Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Adda og Hanna til Empower

Nýsköpunarfyrirtækið Empower hefur ráðið þær Öddu Guðrúnu Gylfadóttur og Hönnu Alexöndru Helgadóttur sem sérfræðinga í stafrænni örfræðslu og efnissköpun. Fyrirhugað er að setja hugbúnað Empower á alþjóðamarkað á næsta ári. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Svan­berg Hjartar­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri Neyðar­línunnar

Jón Svanberg Hjartarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. og mun hann hefja störf 1. janúar 2023. Jón stundaði nám við Lögregluskólann 1993 - 1996 og er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands frá 2018. Auk þess hefur Jón lokið stjórnunarnámi við Lögregluskólann og Endurmenntun HÍ ásamt námi í mannauðsstjórnun hjá Endurmenntun HÍ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valur floginn út og inn flögrar eiginkona eigandans

Verulegar breytingar standa fyrir dyrum á fjölmiðlinum Grapevine, sem gefinn er út á Íslandi en á ensku og hefur notið mikilla vinsælda undanfarin árin og áratugina reyndar. Valur Grettisson lætur af störfum eftir fimm ára setu í ritstjórastóli.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Þór til Kviku

Magnús Þór Gylfason, fyrrverandi forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, hefur verið ráðinn tik Kviku banka. Hann á að hefja störf þar á nýju ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helga Dögg nýr rekstrar­stjóri hjá Expectus

Hugbúnaðarfyrirtækið Expectus hefur ráðið Helgu Dögg Björgvinsdóttur í stöðu rekstrarstjóra (COO). Hún hefur þegar tekið til starfa. Expectus sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja varðandi nýtingu upplýsingatækni við ákvarðanatöku og áætlanagerð til að ná mælanlegum árangri í rekstrinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingunn tekur við Opna há­skólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensem hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Sem forstöðukona mun hún leiða sókn háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einn stofnenda Meniga til Landsbankans

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Harpa nýr markaðs­stjóri Pizzunnar

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Pizzunnar. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Rekstrarvörum en hún hefur einnig starfað fyrir Icewear, Ásbjörn Ólafsson og Kaupás. 

Viðskipti innlent