Arnar Þór ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Arnar Þór Sævarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Arnar hefur starfað sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra frá árinu 2018. Þá er hann formaður stýrihóps stjórnvalda um byggingu þjóðarleikvanga. Innlent 5. apríl 2023 15:59
Björg og Bogey til Brandenburg Hönnunar- og auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Björg Valgeirsdóttur og Bogeyju Ragnheiði Sigfúsdóttur. Báðar munu þær gegna stöðu viðskiptastjóra innan fyrirtækisins. Þær hafa báðar hafið störf. Viðskipti innlent 5. apríl 2023 08:48
Hermann nýr ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu Hermann Sæmundsson stjórnmálafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í innviðaráðuneytinu. Hermann tekur við embættinu 1. maí þegar Ragnhildur Hjaltadóttir lætur af störfum. Fjórir sóttu um starfið. Innlent 4. apríl 2023 17:25
Haraldur Yngvi ráðinn til að stýra fjárfestingum TM Haraldur Yngvi Pétursson, sem hefur um langt árabil starfað við eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka, hefur verið ráðinn fjárfestingastjóri TM, dótturfélags Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja. Ráðning hans kemur í kjölfar þess að Ásgeir Baldurs, sem hefur stýrt fjárfestingum tryggingafélagsins frá 2021, lét af störfum fyrr á árinu. Klinkið 4. apríl 2023 11:39
Tjörvi tekur við af Hilmari Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 4. apríl 2023 09:49
Steinunn, Svanhildur og Guðrún til Aton.JL Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Guðrún Norðfjörð voru nýlega ráðnar til Aton.JL en þær hafa þegar hafið störf. Steinunn og Svanhildur starfa sem ráðgjafar og Guðrún starfar sem verkefnastjóri. Viðskipti innlent 4. apríl 2023 09:38
Lárus Welding hefur störf hjá Stoðum Lárus Welding hefur verið ráðinn rekstrarstjóri (COO) fjárfestingafélagsins Stoða, í stað Júlíusar Þorfinnssonar, samkvæmt heimildum Innherja. Lárus hefur komið víða við í viðskiptum en þekktastur er hann fyrir að hafa verið forstjóri Glitnis banka á árunum 2007 til 2008. Klinkið 4. apríl 2023 07:00
Elvar Árni nýr sviðsstjóri hjá Norðurþingi Elvar Árna Lund hefur verið ráðinn sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs hjá Norðurþingi. Innlent 3. apríl 2023 13:04
Helga, Bjarki og Oliver nýir stjórnendur hjá Samkaupum Helga Dís Jakobsdóttir, Bjarki Snær Sæþórsson og Oliver Pétursson eru nýir stjórnendur hjá Samkaupum að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Helga sem markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna, Bjarki sem sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða Viðskipti innlent 3. apríl 2023 11:21
Hildur ráðin forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka Hildur Eiríksdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Eignastýringar Íslandsbanka, en hún hefur að undanförnu gegnt þar stöðu viðskiptastjóra. Viðskipti innlent 3. apríl 2023 09:22
Edda hætt á Heimildinni Edda Falak lét af störfum á fjölmiðlinum Heimildinni í síðustu viku. Nýlega tilkynnti hún stjórnendum miðilsins að hún hefði ekki sagt rétt frá starfsferli sínum erlendis. Innlent 3. apríl 2023 08:37
Hlutabréfaverð rýkur upp eftir ráðninguna Hlutabréfaverð í Regin hefur hækkað um 5,69 prósent það sem af er degi. Greint var frá því í gærkvöldi að Halldór Benjamín Þorbergsson, fráfarandi framkvæmdastjóri SA, tæki við sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 31. mars 2023 13:30
Helga Lára og Hjalti Már ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Arion Helga Lára Hauksdóttir og Hjalti Már Hauksson hafa verið ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Viðskipti innlent 31. mars 2023 13:14
Anna Regína nýr forstjóri Coca-Cola á Íslandi Anna Regína Björnsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi). Hún tekur við af Einari Snorra Magnússyni sem kveður nú fyrirtækið eftir yfir tuttugu ára starfstíma. Viðskipti innlent 31. mars 2023 12:47
