Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Fyrrverandi ráðherrafrú selur föt

"Mér datt í hug að halda fatamarkað þegar ég var að taka til í skápunum mínum. Ég þurfti einnig að taka almennilega til í kjallaranum í vetur og þá ákvað ég að gera eitthvað í þessu,“ segir Rut Ingólfsdóttir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Brúðarkjóllinn á uppboð

Brúðarkjóll Elizabeth Taylor sem hún klæddist þegar hún giftist fyrsta eiginmanni sínum, Conrad Hilton árið 1950, hefur verið settur til sölu í uppboðshúsinu Christie's í London.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fyrsta myndatakan eftir barnsburð

True Blood-stjarnan Anna Paquin er sjóðheit í nýjasta tölublaði tímaritsins Manhattan. Er þetta fyrsta myndatakan sem Anna fer í síðan hún eignaðist tvíbura í september á síðasta ári.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fæddist hún smart?

Enn og aftur stal leikkonan Carey Mulligan senunni á rauða dreglinum þegar hún mætti á tískusýningu Hugo Boss í Shanghai á fimmtudaginn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnuðir bera ríka félagslega ábyrgð

Ráðstefnan TEDx Reykjavík verður haldin í þriðja sinn þann 3. júní. Þar verða flutt erindi þar sem kynntar verða nýjar hugmyndir og uppgötvanir. Meðal fyrirlesara er Sigríður Heimisdóttir sem ætlar að ræða félagslega ábyrgð hönnuða.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gallabuxur lengi lifi

Gallabuxnaefnið verður ríkjandi í sumartískunni aftur í ár. Gallajakkar, gallabuxur, gallaskyrtur, gallasamfestingar og gallastuttbuxur; öllu þessu má nú klæðast saman án þess að notkun gallaefnisins þyki gegndarlaus. Gallaefni hefur átt miklum vinsældum að fagna allt frá lok 19. aldar þegar það kom fyrst á markað og vinsældir þess fara enn vaxandi. Stóru tískuhúsin hafa ekki látið gallaefnið framhjá sér fara og sem dæmi má geta þess að gallaflíkurnar úr línu Chloé fyrir vorið 2010 og Celine fyrir vorið 2011 urðu einstaklega vinsælar þau árin.-

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Leit hafin að fyrirsætum fyrir hársýningu helgarinnar

"Ein af fyrirsætum Elite sem verða í hársýningu TIGI er Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir en hún vann Elite Model Look 2012 hérlendis sem er ein stærsta fyrirsætuleit heims og fór hún áfram í lokakeppnina sem haldin var í Shanghai í desember síðastliðnum þar sem stelpur frá yfir 70 löndum kepptu til sigurs," segir Kristín.

Tíska og hönnun