Kvennalið Keflavíkur styrkir sig með serbneskum bakverði Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin um titlana í kvennakörfunni en serbneski bakvörðurinn Marina Caran mun spila með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Körfubolti 1. febrúar 2011 19:45
Keflavík hafði betur gegn KR í spennuleik Fjórir leikir fóru fram í kvöld í Iceland Express deild kvenna. Deildinni hefur nú verið skipt upp í tvo riðla og var leikið í fyrsta sinn með hinu nýja leikfyrirkomulagi í kvöld. Sport 30. janúar 2011 21:17
Þrír erlendir leikmenn ekki nóg fyrir Njarðvík á móti KR KR-konur unnu tíu stiga sigur á Njarðvík, 70-60, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld en þetta var síðasti leikurinn áður en deildinni er skipt í tvennt, í A- og B-deild. Körfubolti 24. janúar 2011 20:58
Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins. Körfubolti 24. janúar 2011 17:15
Fjölniskonur unnu Hauka óvænt á Ásvöllum Botnlið Fjölnis í Iceland Express deild kvenna gerði sér lítið fyrir og vann óvæntan sigur á Haukum, 59-56, á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Körfubolti 23. janúar 2011 19:19
Slavica valin körfuboltakona ársins í Makedóníu Slavica Dimovska, leikstjórnandi toppliðs Hamars í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, var í gær valin körfuboltakona ársins í Makedóníu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur þessi verðlaun. Körfubolti 23. janúar 2011 15:00
Hamarskonur fóru illa með Keflavík - fjórtán sigrar í röð Hamar vann 32 stiga sigur á Keflavík, 95-63, í toppslag Iceland Express deildar kvenna í Hveragerði í dag. Hamarskonur hafa þar með unnuð alla fjórtán deildarleiki sína í vetur og eru með sex stiga forskot á Keflavíkurliðið þegar deildin skiptist upp. Snæfell vann tíu stiga sigur í Grindavík og var það þriðji sigur Snæfellskvenna í röð. Körfubolti 22. janúar 2011 18:15
Birnulausar Keflavíkurstelpur töpuðu á móti Grindavík Grindavík vann óvæntan tólf stiga sigur í Keflavík, 71-59, í Iceland Express deild kvenna í kvöld en fyrir leikinn munaði átján stigum og fimm sætum á þessum liðum. Þetta var aðeins annað tap Keflavíkurliðsins á tímabilinu. Körfubolti 12. janúar 2011 21:00
Sigurganga Hamarskvenna heldur áfram - þrettándi sigurinn í röð Kvennalið Hamars hélt áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld með því að vinna öruggan 26 siga sigur í Njarðvík. Haukakonur tryggðu sér endalega sæti í A-deild þrátt fyrir tap í Stykkishólmi og KR vann fimm stiga sigur á Fjölni í Grafarvogi. Körfubolti 12. janúar 2011 20:58
Kvennalið Hauka búið að fá til sín breska stelpu Haukar hafa ákveðið að bæta erlendum leikmanni við kvennalið sitt. Breski bakvörðurinn Lauren Thomas-Johnson mun leika með liðinu fram á vor en fyrir er bandaríski bakvörðurinn Kathleen Patricia Snodgrass. Körfubolti 11. janúar 2011 17:15
Úrslit kvöldsins í kvennakörfunni Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld og unnu Keflavík, Grindavík og Snæfell leiki sína. Körfubolti 5. janúar 2011 21:07
KR nálægt því að leggja Hamar Jaleesa Butler hélt upp á það í kvöld að vera valinn besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna með því að klára KR. Hamar því búið að vinna 12 leiki í röð í deildinni. Körfubolti 4. janúar 2011 21:04
Snæfell fær sterkan útlending Kvennalið Snæfells í körfubolta hefur fengið mikinn liðsstyrk því hin firnasterka Monique Martins er búin að semja við félagið. Körfubolti 4. janúar 2011 17:06
Butler: Hef aldrei búið í litlum bæ áður Jaleesa Butler var í dag valinn besti leikmaður fyrstu ellefu umferða Iceland Express-deildar kvenna en hún er lykilmaður í toppliði Hamars frá Hveragerði. Körfubolti 4. janúar 2011 15:15
Butler og Pavel best Í dag var tilkynnt hverjir skipuðu lið fyrstu ellefu umferðanna í Iceland Express-deildum karla og kvenna. Körfubolti 4. janúar 2011 12:12
Snæfellingar reka báða erlendu leikmennina sína Snæfell hefur sagt upp samning við báða erlendu leikmennina í kvennaliði sínu, þeim Inga Muciniece og Sade Logan. Logan er annar bandaríski leikmaður Snæfellslðsins í vetur sem þarf að taka pokann sinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. Körfubolti 28. desember 2010 15:00
Enn einn sigurinn hjá Hamri Hamar er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir góðan útisigur á Haukum, 73-81, í kvöld. Hamar er búinn að vinna alla tíu leiki sína í deildinni en Haukar eru í fjórða sæti. Körfubolti 8. desember 2010 21:14
Keflavík fór létt með KR Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag og unnu topplið Hamars og Keflavíkur bæði sína leiki. Körfubolti 27. nóvember 2010 19:13
Bragi þjálfar Fjölnisstelpurnar Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is Körfubolti 25. nóvember 2010 13:45
Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í vetur Kvennalið Fjölnis vann langþráðan sigur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 60-57. Fjölnir hafði tapaði sjö fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 20. nóvember 2010 18:57
Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir. Körfubolti 20. nóvember 2010 16:32
Hamar vann uppgjör taplausu liðanna - myndir Hamarskonur eru á toppnum í Iceland Express deild kvenna eftir dramatískan 72-69 sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í Keflavík í gær en bæði liðin höfðu unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni. Körfubolti 11. nóvember 2010 08:00
Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Körfubolti 10. nóvember 2010 22:00
Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. Körfubolti 10. nóvember 2010 21:59
Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2010 21:58
Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. Körfubolti 10. nóvember 2010 21:56
Fjölnisstelpur einu stigi frá fyrsta sigrinum Haukar unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 81-80 sigur á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Snæfell vann á sama tíma sinn annan leik í röð á heimavelli þegar liðið landaði fjórtán stiga sigri á Grindavík, 65-51. Körfubolti 10. nóvember 2010 20:59
Butler tryggði Hamar sigur í Keflavík Jaleesa Butler var hetja Hamars sem vann góðan þriggja stiga sigur á Keflavík í æsispennandi leik í kvöld, 72-69. Körfubolti 10. nóvember 2010 20:53
Taplausu liðin keppa um toppsætið í kvöld Það verður stórleikur í kvennakörfunni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Hamar í Toyota-höllinni í Keflavík í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna. Bæði lið hafa unnið fyrstu sex leiki sína og spila því um toppsætið í leiknum í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2010 16:45
Rúnar Ingi: Erum búnir að vera spila langt undir getu Njarðvíkingurinn Rúnar Ingi Erlingsson átti góðan leik í kvöld þegar Njarðvík vann 110-94 sigur á Stjörnunni í Garðbæ og sló Garðbæinga út úr 32 liða úrslitum bikarsins. Körfubolti 4. nóvember 2010 21:50