Forseti Ungra umhverfissinna til Seðlabankans Tinna Hallgrímsdóttir hefur látið af störfum sem forseti Ungra umhverfissinna og verið ráðin til starfa sem loftslags- og sjálfbærnisérfræðingur Seðlabanka Íslands. Innlent 31. mars 2023 11:45
Pálmi ráðinn til Árvakurs Pálmi Guðmundsson fjölmiðla- og rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður þróunarmála hjá Árvakri. Hann lét af störfum sem dagskrárstjóri Símans síðasta sumar en hann hafði þá gegnt stöðunni í fjölda ára. Viðskipti innlent 31. mars 2023 07:47
Birta nýr markaðsstjóri Arctic Adventures Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures, þar sem hún tekur við stöðu markaðsstjóra. Birta kemur til Arctic frá stafrænu markaðs- og auglýsingastofunni KIWI þar sem hún starfaði sem markaðsráðgjafi. Viðskipti innlent 31. mars 2023 07:10
Halldór Benjamín lætur af störfum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur ákveðið að láta af störfum. Hann mun taka við nýju starfi sem forstjóri Regins í sumar. Viðskipti innlent 30. mars 2023 18:45
Dagmar Ýr tekur við af Jónu bæjarstjóra Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Austurbrúar. Hún tekur við af Jónu Árnýju Þórðardóttur sem fer nú í starf bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Viðskipti innlent 30. mars 2023 17:05
Friðrik sækist ekki eftir endurkjöri Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), mun ekki sækjast eftir endurkjöri þegar formannskjör bandalagsins fer fram í vor. Hann segist kveðja hlutverk sitt sáttur. Viðskipti innlent 30. mars 2023 16:21
Arnar Már snýr aftur í framkvæmdastjórn Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. Viðskipti innlent 30. mars 2023 09:12
Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. Innlent 29. mars 2023 14:26
Karl og Haraldur til Terra Karl F. Thorarensen hefur verið ráðinn sem innkaupastjóri Terra umhverfisþjónustu og Haraldur Eyvinds Þrastarson forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. Viðskipti innlent 29. mars 2023 10:54
Helga Hlín og Magnús ný inn í stjórn Rue de Net Hugbúnaðarfyrirtækið Rue de Net hefur fengið þau Helgu Hlín Hákonardóttur og Magnús Árnason til að taka sæti í þriggja manna stjórn félagsins við hlið Aðalsteins Valdimarssonar stjórnarformanns. Viðskipti innlent 28. mars 2023 11:08
Máni kveður Sýn: „Þetta hefur verið áhugavert ferðalag í rúm 25 ár" Máni Pétursson fjölmiðlamaður hefur sagt skilið við Sýn eftir 25 ára starf. Hann lauk formlega störfum um síðustu mánaðamót. Lífið 27. mars 2023 23:40
Fanney Birna ráðin dagskrárstjóri Rásar 1 Fanney Birna Jónsdóttir blaðamaður og formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands hefur verið ráðin dagskrárstjóri Rásar 1. Hún tekur við af Þresti Helgasyni en hann sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum eftir að hafa gegnt starfinu í nærri níu ár. Innlent 27. mars 2023 18:34
Reynslumestu miðlarar Íslenskra verðbréfa hverfa á brott Þrír reynslumestu verðbréfamiðlarar Íslenskra verðbréfa (ÍV) eru að hætta störfum en í þeim hópi er meðal annars yfirmaður markaðsviðskipta félagsins til margra ára. Klinkið 27. mars 2023 15:02
Snorri og Óskar kaupa Valhöll Fasteignasalarnir Snorri Björn Sturluson og Óskar H. Bjarnasen hafa tekið við rekstri Valhallar fasteignasölu af stofnanda hennar, Ingólfi Geir Gissurarsyni. Báðir hafa þeir ekki starfað hjá stofunni áður. Viðskipti innlent 23. mars 2023 17:25
Kynningarstjóri ráðinn á skrifstofu útvarpsstjóra Atli Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn samskipta- og kynningarstjóri hjá Ríkisútvarpinu. Viðskipti innlent 23. mars 2023 16:36
Sverrir Scheving nýr deildarstjóri Advania Sverrir Scheving Thorsteinsson er nýr deildarstjóri rafrænna viðskipta og skólalausna Advania. Hann mun leiða þróun á stafrænum skólalausnum fyrirtækisins og þróun á lausnum sem snúa að því að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að stunda rafræn viðskipti. Viðskipti innlent 23. mars 2023 12:12