Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Harpa komin í búning al­þjóða­stofnunar

Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var upp­­á­halds­húsið hennar mömmu“

Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi.

Lífið
Fréttamynd

Tilboð fátæka mannsins

Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur um 47 prósent að meðaltali og að rjómaostur, sem er megininnihaldsefnið í tilboðsbeyglunum, hefði einn og sér hækkað um 78 prósent síðan í árdaga tilboðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Besti barþjónninn drekkur ekki kokteila

Leó Snæfeld Pálsson barþjónn á Sumac var valinn Besti barþjónninn í Bartenders Choice Awards sem fram fór í Kaupmannahöfn á dögunum. Drykkurinn hans, Funiks, var einnig valinn besti „signature“ drykkurinn og kokteilaseðillinn á Sumac eins og hann leggur sig var valinn Besti kokteilaseðillinn. Þá var Sumac valinn Besti veitingastaðurinn að mati dómnefndar. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sex skemmti­­stöðum lokað tíma­bundið í nótt vegna réttinda­lausra dyra­varða

Nokkur erill var á lögreglunni í nótt. Meðal þeirra verkefna sem lögreglan sinnti var eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en þar kom í ljós að fjöldi réttindalausra dyravarða var að störfum. Einnig var aðstoðar lögreglu óskað vegna líkamsárásar í vesturbænum. Þá gerðist fjöldi ökumanna sekir um akstursbrot vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið. 

Innlent
Fréttamynd

Gústi B og Rikki G opna FM95mathöll

Ný mathöll verður opnuð í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur við hátíðlega athöfn klukkan 11:30 í dag. Það eru útvarpsmennirnir Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, og Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, sem eru í forsvari fyrir hana. Mun hún heita FM95Mathöll. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skemmti­stað Óla Geirs í Kefla­vík lokað

Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðnum var lokað stuttu áður en einkasamkvæmi átti að hefjast þar og þurfti að færa veisluna yfir á annan skemmtistað í bænum. 

Innlent
Fréttamynd

Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks

Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Naustið selt

Húsið sem áður hýsti veitingastaðinn Naustið við Vesturgötu í Reykjavík hefur verið selt. Seljandinn segist hafa þurft að bíða í nokkur ár eftir rétta kaupandanum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við­horfið yrði annað ef at­vinnu­rek­enda­fé­lag myndi neita að tala við stéttar­fé­lag

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að.

Innlent
Fréttamynd

Food & Fun í fyrsta sinn í tvö ár

Nú um helgina stendur yfir hátíðin Food & Fun í Reykjavík en gestakokkar verða því á veitingastöðum borgarinnar með sér matseðil og hefur hátíðin verið vinsæl í áraraðir.

Lífið
Fréttamynd

Frá­leitt að veitinga­menn séu ekki með í ráðum um eigin örlög

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir ljóst að áhrifin á greinina verði töluverð ef að miðlunartillaga ríkissáttasemjara á að gilda um þau líka. Þau hafa ítrekað kallað eftir öðruvísi samning sem tekur mið af rekstrarumhverfi greinarinnar og vilja sæti við borðið, annað sé fráleitt. Viðræður þeirra við Eflingu hafi ekki borið árangur og þeim vísað til ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

Í góðum gír að ónáða gesti

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Veitingamönnum beri engin lagaleg skylda til að fylgja verkbanni

Forseti ASÍ gerir ráð fyrir að niðurstaða vegna boðunar verkbanns SA, sem þau telja ólögmæta, liggi fyrir í Félagsdómi áður en verkbannið á að hefjast á fimmtudag. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir veitingamenn ekki þurfa að hlýða boðuðu verkbanni. Þeim beri ekki lagaleg skylda til þess þar sem samtökin telja sig ekki hluta af kjaradeilunni. Samtökin hafa vísað viðræðum við Eflingu um eigin samninga til ríkissáttasemjara. 

Innlent