Kristín Ólafsdóttir nýr framkvæmdastjóri Pírata Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdastjóri Pírata þann 16. janúar síðastliðinn. Hún tók við af Elsu Kristjánsdóttur. Viðskipti innlent 29. janúar 2023 13:48
Davíð ráðinn viðskiptastjóri hjá Akta sjóðum Davíð Einarsson hefur verið ráðinn sem viðskiptastjóri í Eignastýringu Akta sjóða. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 14:44
Oddviti tekur við verkefnum sveitarstjórans eftir uppsögn Gerði Sigtryggsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, hefur verið falið að taka tímabundið við starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn í starfið. Jón Hrói Finnsson, sem tók við starfi sveitarstjóra síðasta sumar, lagði á dögunum fyrir sveitarstjórn uppsagnarbréf sitt. Innlent 27. janúar 2023 14:20
Arnar Már skipaður nýr ferðamálastjóri Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Arnar Má Ólafsson til að gegna embætti ferðamálastjóra. Hann tekur við stöðunni af Skarphéðni Berg Steinarssyni. Innlent 27. janúar 2023 11:21
Doktor og fyrrverandi bæjarstjóri vilja taka við af Skúla Eggerti Sjö sóttu um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins, en staðan var auglýst þann 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar síðastliðinn. Innlent 27. janúar 2023 10:06
Kolbrún Bergþórs snýr aftur á Moggann Kolbrún Bergþórsdóttir, rithöfundur og bókagagnrýnandi, mun hefja störf á ný á Morgunblaðinu. Kolbrún var sagt upp á Fréttablaðinu síðasta sumar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar. Lífið 26. janúar 2023 22:24
Guðrún tekur við af Friðjóni hjá KOM eftir sameiningu KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár. Viðskipti innlent 26. janúar 2023 08:10
Oddný Mjöll verður dómari við MDE eftir langa fæðingu Þing Evrópuráðsins kaus í dag Oddnýju Mjöll Arnardóttur dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Oddný Mjöll var ein af þremur sem tilnefnd voru sem dómaraefni af hálfu íslenskra stjórnvalda. Oddný tekur við af Róberti Spanó sem hefur verið fulltrúi Íslands hjá dómstólnum frá 2013. Innlent 24. janúar 2023 15:07
Sigrún ráðin markaðsstjóri Lífsverks lífeyrissjóðs Sigrún Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin markaðs- og kynningarstjóri hjá Lífsverki lífeyrissjóði. Viðskipti innlent 24. janúar 2023 09:52
Ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar Sonja Lind E. Eyglóardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þingflokks Framsóknar. Hún hefur starfað sem starfsmaður þingflokksins frá árinu 2020. Innlent 24. janúar 2023 07:17
Leifur nýr forstöðumaður hjá Motus Leifur Grétarsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Motus. Hann kemur til fyrirtækisins frá CreditInfo þar sem hann hefur starfað síðan árið 2015. Viðskipti innlent 23. janúar 2023 14:00
Steinunn frá Stígamótum til Aton JL Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir hefur senn störf sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Hún hefur um árabil verið talskona Stígamóta, sem leita nú nýrrar talskonu. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Viðskipti innlent 21. janúar 2023 13:43
Björgvin ráðinn verkefnastjóri Sundabrautar Björgvin Þorsteinsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Sundabrautar. Hann mun vinna fyrir verkefnisstjórn um undirbúning Sundabrautar sem skipuð var á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Innlent 20. janúar 2023 16:51
Grímur skipaður lögreglustjóri á Suðurlandi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022. Innlent 20. janúar 2023 10:19
Flosi fer frá Starfsgreinasambandinu til Aton JL Fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Flosi Eiríksson hefur nú hafið ráðgjafastörf hjá samskiptafyrirtækinu Aton JL. Viðskipti innlent 20. janúar 2023 09:41
Ráðin fjárfestatengill hjá Íslandsbanka Bjarney Anna Bjarnadóttir lögmaður hefur verið ráðinn fjárfestatengill hjá Íslandsbanka. Viðskipti innlent 18. janúar 2023 11:28
Ásta Dís tekur sæti Helgu í stjórn Samherja Ásta Dís Óladóttir hefur tekið sæti í stjórn Samherja hf. í stað Helgu Steinunnar Guðmundsdóttur. Viðskipti innlent 18. janúar 2023 10:11
Arnar nýr forstöðumaður hjá Isavia Arnar Bentsson hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Isavia. Viðskipti innlent 18. janúar 2023 09:45
Rebekka Ósk í eigendahóp OPUS lögmanna Rebekka Ósk Gunnarsdóttir lögmaður hefur gengið til liðs við eigendahóp OPUS lögmanna. Viðskipti innlent 18. janúar 2023 07:13
Hættir sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur tilkynnt að hann muni láta af starfi sínu þann 1. maí nk. og fara á eftirlaun. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Hann segist ætla að skila af sér góðu búi til arftaka síns. Innlent 17. janúar 2023 16:21
Vilhjálmur Pétursson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR LSR hefur ráðið Vilhjálm Pétursson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Vilhjálmur kemur inn í innlent teymi eignastýringar, með áherslu á óskráð verðbréf og fjárfestingagreiningar. Hann mun hefja störf hjá LSR innan skamms. Viðskipti innlent 17. janúar 2023 11:27
Árni yfirgefur Moggann og gengur til liðs við RÚV Árni Matthíasson fyrrverandi netritstjóri Morgunblaðsins, pistlahöfundur og blaðamaður þar til fjörutíu ára hefur yfirgefið Hádegismóa og gengið til liðs við Ríkisútvarpið. Innlent 16. janúar 2023 15:30
Helga María nýr framkvæmdastjóri Sky Lagoon Helga María Albertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Hún tekur við af Dagnýju Pétursdóttur sem hættir störfum í byrjun mars. Viðskipti innlent 13. janúar 2023 09:25
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. Innlent 12. janúar 2023 15:02
Vera ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs Vera Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs. Í fréttatilkynningu kemur fram að Vera hafi umfangsmikla reynslu af stjórnsýslu og verkefnastjórnun. Viðskipti innlent 12. janúar 2023 12:55
Heiðar Þór frá Icelandair til BusTravel Iceland Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs ferðaþjónustufyrirtækisins BusTravel Iceland. Viðskipti innlent 12. janúar 2023 10:33
Willy ráðinn yfir markaðsviðskiptum Kviku banka Willy Blumenstein hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns markaðsviðskipta hjá Kviku banka. Hann hefur undanfarin ellefu ár farið fyrir eigin viðskiptum bankans. Klinkið 11. janúar 2023 21:08
Einar og Þorbjörg til Landsbankans Einar Pétursson og Þorbjörg Kristjánsdóttir hafa gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans. Viðskipti innlent 11. janúar 2023 14:18
Verður forstöðumaður lögfræðideildar Festi Sölvi Davíðsson lögmaður hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðideildar Festi hf. Viðskipti innlent 11. janúar 2023 09:00
Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Páll Arnar Guðmundsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns gagna hjá Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 11. janúar 2023 08:49