Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Elísabet til Haga

Elísabet Austmann hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum hf. Til viðbótar við störf tengdum nýsköpunar- og markaðsmálum mun Elísabet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og sam­skipta­mál­um Haga á breiðum grunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grettir frá Aton.JL til Spor

Grettir Gautason hefur verið ráðinn til samskipta- og ráðgjafastofunnar Spor þar sem hann mun veita viðskiptavinum stofunnar ráðgjöf í almannatengslum og samskiptum ásamt því að hafa umsjón með greiningar- og skýrsluvinnu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Val­geir nýr fram­kvæmda­stjóri happ­drættis DAS

Valgeir Elíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Hann mun starfa við hlið fráfarandi forstjóra, Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, fram í maí næst komandi. Sigurður hefur verið forstjóri happdrættisins í 33 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvær konur taka við stjórnunarstöðum hjá Advania

Júlía Pálmadóttir Sighvats og Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Advania. Júlía er nýráðin til fyrirtækisins sem forstöðumaður hjá viðskiptalausnum. Guðrún Þórey er orðin deildarstjóri eftir sex ára starf sem forritari hjá viðskiptalausnum Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einar ráðinn fram­kvæmda­stjóri Sólar

Ræstingafyrirtækið Sólar ehf. hefur ráðið Einar Hannesson sem nýjan framkvæmdastjóra. Hann tók við starfinu 1. mars síðastliðinn af Þórsteini Ágústssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá félaginu frá árinu 2007.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Settur ríkis­sátta­semjari sækir um nýtt starf

Ástráður Haraldsson, héraðsdómari og settur ríkissáttasemjari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, eru í hópi fjögurra sem hafa sótt um stöðu sem dómari við Landsrétt sem auglýst var laus til umsóknar á dögunum. Fjórir héraðsdómarar sóttu um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Helga Rún og Erla Soffía til Swapp Agency

Swapp Agency hefur ráðið Helgu Rún Jónsdóttur og Erlu Soffíu Jóhannesdóttur í ört vaxandi teymi fyrirtækisins. Helga Rún gengur til liðs við Swapp Agency sem gæðastjóri en um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu. Erla Soffía hefur verið ráðin sem fjármálafulltrúi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evolv í vexti og ræður þrjá starfsmenn

Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv hefur ráðið inn þrjá nýja starfsmenn í teymið, Karítas Etnu Elmarsdóttur, Egil Agnar Októsson og Rebekku Rán Eriksdóttur Figueras, og munu þau öll aðstoða viðskiptavini Evolv við innleiðingu á stafrænu vinnuafli.

Viðskipti
Fréttamynd

Geir fram­kvæmda­stjóri Leiknis

Íþróttafélagið Leiknir hefur svo sannarlega fengið reynslumikinn mann í starf framkvæmdastjóra félagsins því Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri KSÍ til fjölda ára, tekur við starfinu í mars.

Íslenski boltinn