Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Stefán tekur við vara­for­mennsku í stjórn Ís­lands­banka

Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans.

Innherji
Fréttamynd

Alda kveður Sýn

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Sýn hf., hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hún var ráðin sem framkvæmdastjóri í nóvember síðastliðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka

Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­rún Sesselja skipuð héraðs­dómari

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Einar ráðinn til Píeta

Einar Hrafn Stefánsson hefur verið ráðinn sem markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum.  Áður starfaði hann sem markaðsstjóri Íslenska dansflokksins frá 2020. Fyrir það var hann markaðsfulltrúi og viðburðarstjóri hjá Ölgerðinni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ást­ráður skipaður ríkis­sátta­semjari

Ástráður Haraldsson hefur verið skipaður í embætti ríkissáttasemjara til fimm ára frá og með 18. júlí næstkomandi. Sex sóttu um starfið en hæfnisnefnd taldi að tveir umsækjendur væru mjög vel hæfir til að gegna embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Auður og Gísli sækja um erfitt starf

Níu einstaklingar sóttu um starf forstöðumanns nýrrar ríkisstofnunar sem mun bera heitið Land og skógur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfisnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Skipuð dómari við Lands­rétt

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023.

Innlent
Fréttamynd

Hrókeringar í utan­ríkis­þjónustunni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar Ís­lands­banka lætur af störfum

Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Stefán Þór til First Water

Stefán Þór Winkel Jessen hefur verið ráðinn sem tæknistjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water, sem áður hét Landeldi. Stefán tekur meðfram því sæti í framkvæmdastjórn félagsins sem hann hefur starfað hjá síðan í lok síðasta árs.

Viðskipti innlent