Besti veitingastaður heims er í Perú Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2023 14:30 Eldhúsið á Central veitingastaðnum í Perú, sem í vikunni var valinn besti matsölustaður í heimi. Wikimedia Commons Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina. Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims. Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Veitingastaðurinn sem nú státar af því að vera sá besti í heimi heitir Central og er í höfuðborginni Lima. Central opnaði fyrir 14 árum, árið 2009. Stofnandi staðarins, Virgilio Martínez, hafði um langt árabil starfað á veitingastöðum í Englandi, Singapúr, Tælandi, á Italíu og Spáni, áður en hann sneri heim árið 2009. Sá besti en alls ekki sá dýrasti Það verður að segjast eins og er að máltíð á Central myndi seint teljast rándýr. Þar er hægt að velja um fjóra mismunandi matseðla sem allir byggja á perúanskri matargerð. Málsverðirnir eru samsettir úr 12 til 14 réttum og kostar sá dýrasti þeirra andvirði um 45.000 íslenskra króna, með víni. Það má segja að nafnbótin sé verðskulduð, en eins og innvígðir og innmúraðir matgæðingar vita, þá hefur Central verið á topp 10 listanum nánast undantekningalaust síðasta áratuginn og í fyrra var hann talinn sá næstbesti á eftir Geranium í Kaupmannahöfn. Spænskir staðir raða sér á toppinn Á topp tíu listanum eru þrír spænskir veitingastaðir í 2., 3. og 4. sæti, þeir eru í Barcelona, Madrid og Axpe, sem er lítið 200 manna þorp í Baskalandi. Þá kemur danskur staður, Alchemist, í Kaupmannahöfn og svo er þarna annar staður í Lima, einn ítalskur, bandarískur, mexíkóskur og franskur. Og á þessum stöðum er hægt að fá sér máltíð fyrir andvirði allt að 300.000 íslenskra króna. Veitingastaðurinn El Bulli í Katalóníu hefur fimm sinnum verið valinn besti veitingastaður í heimi. Honum var lokað árið 2011, en opnaði sem safn í þessum mánuði. Þar er hægt að skoða sögu staðarins og allar þær nýjungar sem Ferran Adria, eigandi staðarins, bryddaði upp á í gegnum árin.Gloria Sanchez/Getty Images El Bulli ber höfuð og herðar yfir aðra staði Einn staður hefur státað af því að vera kosinn besti veitingastaður heims fimm sinnum, það var á fyrsta áratug þessarar aldar. Það var El Bulli í Katalóníu. Honum var lokað fyrir 12 árum, en opnaði aftur í síðustu viku, núna sem safn þar sem hægt er að skoða sögu staðarins og þau áhrif sem hann hafði í heimi sælkera og matgæðinga. Hér er hægt að skoða listann yfir 50 bestu veitingastaði heims.
Matur Perú Veitingastaðir Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira