Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júlí 2023 14:47 Sigga og Skúli opnuðu staðinn fyrir átta árum. ÁLFTANESKAFFI Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“ Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira
Tilkynnt var um lokunina á Facebook síðu Álftanes Kaffi - Café & Bistro í gær. Staðurinn er sá eini af sínu tagi á Álftanesi og samkvæmt ummælum viðskiptavina verður hans sárt saknað. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigandi staðarins, segir ástæður fyrir lokuninni margar í samtali við Vísi. „Við erum búin að reka þetta í átta ár núna. Svo eru náttúrlega ákveðnar breytingar á umhverfinu. Við auglýstum alltaf útsýnið sem við höfðum yfir Bessastaði en nú er mikil uppbygging á Álftanesi og blokkir og vinnusvæði hér í kring,“ segir Sigrún. „Þá erum við ekki lengur svona sveit í borg, eins og við vorum, heldur eiginlega bara sveit á byggingarsvæði.“ Álftaneskaffi er vinsæll viðkomustaður heimamanna. Álftaneskaffi „Svo er Skúli náttúrlega orðinn 67 ára,“ segir Sigrún og hlær. Hjónin hafa rekið staðinn tvö síns liðs frá upphafi. „Auðvitað tekur þetta á þegar á líður.“ Að auki segir hún kaffihúsið nú standa á víkjandi lóð og á henni verði bráðlega reistar íbúðir. Hún segir að þeim hjónum hafi staðið til boða að byggja undir nýtt kaffihús á nærliggjandi lóð en það hafi verið of stór biti fyrir þau. „En allt gott tekur enda og eitthvað nýtt og spennandi tekur við,“ segir Sigrún. Hún segir að nýtt kaffihús muni rísa á svæðinu. Skúli Guðbjarnarson, eiginmaður Sigrúnar og hinn eigandi staðarins, ræddi pítsurnar á Álftaneskaffi og matargerð í skemmtilegu viðtali á Vísi um árið. „Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat,“ sagði Skúli meðal annars. Hefur tekist vel til „Við litum alltaf svo á að við værum að fá gesti heim,“ segir Sigrún um reksturinn. „Af því að við erum ekki fagfólkið í bransanum. Skúli líffræðingur og ég talmeinafræðingur,“ segir hún hlæjandi. „Ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur farið í Álftaneskaffi til að fá bestu súpurnar, pizzurnar og sítrónustykkin á Íslandi og líklega víðar,“ segir í ummælum við Facebook færslu staðarins.Álftaneskaffi Hún segir þau hafa lagt áherslu á að elda og baka allan mat frá grunni. „Svo hefur okkur tekist vel til, þetta þykja bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar, við heyrum þetta daglega!“
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira