Segir Guðna hafa brugðist Forseti Íslands brást þjóðinni með því að staðfesta lög frá Alþingi sem tengdust þriðja orkupakkanum að mati forsetaframbjóðandans Guðmundar Franklíns Jónssonar. Innlent 7. júní 2020 19:00
Guðni segir þá sem vilji að hann nýti málskotsréttinn vita að safna þurfi undirskriftum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kveðst hlynntur breytingum á stjórnarskrá sem feli í sér að tiltekinn hluti kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Innlent 7. júní 2020 19:00
Forsetinn og áskorandinn í Víglínunni Í fyrsta sinn í sögu forsetaembættisins fær sitjandi forseti mótframboð eftir fyrsta kjörtímabil sitt. Guðmundur Franklín Jónsson fyrrverandi verðbréfasali og hótelstjóri freistar þess að fella Guðna Th. Jóhannesson úr embætti. Innlent 7. júní 2020 16:30
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. Innlent 24. maí 2020 23:01
Segir ekkert réttlæti fólgið í arfgreiðslum eigenda Samherja „Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag. Innlent 24. maí 2020 21:21
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. Innlent 18. maí 2020 06:30
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. Innlent 17. maí 2020 16:30
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Innlent 10. maí 2020 20:09
Segir „klikkað“ að frumvarp um útlendinga sé forgangsmál á þessum tímum Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „klikkað“ að ríkisstjórnin telji frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga til forgangsmáls á tímum sem þessum. Innlent 10. maí 2020 18:35
Framtíð Icelandair á bláþræði og aðgerðir stjórnvalda í Víglínunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir hundruð milljaðra aðgerðir stjórnvalda þrengja að ríkissjóði í framtíðinni. Hann ræðir framtíð Icelandair og aðgerðapakka stjórnvalda í Víglínunni ásamt Helgu Völu Helgadóttur formanni velferðarnefndar sem einnig gagnrýnir frumvarp um útlendinga harðlega, Innlent 10. maí 2020 16:30
Icelandair og staða efnahagsmála í Víglínunni Erfið staða blasir við Icelandair en fyrirtækið þurfti að segja upp rúmlega tvö þúsund starfsmönnum um mánaðamótin í stærstu hópuppsögn lýðveldissögunnar. Innlent 3. maí 2020 16:45
Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Viðskipti innlent 26. apríl 2020 18:47
Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna í Víglínunni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni aðstoða Icelandair. Kistur ríkissjóðs séu hins vegar ekki ótæmandi. Innlent 26. apríl 2020 17:32
Segir Covid-göngudeildina hafa skipt miklu máli „Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“ Innlent 19. apríl 2020 23:15
Spálíkön og erfið staða ferðaþjónustunnar í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Innlent 19. apríl 2020 16:47
Umhugsunarefni hversu langt sum Evrópuríki ganga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla áherslu lagða á það að halda þinginu gangandi þó svo að aðstæður í samfélaginu séu erfiðar. Innlent 5. apríl 2020 22:43
Einangrun fanga eykst vegna faraldursins Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og yfirlæknir geðheilsuteymis fanga, segir fanga ekki fara varhluta af þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur í för með sér. Innlent 5. apríl 2020 18:52
Forsætisráðherra og geðheilbrigði fanga í Víglínunni Forsætisráðherra segir algerlega nauðsynlegt að hafa Alþingi með í ráðum við þær aðstæður sem nú ríki þótt það sé í hægagangi þessar vikurnar vegna kórónufaraldursins. Ný stofnsett geðheilbrigisþjónusta við fanga tekst á við vandamál þeirra við erfiðar aðstæður þessa dagana. Innlent 5. apríl 2020 16:40
Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Innlent 29. mars 2020 22:57
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ Innlent 29. mars 2020 20:56
Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. Viðskipti innlent 22. mars 2020 19:55
Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Innlent 22. mars 2020 17:19
Liðsmenn Veiruvarnarliðsins með nýjustu fréttir í Víglínunni Ekki missa af Víglínunni í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40. Innlent 15. mars 2020 17:39
Kórónuveiran í brennidepli í Víglínunni Kórónuveirufaraldurinn er þegar farin að hafa þónokkur áhrif á samfélagið og raunar heimsbyggðina alla. Í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um aðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar og þær áskoranir sem blasa við. Innlent 8. mars 2020 16:00
Meðferðarúrræði fyrir fólk með heilaskaða sett á legg Framheilaskaði hefur verið hálf falið leyndarmál á Íslandi en á hverju ári hljóta eitt þúsund til fimmtán hundruð manns framheilaskaða, þar af verða tvö til þrjú hundruð manns öryrkjar og tugir glíma við hegðunarvandamál sem gerir alla meðferð erfiða. Innlent 1. mars 2020 23:30
Blikur á lofti og falinn framheilaskaði í Víglínunni Það er samdráttur í efnahagsmálunum með vaxandi atvinnuleysi og blikur á lofti í ferðaþjónustunni sem hefur haft mikil áhrif á starfsemi flugfélaga Innlent 1. mars 2020 16:45
Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Innlent 24. febrúar 2020 07:00
Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. Viðskipti innlent 23. febrúar 2020 22:36
Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Innlent 23. febrúar 2020 18:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent