Magnússonar sem gegndi embætti þjóðminjavarðar á árunum 1968 til 2000.

Innlent
Fréttamynd

Stefán nýr ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins

Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra. Stefán tekur við embættinu 1. september.

Innlent
Fréttamynd

Njörður kveður og Ólína tekur við starfinu

Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, skólameistari og borgarfulltrúi, hefur verið ráðin deildarforseti við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Ólína tekur við af Nirði Sigurjónssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Hefur störf sem hag­fræðingur BSRB

Heiður Margrét Björnsdóttir hefur hafið störf sem hagfræðingur BSRB – heildarsamtaka starfsfólks í almannaþjónustu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða nýja stöðu á skrifstofu samtakanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf

Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót.

Klinkið
Fréttamynd

Ellert hættir hjá Gildi og fer yfir til Marels

Ellert Guðjónsson, sem hefur verið sjóðstjóri í eignastýringu Gildis lífeyrissjóðs frá því í ársbyrjun 2020, hefur látið að störfum hjá sjóðnum og ráðið sig yfir til Marels. Þar mun hann gegna starfi fjárfestatengils hjá stærsta félaginu í Kauphöllinni.

Klinkið