Veður

Veður


Fréttamynd

Rennslið í Ölfusá gæti þrefaldast

Það er ennþá mjög mikil rigning í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul sem og við suðurhluta Vatnajökuls. Það mun því halda áfram að bæta í rennsli í ám á svæðinu í allan dag segir Matthew Roberts fagstjóri vatnavár hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Mesta úrhelli í mörg ár: Svona mikil rigning svo víða á landinu afskaplega sjaldgæf

„Við spáum ekki mikilli úrkomu nema það sé yfir 100 millimetrum á sólarhring og við gerum það svona öðru hverju á suðaustanverðu landinu en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist á fjórum spásvæðum og hvað þá yfir svona langan tíma ,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands aðspurð um úrkomuna framundan sem er sú mesta hér á landi í mörg ár.

Innlent
Fréttamynd

Vara við gífurlegri rigningu

Fólki er ráðlagt að hreinsa vel frá niðurföllum og grípa til aðgerða til að tryggja að frárennslismannvirki virki sem skildi.

Innlent
Fréttamynd

Veðurstofan varar við stormi á morgun

Veðurstofan varar við stormi við suður-og vesturströndina og á miðhálendinu á morgun. Að sögn Þorsteins V. Jónssonar vakthafandi veðurfræðings er um venjulega haustlægð að ræða með tilheyrandi rigningu og roki.

Innlent
Fréttamynd

Vætuspá fyrir Bieber

Má búast við talsverðri úrkomu þegar tónleikagestir koma sér á tónleikana, en gæti stytt upp eftir að þeim lýkur.

Innlent