Sigurður: Þetta var þeirra dagur "Það er eðlilegt að menn haldi upp á þetta, það er ekki á hverjum degi sem menn vinna stóran sigur á Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi þegar hann gekk af velli innan um káta KR-inga í kvöld. Körfubolti 19. október 2008 22:26
Jón Arnór: Þetta var aldrei spurning "Við vorum miklu betri, þetta var aldrei spurning," sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi eftir að hans menn í KR unnu 93-72 stórsigur á Keflavík í kvöld. Körfubolti 19. október 2008 22:07
KR tók meistarana í kennslustund KR-ingar unnu 93-72 stórsigur á Keflavík í stórleik kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta . Körfubolti 19. október 2008 21:38
Meistaraefnin taka á móti meisturunum Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. Körfubolti 19. október 2008 15:49
Meistararnir byrjuðu á sigri Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörn sína í kvöld með því að leggja Þór frá Akureyri þegar að fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar lauk í kvöld. Körfubolti 17. október 2008 21:07
Valur Ingimundar: Við erum á byrjunarreit "Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Körfubolti 17. október 2008 12:46
KR-ingar tróðu með tilþrifum (myndband) Nokkur glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í leik KR og ÍR í DHL höllinni í gærkvöldi. Ingi Þór Steinþórsson klippti saman tvær fallegar troðslur frá Jason Dourisseau og Baldri Ólafssyni í leiknum og birti á heimasíðu KR. Körfubolti 17. október 2008 09:03
Óvæntur sigur FSu á Njarðvík Iceland Express deild karla fór af stað í kvöld með þremur leikjum. Óvæntustu úrslitin voru á Selfossi þar sem að FSu vann 25 stiga sigur á Njarðvík, 103-78. Körfubolti 16. október 2008 21:22
Jón Arnór tæpur - Hreggviður snýr aftur Jón Arnór Stefánsson spilar í kvöld fyrsta deildarleik sinn fyrir KR í sex ár þegar liðið tekur á móti ÍR í fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 16. október 2008 11:46
Metnaðarfullt starf og kraftmiklir piltar Körfuboltasérfræðingurinn Svali Björgvinsson er mjög jákvæður fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildinni og fagnar auknu vægi íslenskra leikmanna í deildinni. Körfubolti 16. október 2008 10:58
Ken Webb hættur hjá Skallagrími Bandaríski þjálfarinn Ken Webb hefur hætt störfum hjá úrvalsdeildarfélagi Skallagríms í körfubolta. Körfubolti 14. október 2008 16:48
Sigurður velur íslenskt Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur, hefur engar áhyggjur af því þó lið hans leiki án útlendinga í vetur. Hann segir brottför útlendinga í deildinni skapa færi fyrir íslenska leikmenn. Körfubolti 13. október 2008 16:45
Grindvíkingar stefna á titilinn "Við gerum þá kröfu á okkur að vinna titil í vetur. Allt annað yrði bara vonbrigði fyrir okkur," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi í dag. Hans mönnum er spáð öðru sæti í Iceland Express deildinni. Körfubolti 13. október 2008 15:44
Ekkert óeðlilegt við að okkur sé spáð titlinum Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir ekkert óeðlilegt við að hans mönnum sé spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta í vor. Körfubolti 13. október 2008 14:56
KR og Keflavík spáð sigri Karlaliði KR og kvennaliði Keflavíkur er spáð sigri í Iceland Express deildunum í vor. Þetta kom frá á árlegum blaðamannafundi KKÍ þar sem lagðar voru línurnar fyrir komandi vetur. Körfubolti 13. október 2008 14:31
Magnús í banni í fyrsta leik Magnús Gunnarsson hjá Njarðvík hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd Körfuknattleikssambandsins fyrir óprúðmannlega framkomu í leik Grindavíkur og Njarðvíkur í Powerade bikarnum á dögunum. Körfubolti 13. október 2008 13:15
Keflavík tvöfaldur meistari Keflavík fagnaði tvöföldum sigri í Meistarakeppni KKÍ í dag. Karlaliðið vann sigur á Snæfelli, 77-73. Körfubolti 12. október 2008 21:36
Bailey: Leikmenn skilja ástandið Damon Bailey er einn þeirra sautján erlendu leikmanna sem var sagt upp störfum hjá íslenskum úrvalsdeildarfélögum í körfubolta. Körfubolti 10. október 2008 16:00
Darrell Flake í Tindastól Úrvalsdeildarfélagið Tindastóll hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Darrell Flake um að leika með liðinu í vetur. Körfubolti 9. október 2008 18:31
Sautján farnir, sex á samningi og tveir á leiðinni Mál erlendra leikmanna hjá íslensku körfuboltafélögunum hafa verið áberandi undanfarna daga. Vísir tekur hér saman stöðu mála eins og hún blasir við í dag. Körfubolti 9. október 2008 10:59
Samningar aðlagaðir hjá Tindastóli - kani á leiðinni Samningar þeirra tveggja erlendu leikmanna sem eru á mála hjá Tindastóli hafa verið aðlagaðir. Þá er líklegt að félagið muni fá sér bandarískan leikmann. Körfubolti 9. október 2008 10:04
Shouse og Zdravevski áfram hjá Stjörnunni Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur komist að samkomulagi við þá Justin Shouse og Jovan Zdravevski um að halda áfram að spila með liðinu í vetur. Körfubolti 9. október 2008 09:41
Tindastóll og Þór grípa til aðgerða Körfuknattleiksdeildir Tindastóls og Þórs gripu bæði til aðgerða vegna efnahagskreppunnar í gærkvöldi. Körfubolti 9. október 2008 09:32
Bailey og Roberson sagt upp hjá Grindavík Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sagt upp samningi við bandarísku leikmennina Tiffany Roberson og Damon Bailey. Körfubolti 8. október 2008 22:01
Stjarnan í samningaviðræðum við Justin Shouse Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar á nú í samningaviðræðum við Justin Shouse um að hann haldi áfram að spila með liðinu í vetur. Körfubolti 8. október 2008 15:12
Yfirgnæfandi líkur á að Bailey fari heim Að sögn Óla Björns Björgvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, eru yfirgnæfandi líkur á því að Damon Bailey, bandarískur leikmaður liðsins, verði leystur undan samningi sínum við félagið. Körfubolti 8. október 2008 13:24
Erlendir leikmenn Keflavíkur sendir heim Nú hefur meirihluti félaga í Iceland Express deild karla gripið til aðgerða vegna fjárhagskreppunnar hér á landi. Keflavík hefur ákveðið að senda sína erlendu leikmenn heim á leið. Körfubolti 8. október 2008 13:08
Þór mun væntanlega leysa tvo leikmenn undan samningi Þór á Akureyri mun væntanlega losa tvo af þeim þremur erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félaginu undan samningum á næsta sólarhring. Körfubolti 8. október 2008 10:39
Skallagrímur segir upp samningum erlendra leikmanna Stjórn körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur sagt upp samningum við erlenda leikmenn félagsins og á nú í viðræðum við Ken Webb, þjálfara. Körfubolti 8. október 2008 10:17
Stjarnan segir upp samningi Sovic Stjórn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur tekið þá ákvörðun að rifta samningi við Nemanja Sovic. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Körfubolti 7. október 2008 23:23
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti