Klinkið

Mart­a Rós Karls­dótt­ir ráð­in fram­kvæmd­a­stjór­i hjá Bas­el­o­ad Pow­er

Ritstjórn Innherja skrifar
„Ísland gegnir lykilhlutverki í þróun jarðhitanýtingar á heimsvísu,“ segir Marta Rós Karlsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Baseload Power á Íslandi.
„Ísland gegnir lykilhlutverki í þróun jarðhitanýtingar á heimsvísu,“ segir Marta Rós Karlsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Baseload Power á Íslandi. AÐSEND

Marta Rós Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Baseload Power á Íslandi. Hún mun gegna lykilhlutverki við þróun jarðvarmaverkefna sem nýta lághita til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.

Marta Rós er með doktorsgráðu og MSc gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands, með hluta námsins við Norska vísinda- og tækniháskólann (NTNU) á sviði orku- og umhverfisverkfræði.

Hún hefur víðtæka reynslu innan orkumála á Íslandi með áherslu á jarðvarmavirkjanir, sjálfbæra auðlindanýtingu, bætta orkunýtni, stjórnsýslu og stefnumótun.

Áður en hún hóf störf hjá Baseload gegndi hún stjórnunarstörfum hjá Orkustofnun og Orku náttúrunnar, auk sjálfbærniráðgjöf hjá Verkís verkfræðistofu. Hún sinnir jafnframt stundarkennslu og tekur þátt í rannsóknarstarfi við Háskóla Íslands.

„Ísland gegnir lykilhlutverki í þróun jarðhitanýtingar á heimsvísu,“ segir Marta Rós.  „Baseload Power á Íslandi hefur þá sérstöðu að vinna að minni og meðalstórum jarðhitaverkefnum sem hafa það markmið að framleiða raforku og heitt vatn úr sjóðandi lághitaauðlindum á hagkvæman máta, nærsamfélögum til heilla. Slík verkefni eru jafnframt raunhæf víða um heim. 

Á alþjóðavettvangi starfar Baseload samstæðan að því að hraða þróun jarðhitanýtingar og vinnur nú að verkefnum í Japan, Bandaríkjunum og Taívan ásamt Íslandi. Ég er afar spennt að vinna með framúrskarandi fagfólki, bæði hérlendis sem erlendis, og byggja upp íslensk verkefni sem og koma okkar reynslu og þekkingu á sviði jarðhitanýtingar enn frekar í not erlendis.“

Fyr­ir­tækið Varma­orka kom upp tveim­ur litl­um virkj­un­um sem nýta um­fram­varma úr bor­hol­um hita­veitna til fram­leiðslu á raf­orku og vinnur að stærri virkj­un á Efri-Reykj­um í Blá­skóga­byggð.

Alþjóðlega fyr­ir­tækið Baseload Power tók starf­sem­ina yfir, fylg­ir eft­ir verk­efn­unum og kann­ar ný tæki­færi hér á landi og er­lend­is.

Virkjunin í Kópsvatni getur afkastað 1.200 kW og sú í Reykholti 300 kW.

Baseload Power er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem Breakt­hrough Energy, fyr­ir­tæki Bills Gates stofn­anda Microsoft, hef­ur lagt fjár­magn í til að reyna að minnka um­hverf­is­vanda heims­ins.


Tengdar fréttir

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Virkj­an­ir verð­a dýr­ar­i og ork­u­verð mun hækk­a vegn­a auk­ins kostn­að­ar

Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.

Á­kvarð­an­ir síð­ust­u 12 ára juku sjóðs­streym­i Lands­virkj­un­ar um millj­arð dala

Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.






×