Maður á ekki að hika við að lifa drauminn Hanna Ólafsdóttir skrifar 2. september 2013 09:27 Ágústa Magnúsdóttir og Gustav Jóhannsson eiga saman fyrirtækið agustav sem hefur vakið mikla athygli fyrir fallegar bókahillur. „Það er ákveðið óöryggi sem fylgir því að klippa á öll öryggisnet sem maður hefur og bara henda sér út í óvissuna. En það er ekkert meira niðurdrepandi en að óska sér eitthvað og vera það eina sem stendur í veginum. Þannig að þegar ákvörðunin var tekin var eins og fargi hefði verið lyft af okkur,“ segir Ágústa Magnúsdóttir. Ágústa, ásamt eiginmanni sínum Gustav Jóhannssyni, tók nýverið stórt stökk út í óvissuna þegar þau hjónin ákváðu að rífa sig upp með rótum frá Kaupmannahöfn, þar sem þau hafa búið síðastliðin tíu ár, og flytja til Ítalíu. Þar ætla þau að láta langþráðan draum rætast og setja alla sína krafta í fyrirtækið þeirra, Agustav, sem er húsgagna- og hönnunarfyrirtæki sem þau settu á laggirnar fyrir um ári. Ágústa hefur starfað sem hugbúnaðarhönnuður og forritari hjá Danske bank síðan hún útskrifaðist úr námi en Gustav er lærður húsgagnasmiður. Hún segir að velgengni fyrirtækisins hafi verið framar öllum vonum, en vörur þeirra hafa vakið heimsathygli. „Við áttum aldrei von á því að þetta færi á það flug sem það hefur farið á. Núna í vor sáum við fram á að eitthvað yrði að fara að gerast hjá okkur. Fyrirtækið var farið að standa það vel undir sér og eftirspurnin orðin það mikil að það var orðið erfitt fyrir mig að vera í 100 prósenta vinnu, vinna svo öll kvöld að fyrirtækinu okkar og vera með lítið barn.“ Hún kveðst hafa eytt síðastliðnu ári í að mana sig upp í að taka skrefið. „Dagurinn sem ég sagði upp í vinnunni var svo langþráður að við fögnuðum vel þessari ákvörðun og höfum varla hætt að brosa síðan. Ef maður fær séns til að lifa drauminn sinn á maður ekkert að hika við það eða bíða. Maður veit aldrei hversu langan tíma maður á eftir svo það er um að gera að nota hann vel og gera það sem gerir mann glaðan.“Bókasnaginn eftir agustav sem vakið hefur mikla athygli.Bókasnagi eftir Agustav var valinn á jólagjafalista yfir heitustu jólagjafirnar í New York Times og í Vogue, Tatler Magazine og fleiri stórum blöðum og sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum. „Bókasnaginn vakti mikla athygli frá byrjun. Eftir að við höfðum haft hann til sölu í nokkrar vikur tókum við allt í einu eftir því eitt kvöldið að áhorfstölurnar á síðunni okkar fóru úr nokkur hundruðum í fleiri þúsund. Þá hafði einhver áhrifamikill í netheiminum spottað þá og lagt inn á Pinterest þar sem þeir fóru bara sem eldur um sinu,“ segir Ágústa. Þessa daga eru Ágústa og Gustav á fullu við að undirbúa flutningana en þau eru komin með hús með verkstæði í sveitinni á Norður-Ítalíu. „Við erum búin að setja okkur markmið með þessum flutningum og það er að koma með tólf vörur á jafn mörgum mánuðum. Um leið og við erum búin að koma okkur fyrir og setja verkstæðið upp þá byrjum við að telja niður, svo það er mikið í vændum. Og nóg til að halda okkur við efnið. Við gerum bara það sem við getum og vonum það besta,“ segir Ágústa að lokum. Á heimasíðu agustav má einnig fylgjast með flutningum fjölskyldunnar í bloggi. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Það er ákveðið óöryggi sem fylgir því að klippa á öll öryggisnet sem maður hefur og bara henda sér út í óvissuna. En það er ekkert meira niðurdrepandi en að óska sér eitthvað og vera það eina sem stendur í veginum. Þannig að þegar ákvörðunin var tekin var eins og fargi hefði verið lyft af okkur,“ segir Ágústa Magnúsdóttir. Ágústa, ásamt eiginmanni sínum Gustav Jóhannssyni, tók nýverið stórt stökk út í óvissuna þegar þau hjónin ákváðu að rífa sig upp með rótum frá Kaupmannahöfn, þar sem þau hafa búið síðastliðin tíu ár, og flytja til Ítalíu. Þar ætla þau að láta langþráðan draum rætast og setja alla sína krafta í fyrirtækið þeirra, Agustav, sem er húsgagna- og hönnunarfyrirtæki sem þau settu á laggirnar fyrir um ári. Ágústa hefur starfað sem hugbúnaðarhönnuður og forritari hjá Danske bank síðan hún útskrifaðist úr námi en Gustav er lærður húsgagnasmiður. Hún segir að velgengni fyrirtækisins hafi verið framar öllum vonum, en vörur þeirra hafa vakið heimsathygli. „Við áttum aldrei von á því að þetta færi á það flug sem það hefur farið á. Núna í vor sáum við fram á að eitthvað yrði að fara að gerast hjá okkur. Fyrirtækið var farið að standa það vel undir sér og eftirspurnin orðin það mikil að það var orðið erfitt fyrir mig að vera í 100 prósenta vinnu, vinna svo öll kvöld að fyrirtækinu okkar og vera með lítið barn.“ Hún kveðst hafa eytt síðastliðnu ári í að mana sig upp í að taka skrefið. „Dagurinn sem ég sagði upp í vinnunni var svo langþráður að við fögnuðum vel þessari ákvörðun og höfum varla hætt að brosa síðan. Ef maður fær séns til að lifa drauminn sinn á maður ekkert að hika við það eða bíða. Maður veit aldrei hversu langan tíma maður á eftir svo það er um að gera að nota hann vel og gera það sem gerir mann glaðan.“Bókasnaginn eftir agustav sem vakið hefur mikla athygli.Bókasnagi eftir Agustav var valinn á jólagjafalista yfir heitustu jólagjafirnar í New York Times og í Vogue, Tatler Magazine og fleiri stórum blöðum og sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum. „Bókasnaginn vakti mikla athygli frá byrjun. Eftir að við höfðum haft hann til sölu í nokkrar vikur tókum við allt í einu eftir því eitt kvöldið að áhorfstölurnar á síðunni okkar fóru úr nokkur hundruðum í fleiri þúsund. Þá hafði einhver áhrifamikill í netheiminum spottað þá og lagt inn á Pinterest þar sem þeir fóru bara sem eldur um sinu,“ segir Ágústa. Þessa daga eru Ágústa og Gustav á fullu við að undirbúa flutningana en þau eru komin með hús með verkstæði í sveitinni á Norður-Ítalíu. „Við erum búin að setja okkur markmið með þessum flutningum og það er að koma með tólf vörur á jafn mörgum mánuðum. Um leið og við erum búin að koma okkur fyrir og setja verkstæðið upp þá byrjum við að telja niður, svo það er mikið í vændum. Og nóg til að halda okkur við efnið. Við gerum bara það sem við getum og vonum það besta,“ segir Ágústa að lokum. Á heimasíðu agustav má einnig fylgjast með flutningum fjölskyldunnar í bloggi.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira