KR í lykilstöðu eftir sigur í Keflavík 24. mars 2009 18:57 KR er komið í þægilega 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir 75-88 sigur í Keflavík í kvöld. KR hafði frumkvæðið frá fyrstu mínútu leiksins og getur nú klárað dæmið í þriðja leiknum á heimavellii sínum. Vísir fylgdist með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu, sem sjá má hér fyrir neðan.20:59 - Leik lokið. Keflavík 75 - KR 88.Stig Keflavíkur: Jesse Rosa 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Sigurður Þorsteinsson 12, Jón N. Hafsteinsson 10, Gunnar Einarsson 6, Sverrir Sverrisson 4, Gunnar Stefánsson 2.Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 35, Jakob Sigurðarson 21, Fannar Ólafsson 9 (11 frák), Darri Hilmarsson 9, Helgi Magnússon 8, Jason Dourisseau 4, Baldur Ólafsson 2. <!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; font-size:10.0pt; mso-ansi-font-size:10.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-hansi-font-family:Calibri;} @page Section1 {size:595.3pt 841.9pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> 20:50- Keflavík 73 - KR 80. 1:12 eftir af leiknum og Jón Nordal á vítalínunni að taka eitt víti.20:45 - Leikhlé. Keflavík 68 - KR 78 þegar 2:53 eru eftir af leiknum. KR er á góðri leið með að landa sínum fyrsta sigri í Keflavík í úrslitakeppni síðan árið 1991 og um leið að koma sér í mjög þægilega stöðu í einvíginu.20:40 - Jón Nordal haltrar sárþjáður af velli hjá Keflavík eftir að hafa lent illa í baráttu um frákast. Kef 60 - KR 72. 5:42 eftir.20:36 - Keflavík 58 - KR 69. Keflavík náði að minnka muninn í átta stig en Jakob svaraði með þrist. KR-ingarnir verjast enn einu áhlaupi heimamanna. 7:45 eftir. Gunnar Einarsson er á varamannabekk Keflavíkur og virðist meiddur.20:32 - Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 52 - KR 64.KR-ingar hafa tólf stiga forskot þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Sigurður Þorsteinsson er með fjórar villur hjá Keflavík en bæði Jón Arnór og Jason eru með fjórar hjá KR.20:26 - Keflavík 45 - KR 62. Rúm mínúta eftir af þriðja leikhluta. KR stóðst áhlaup heimamanna vel og hefur leikinn áfram í hendi sér. Fannar Ólafsson búinn að vera drjúgur hjá KR og hefur skilað 9 stigum og 11 fráköstum.20:20 - Jón Arnór heldur KR á floti núna með tveimur þristum og er kominn með 27 stig. Sá er grimmur í sóknarleiknum hér í kvöld. Kef 45 - KR 5720:18 - Nú er allt að verða vitlaust hér í Keflavík. Heimamenn minnka muninn í sex stig 43-49 með troðslu frá Sigurði Þorsteinssyni. Jason Dourisseau hjá KR tekinn af velli eftir að hann fékk sína fjórðu villu.20:15 - Keflavík minnkar muninn í tíu stig 39-49 og KR tekur leikhlé. Áhorfendur á bandi Keflavíkur taka loksins almennilega við sér.20:12 - Keflvíkingar ná smá áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks en Jón Arnór og Jakob slökktu í því með tveimur þristum. Jesse Rosa svarar með þrist + víti á hinum endanum. Staðan 37-49 fyrir KR.20:08 - Síðari hálfleikur hefst. Keflvíkingar verða að taka sig á næstu 20 leikmínúturnar svo þeir þurfi ekki að fara í vesturbæinn með 2-0 á bakinu.20:03 - Keflvíkingar heiðra leikmennina sem urðu Íslandsmeistarar fyrir tuttugu árum síðan núna í hálfleiknum. Einn þeirra er enn í fullu fjöri og er í eldlínunni með Grindvíkingum í úrslitakeppninni. Það er Nökkvi Már Jónsson.19:52 - Hálfleikur. Keflavík 27 - KR 41.Vesturbæingar hafa þennan leik alveg í hendi sér og eins og sjá má á stigaskori heimamanna, er vörn þeirra ekkert slor.Jón Arnór Stefánsson er stigahæsti maður vallarins með 14 stig og Jakob Sigurðarson er með 10 stig. Þá skoruðu varamenn KR tíu stig á skömmum tíma undir lok hálfleiksins. Fannar Ólafsson skoraði 6 stig og hirti 8 fráköst á aðeins 11 mínútum.Hjá Keflavík er Jesse Rosa stigahæstur með 10 stig og Gunnar Einarsson er með 6 stig.KR er með 19 fráköst gegn 17 hjá Keflavík í hálfleik. KR er með betri skotnýtingu og Keflvíkingar hafa ekki sett niður einn einasta þrist í fyrri hálfleik.19:49 - Keflavík 23 - KR 39. Tæpar tvær mínútur til hálfleiks. Fannar Ólafsson skoraði sex stig á skömmum tíma hjá KR og finnur sig vel á gamla heimavellinum sínum.19:43 - Keflavík 19 - KR 28. Annar leikhluti hálfnaður. Jón Arnór er mjög atkvæðamikill hjá KR og hefur skorað helming stiga KR - 14 stykki.19:36 - Keflavík 17 - KR 20. Benedikt Guðmundsson tekur leiklé og messar yfir sínum mönnum, enda hafa KR-ingar ekki komið rétt stemmdir til leiks í öðrum leikhluta.19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 13 - KR 20KR-ingar eru sterkari í fyrsta leikhluta og spila hörkuvörn. Jón Arnór (10) og Jakob Sigurðar (8) eru með öll stig KR nema tvö í leikhlutanum. Gunnar Einarsson með 6 stig hjá Keflavík.19:28 - KR svarar með 8-0 rispu og kemst yfir 9-17. Jón Arnór með tvo þrista í röð.19:26- Keflvíkingar stela boltanum og Jesse Rosa treður með tilþrifum. Staðan jöfn 9-9 þegar tæpar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.19:22 - Öfugt við síðasta leik, byrjar KR betur og kemst í 3-9 eftir fjórar mínútur.19:19 - Staðan 2-2 eftir rúmar tvær mínútur. Nokkuð um feilsendingar og smá titringur virðist vera í mannskapnum. Jón Arnór og Jakob skiptast á að stjórna leik KR.Glöggir menn taka eftir því að Benedikt Guðmundsson þjálfari KR kippti Darra Hilmarssyni út úr byrjunarliðinu og setti Helga Magnússon inn í hans stað.19:15 - Leikur hefst.Byrjunarlið KR: Jón Arnór, Jakob Sig, Jason Dourisseau, Helgi Magnússon og Baldur Ólafsson.Byrjunarlið Keflavíkur: Jesse Rosa, Sigurður Þorsteins, Jón Nordal, Gunnar Einarsson og Hörður Axel Vilhjálmsson.19:13 - Blóm og kransar. Dómarar leiksins, Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson fá blóm frá formanni KKÍ í tilefni þess að þeir eru báðir að dæma sinn 1000. leik á ferlinum í kvöld. Er það tilviljun að þeir skuli báðir ná þessum áfanga í sama leiknum? Aðeins þrír dómarar höfðu áður náð 1000 leikjum á ferlinum. Flottir.19:10 - Ljósin slökkt. Diskógræjurnar í gang og lið Keflavíkur er kynnt til leiks með látum eftir rólega kynningu á liði gestanna. Margir leikmanna Keflavíkur eiga mikið inni frá fyrsta leiknum. Nægir þar að nefna fyrirliðann Jón Nordal Hafsteinsson og Hörð Axel Vilhjálmsson.19:08 - Rapptónlistin dunar í hljómtækjunum hér í Keflavík. Heimamenn kunna að kveikja körfuboltastemmingu og söngur stuðningsmanna er þegar farinn að yfirgnæfa rappið.19:05 - Eins og fram kom á Vísi hér í kvöld hefur KR ekki unnið leik í Keflavík í úrslitakeppni síðan árið 1991. Keflvíkingar fengu kannski skell í DHL höllinni í fyrrakvöld, en þeir hafa samt unnið átta af síðustu níu leikjum sínum í úrslitakeppni. Ekkert að því.19:03 - Gott kvöld kæru lesendur og velkomnir til leiks hér í Keflavík. Liðin eru búin að hita upp og Toyotahöllin er að verða full. Hér er allt klárt í frábæran leik. Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
KR er komið í þægilega 2-0 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Iceland Express deildinni eftir 75-88 sigur í Keflavík í kvöld. KR hafði frumkvæðið frá fyrstu mínútu leiksins og getur nú klárað dæmið í þriðja leiknum á heimavellii sínum. Vísir fylgdist með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu, sem sjá má hér fyrir neðan.20:59 - Leik lokið. Keflavík 75 - KR 88.Stig Keflavíkur: Jesse Rosa 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 15, Sigurður Þorsteinsson 12, Jón N. Hafsteinsson 10, Gunnar Einarsson 6, Sverrir Sverrisson 4, Gunnar Stefánsson 2.Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 35, Jakob Sigurðarson 21, Fannar Ólafsson 9 (11 frák), Darri Hilmarsson 9, Helgi Magnússon 8, Jason Dourisseau 4, Baldur Ólafsson 2. <!-- /* Font Definitions */ @font-face {font-family:"Cambria Math"; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:1; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:0 0 0 0 0 0;} @font-face {font-family:Calibri; panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:swiss; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:-1610611985 1073750139 0 0 159 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:""; margin-top:0cm; margin-right:0cm; margin-bottom:10.0pt; margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri","sans-serif"; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-language:EN-US;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; font-size:10.0pt; mso-ansi-font-size:10.0pt; mso-bidi-font-size:10.0pt; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-fareast-font-family:Calibri; mso-hansi-font-family:Calibri;} @page Section1 {size:595.3pt 841.9pt; margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt; mso-header-margin:35.4pt; mso-footer-margin:35.4pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> 20:50- Keflavík 73 - KR 80. 1:12 eftir af leiknum og Jón Nordal á vítalínunni að taka eitt víti.20:45 - Leikhlé. Keflavík 68 - KR 78 þegar 2:53 eru eftir af leiknum. KR er á góðri leið með að landa sínum fyrsta sigri í Keflavík í úrslitakeppni síðan árið 1991 og um leið að koma sér í mjög þægilega stöðu í einvíginu.20:40 - Jón Nordal haltrar sárþjáður af velli hjá Keflavík eftir að hafa lent illa í baráttu um frákast. Kef 60 - KR 72. 5:42 eftir.20:36 - Keflavík 58 - KR 69. Keflavík náði að minnka muninn í átta stig en Jakob svaraði með þrist. KR-ingarnir verjast enn einu áhlaupi heimamanna. 7:45 eftir. Gunnar Einarsson er á varamannabekk Keflavíkur og virðist meiddur.20:32 - Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 52 - KR 64.KR-ingar hafa tólf stiga forskot þegar tíu mínútur eru til leiksloka. Sigurður Þorsteinsson er með fjórar villur hjá Keflavík en bæði Jón Arnór og Jason eru með fjórar hjá KR.20:26 - Keflavík 45 - KR 62. Rúm mínúta eftir af þriðja leikhluta. KR stóðst áhlaup heimamanna vel og hefur leikinn áfram í hendi sér. Fannar Ólafsson búinn að vera drjúgur hjá KR og hefur skilað 9 stigum og 11 fráköstum.20:20 - Jón Arnór heldur KR á floti núna með tveimur þristum og er kominn með 27 stig. Sá er grimmur í sóknarleiknum hér í kvöld. Kef 45 - KR 5720:18 - Nú er allt að verða vitlaust hér í Keflavík. Heimamenn minnka muninn í sex stig 43-49 með troðslu frá Sigurði Þorsteinssyni. Jason Dourisseau hjá KR tekinn af velli eftir að hann fékk sína fjórðu villu.20:15 - Keflavík minnkar muninn í tíu stig 39-49 og KR tekur leikhlé. Áhorfendur á bandi Keflavíkur taka loksins almennilega við sér.20:12 - Keflvíkingar ná smá áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks en Jón Arnór og Jakob slökktu í því með tveimur þristum. Jesse Rosa svarar með þrist + víti á hinum endanum. Staðan 37-49 fyrir KR.20:08 - Síðari hálfleikur hefst. Keflvíkingar verða að taka sig á næstu 20 leikmínúturnar svo þeir þurfi ekki að fara í vesturbæinn með 2-0 á bakinu.20:03 - Keflvíkingar heiðra leikmennina sem urðu Íslandsmeistarar fyrir tuttugu árum síðan núna í hálfleiknum. Einn þeirra er enn í fullu fjöri og er í eldlínunni með Grindvíkingum í úrslitakeppninni. Það er Nökkvi Már Jónsson.19:52 - Hálfleikur. Keflavík 27 - KR 41.Vesturbæingar hafa þennan leik alveg í hendi sér og eins og sjá má á stigaskori heimamanna, er vörn þeirra ekkert slor.Jón Arnór Stefánsson er stigahæsti maður vallarins með 14 stig og Jakob Sigurðarson er með 10 stig. Þá skoruðu varamenn KR tíu stig á skömmum tíma undir lok hálfleiksins. Fannar Ólafsson skoraði 6 stig og hirti 8 fráköst á aðeins 11 mínútum.Hjá Keflavík er Jesse Rosa stigahæstur með 10 stig og Gunnar Einarsson er með 6 stig.KR er með 19 fráköst gegn 17 hjá Keflavík í hálfleik. KR er með betri skotnýtingu og Keflvíkingar hafa ekki sett niður einn einasta þrist í fyrri hálfleik.19:49 - Keflavík 23 - KR 39. Tæpar tvær mínútur til hálfleiks. Fannar Ólafsson skoraði sex stig á skömmum tíma hjá KR og finnur sig vel á gamla heimavellinum sínum.19:43 - Keflavík 19 - KR 28. Annar leikhluti hálfnaður. Jón Arnór er mjög atkvæðamikill hjá KR og hefur skorað helming stiga KR - 14 stykki.19:36 - Keflavík 17 - KR 20. Benedikt Guðmundsson tekur leiklé og messar yfir sínum mönnum, enda hafa KR-ingar ekki komið rétt stemmdir til leiks í öðrum leikhluta.19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Keflavík 13 - KR 20KR-ingar eru sterkari í fyrsta leikhluta og spila hörkuvörn. Jón Arnór (10) og Jakob Sigurðar (8) eru með öll stig KR nema tvö í leikhlutanum. Gunnar Einarsson með 6 stig hjá Keflavík.19:28 - KR svarar með 8-0 rispu og kemst yfir 9-17. Jón Arnór með tvo þrista í röð.19:26- Keflvíkingar stela boltanum og Jesse Rosa treður með tilþrifum. Staðan jöfn 9-9 þegar tæpar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta.19:22 - Öfugt við síðasta leik, byrjar KR betur og kemst í 3-9 eftir fjórar mínútur.19:19 - Staðan 2-2 eftir rúmar tvær mínútur. Nokkuð um feilsendingar og smá titringur virðist vera í mannskapnum. Jón Arnór og Jakob skiptast á að stjórna leik KR.Glöggir menn taka eftir því að Benedikt Guðmundsson þjálfari KR kippti Darra Hilmarssyni út úr byrjunarliðinu og setti Helga Magnússon inn í hans stað.19:15 - Leikur hefst.Byrjunarlið KR: Jón Arnór, Jakob Sig, Jason Dourisseau, Helgi Magnússon og Baldur Ólafsson.Byrjunarlið Keflavíkur: Jesse Rosa, Sigurður Þorsteins, Jón Nordal, Gunnar Einarsson og Hörður Axel Vilhjálmsson.19:13 - Blóm og kransar. Dómarar leiksins, Sigmundur Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson fá blóm frá formanni KKÍ í tilefni þess að þeir eru báðir að dæma sinn 1000. leik á ferlinum í kvöld. Er það tilviljun að þeir skuli báðir ná þessum áfanga í sama leiknum? Aðeins þrír dómarar höfðu áður náð 1000 leikjum á ferlinum. Flottir.19:10 - Ljósin slökkt. Diskógræjurnar í gang og lið Keflavíkur er kynnt til leiks með látum eftir rólega kynningu á liði gestanna. Margir leikmanna Keflavíkur eiga mikið inni frá fyrsta leiknum. Nægir þar að nefna fyrirliðann Jón Nordal Hafsteinsson og Hörð Axel Vilhjálmsson.19:08 - Rapptónlistin dunar í hljómtækjunum hér í Keflavík. Heimamenn kunna að kveikja körfuboltastemmingu og söngur stuðningsmanna er þegar farinn að yfirgnæfa rappið.19:05 - Eins og fram kom á Vísi hér í kvöld hefur KR ekki unnið leik í Keflavík í úrslitakeppni síðan árið 1991. Keflvíkingar fengu kannski skell í DHL höllinni í fyrrakvöld, en þeir hafa samt unnið átta af síðustu níu leikjum sínum í úrslitakeppni. Ekkert að því.19:03 - Gott kvöld kæru lesendur og velkomnir til leiks hér í Keflavík. Liðin eru búin að hita upp og Toyotahöllin er að verða full. Hér er allt klárt í frábæran leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum