Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflavík hafði betur gegn KR í spennuleik

    Fjórir leikir fóru fram í kvöld í Iceland Express deild kvenna. Deildinni hefur nú verið skipt upp í tvo riðla og var leikið í fyrsta sinn með hinu nýja leikfyrirkomulagi í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Kvennalið Njarðvíkur með þrjá erlenda leikmenn á móti KR í kvöld

    KR og Njarðvík leika í kvöld síðasta leikinn áður en Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður skipt upp í A og B-deild. Það er þó þegar ljóst að KR verður í A-deild og Njarðvík í B-deild. Njarðvíkurliðið teflir fram nýjum leikmanni í leiknum í kvöld því pólski miðherjinn Julia Demirer, fyrrum leikmaður Hamars, er kominn til liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur fóru illa með Keflavík - fjórtán sigrar í röð

    Hamar vann 32 stiga sigur á Keflavík, 95-63, í toppslag Iceland Express deildar kvenna í Hveragerði í dag. Hamarskonur hafa þar með unnuð alla fjórtán deildarleiki sína í vetur og eru með sex stiga forskot á Keflavíkurliðið þegar deildin skiptist upp. Snæfell vann tíu stiga sigur í Grindavík og var það þriðji sigur Snæfellskvenna í röð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR nálægt því að leggja Hamar

    Jaleesa Butler hélt upp á það í kvöld að vera valinn besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna með því að klára KR. Hamar því búið að vinna 12 leiki í röð í deildinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar reka báða erlendu leikmennina sína

    Snæfell hefur sagt upp samning við báða erlendu leikmennina í kvennaliði sínu, þeim Inga Muciniece og Sade Logan. Logan er annar bandaríski leikmaður Snæfellslðsins í vetur sem þarf að taka pokann sinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enn einn sigurinn hjá Hamri

    Hamar er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir góðan útisigur á Haukum, 73-81, í kvöld. Hamar er búinn að vinna alla tíu leiki sína í deildinni en Haukar eru í fjórða sæti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bragi þjálfar Fjölnisstelpurnar

    Bragi H. Magnússon hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Fjölnis í Iceland Express deildinni en Bragi sem þjálfaði síðast karlalið Stjörnunnar tekur við liðinu af Eggerti Maríusyni sem hætti á dögunum. Þetta kom fyrst fram á karfan.is

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnisstúlkur unnu sinn fyrsta sigur í vetur

    Kvennalið Fjölnis vann langþráðan sigur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Grindavík, 60-57. Fjölnir hafði tapaði sjö fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hamarskonur halda sigurgöngu sinni áfram

    Hamar vann 18 stiga sigur á Snæfelli, 72-54, í Stykkishólmi í dag og hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í Iceland Express deild kvenna á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs Hamars í efstu deild þar sem liðið er taplaust eftir átta umferðir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ágúst: Kemur ekki á óvart

    Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjölnisstelpur einu stigi frá fyrsta sigrinum

    Haukar unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 81-80 sigur á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Snæfell vann á sama tíma sinn annan leik í röð á heimavelli þegar liðið landaði fjórtán stiga sigri á Grindavík, 65-51.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Taplausu liðin keppa um toppsætið í kvöld

    Það verður stórleikur í kvennakörfunni í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Hamar í Toyota-höllinni í Keflavík í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna. Bæði lið hafa unnið fyrstu sex leiki sína og spila því um toppsætið í leiknum í kvöld.

    Körfubolti