Íslensk hönnun í Japan Marín Manda skrifar 16. ágúst 2013 16:15 Tomoko Daimaru Tomoko Daimuru hefur opnað japönsku netverslunina Meet Iceland og selur einungis íslenska hönnun. „Ég þekkti ekki mikið til Íslands en áður en ég vissi af var ég búin að sækja um styrk til að koma til landsins að læra íslensku. Ég sá bíómynd um landið og fannst Ísland mjög spennandi en það voru alls ekki margir sem sóttu um íslensku styrkinn hjá utanríkisráðuneytinu,“ segir Tomoko Daimuru glöð í bragði. Hún kynntist Íslandi í fyrsta sinn árið 2003 þegar hún lærði íslensku í HÍ. Eftir námsdvölina fór hún aftur til Osaka í Japan til að klára enskunám sitt en örlögin gripu í taumana þegar henni bauðst að flytjast til Íslands á ný til að vinna í japanska sendiráðinu. Nú eru sex ár síðan Tomoko flutti aftur til landsins og er ekkert að flytjast búferlum á næstunni.Tomoko Daimuru heillaðist af íslenskri hönnun og stofnaði Meeticeland.is.Hún er gift íslenskum manni, rekur fyrirtækið Little Viking og fyrir stuttu opnaði hún japönsku netverslunina MeetIceland.is sem selur íslenska hönnun, meðal annars frá Stáss, Umemi, Hring eftir Hring og Volki. „Þegar ég byrjaði að vinna í versluninni Aurum fór ég að hafa áhuga á íslenskri hönnun og sá að þrátt fyrir að menningarheimar þessara tveggja landa séu ólíkir virðist smekkur manna vera á svipuðum nótum. Því ákvað ég að opna netverslun svo ég gæti kynnt íslenska hönnun fyrir Japönum sem hafa verið mjög áhugasamir.“ Um þessar mundir er Tomoko að vinna víða um landið að verkefni með þekktum japönskum hönnuði þar sem íslensk náttúra er miðpunkturinn. Tomoko tekur einnig að sér ýmis verkefni þar sem hún kynnir land og þjóð fyrir japönskum fyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, hönnuðum og tískublöðum. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tomoko Daimuru hefur opnað japönsku netverslunina Meet Iceland og selur einungis íslenska hönnun. „Ég þekkti ekki mikið til Íslands en áður en ég vissi af var ég búin að sækja um styrk til að koma til landsins að læra íslensku. Ég sá bíómynd um landið og fannst Ísland mjög spennandi en það voru alls ekki margir sem sóttu um íslensku styrkinn hjá utanríkisráðuneytinu,“ segir Tomoko Daimuru glöð í bragði. Hún kynntist Íslandi í fyrsta sinn árið 2003 þegar hún lærði íslensku í HÍ. Eftir námsdvölina fór hún aftur til Osaka í Japan til að klára enskunám sitt en örlögin gripu í taumana þegar henni bauðst að flytjast til Íslands á ný til að vinna í japanska sendiráðinu. Nú eru sex ár síðan Tomoko flutti aftur til landsins og er ekkert að flytjast búferlum á næstunni.Tomoko Daimuru heillaðist af íslenskri hönnun og stofnaði Meeticeland.is.Hún er gift íslenskum manni, rekur fyrirtækið Little Viking og fyrir stuttu opnaði hún japönsku netverslunina MeetIceland.is sem selur íslenska hönnun, meðal annars frá Stáss, Umemi, Hring eftir Hring og Volki. „Þegar ég byrjaði að vinna í versluninni Aurum fór ég að hafa áhuga á íslenskri hönnun og sá að þrátt fyrir að menningarheimar þessara tveggja landa séu ólíkir virðist smekkur manna vera á svipuðum nótum. Því ákvað ég að opna netverslun svo ég gæti kynnt íslenska hönnun fyrir Japönum sem hafa verið mjög áhugasamir.“ Um þessar mundir er Tomoko að vinna víða um landið að verkefni með þekktum japönskum hönnuði þar sem íslensk náttúra er miðpunkturinn. Tomoko tekur einnig að sér ýmis verkefni þar sem hún kynnir land og þjóð fyrir japönskum fyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, hönnuðum og tískublöðum.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira