Valur aftur í úrvalsdeildina eftir átta ára fjarveru Valur er komið aftur upp í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Þór, Akureyri, í oddaleik í rimmu liðanna um hvort liðið fylgir Þór frá Þorlákshöfn upp úr fyrstu deildinni. Valur vann leikinn í kvöld, 94-76, og einvígið 2-1. Allir leikirnir í rimmunni unnust á útivelli. Körfubolti 23. mars 2011 21:04
Umfjöllun: Snæfell aftur á sigurbraut Það var mikil spenna í loftinu í "Fjárhúsinu“ fyrir oddaleik Íslandsmeistaraliðs Snæfells og nýliða Hauka í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gær. Haukarnir sýndu mikla baráttu í fyrstu tveimur leikjunum en meistaraliðið úr Stykkishólmi náði "sínum“ leik í kvöld og landaði nokkuð öruggum sigri, 87-73. Körfubolti 23. mars 2011 20:55
Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Körfubolti 23. mars 2011 20:48
Þorleifur spilar með Grindavík - Bradford einbeittur í upphitun Það er allt að verða klárt fyrir oddaleikinn í Grindavík þar sem Stjarnan sækir Grindavík heim. Heimamenn sem komnir eru í salinn glöddust mjög er þeir sáu að Þorleifur Ólafsson er að hita upp með Grindvíkingum. Körfubolti 23. mars 2011 19:06
Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. Körfubolti 23. mars 2011 17:45
Justin hefur aldrei unnið oddaleik á Íslandi Stjörnumaðurinn Justin Shouse verður í mikilvægu hlutverki hjá Stjörnunni í kvöld þegar liðið fer í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 23. mars 2011 17:30
Bradford að spila sjöunda oddaleikinn á fimm tímabilum á Íslandi Nick Bradford verður í aðalhlutverki með Grindavík í kvöld þegar liðið fær Stjörnumenn í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 23. mars 2011 16:45
Pétur: Snæfell ekki átt nein svör við okkar leik Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka, er kokhraustur fyrir oddaleik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 23. mars 2011 16:00
Ingi lofar að hlaupa sjálfsmorðshlaup ef Snæfell vinnur Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hefur ákveðið að grípa til gamalkunnra bragða til þess að peppa sitt lið upp fyrir oddaleikinn gegn Haukum í kvöld. Körfubolti 23. mars 2011 14:45
Haukar, Stjörnumenn og ÍR-ingar smala í rútur fyrir kvöldið Haukar, Stjarnan og ÍR verða á útivöllum í oddaleikjum í átta úrslita Iceland Express deilda karla í körfubolta í kvöld. Öll félögin hafa skipulagt rútuferðir fyrir stuðningsmenn sína, Haukar fara í Hólminn, Stjörnumenn mæta í Grindavík og ÍR-ingar fara í Keflavík. Körfubolti 23. mars 2011 12:15
Hrafn: Er mjög bjartsýnn „Ég er ótrúlega sáttur og við lékum frábærlega í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR eftir sigurleik sinna stúlkna gegn Keflavík í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna, 75-64. Þar með hefur liðið unnið sinn hvorn leikinn. Körfubolti 22. mars 2011 21:58
Þrír oddaleikir í 8 liða úrslitum í fyrsta sinn í sex ár Haukar og ÍR tryggðu sér oddaleiki í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í gærkvöldi og þar með er ljóst að þrjú af fjórum einvígum átta liða úrslitanna fara alla leið í leik upp á líf og dauða á morgun. Körfubolti 22. mars 2011 18:15
ÍR og Haukar fá oddaleik - myndir ÍR og Haukar hleyptu miklu lífi í úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla með því að knýja fram oddaleiki í sínum viðureignum í fjórðungsúrslitunum. Körfubolti 22. mars 2011 08:30
Pétur: Höfum burði til þess að senda Snæfell í frí "Við sýndum það hér í kvöld að við getum alveg staðið í þeim bestu,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hauka eftir sigurinn í kvöld. Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfelli í öðrum leik liðana í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla og knúði því fram oddaleik. Körfubolti 21. mars 2011 21:54
Ingi Þór: Maður skilur ekki svona hugarfar "Þessi úrslit voru bara virkilega verðskulduð hjá Haukum og ég skil hreinlega ekki hugarfarið í mínum mönnum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í gær. Körfubolti 21. mars 2011 21:46
Umfjöllun: Haukar tryggðu sér oddaleik eftir sigur á döpru liði Snæfells Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Körfubolti 21. mars 2011 20:58
Umfjöllun: ÍR kom Keflavík í opna skjöldu ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu verðskuldaðan sigur á Keflavík í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deild karla í kvöld, 106-89. Körfubolti 21. mars 2011 20:55
ÍR-ingar búnir að tapa átta leikjum í röð í úrslitakeppninni ÍR og Keflavík mætast í kvöld í Seljaskóla í öðrum leik einvígis þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla í körfubolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð Sport 2 en Keflavík tryggir sér sæti í undanúrslitunum með sigri. Körfubolti 21. mars 2011 17:45
Haukar hætta við að áfrýja dómnum Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur hætt við að áfrýja dómnum sem Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, fékk í síðustu viku. Körfubolti 21. mars 2011 15:53
Ræðst ekki fyrr en í upphitun hvort Sean spili í kvöld Það er ekki enn vitað hversu mikinn þátt bandaríski bakvörðurinn Sean Burton getur tekið í öðrum leik Snæfells og Hauka í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en liðin mætast á Ásvöllum klukkan 19.15 í kvöld. Körfubolti 21. mars 2011 15:00
KR sópaði Njarðvík út í fyrsta sinn í 21 ár KR-ingar unnu 2-0 sigur á Njarðvík í einvígi liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild karla en KR vann leikina tvo örugglega, með 12 stiga mun í DHL-höllinni á fimmtudaginn og með 16 stiga mun í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Körfubolti 21. mars 2011 14:15
Hrafn: Bekkurinn er að koma frábær inn „Þetta var bara hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR-ingar eru komnir í undanúrslit Iceland Express-deild karla eftir að hafa sópað Njarðvíkingum í sumarfrí. Leikurinn í kvöld fór 80-96 fyrir KR-inga og sigurinn í raun aldrei í hættu. Körfubolti 20. mars 2011 22:16
Páll Axel: Vorum allt of linir Páll Axel Vilbergsson var daufur á dálkinn eftir tap Grindvíkinga gegn Stjörnunni í öðrum leiknum í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, 91-74. Körfubolti 20. mars 2011 22:14
Friðrik: Töpuðum fyrir miklu betra liði „Við töpuðum bara fyrir mun betra liði í kvöld,“ sagði Friðrik Ragnarsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið í kvöld. Njarðvíkingar eru komnir í sumarfrí eftir að hafa tapað einvíginu gegn KR 2-0 í 8-liða úrslitum Iceland Express-deild karla. Leikurinn í kvöld fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík en honum lauk með 80-96 sigri gestanna. Körfubolti 20. mars 2011 22:12
Brynjar: Þú býrð ekki til liðsheild á tveimur vikum „Þetta er virkilega góða tilfinning,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann öruggan sigur gegn Njarðvík, 80-96, og sópaði þeim þar með í sumarfrí með 2-0 sigri í einvíginu. Körfubolti 20. mars 2011 22:07
Shouse: Of mikill snjór til að fara í sumarfrí "Þetta eru frábær úrslit og í hvert sinn sem maður er með bakið upp við vegg þá þarf maður á góðri frammistöðu að halda. Við vorum frábærir í kvöld. Það er alltof mikill snjór úti til að fara í sumarfrí,“ sagði Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar kátur eftir liðið hafði betur gegn Grindavík, 91-74 í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í körfuknattleik. Körfubolti 20. mars 2011 21:28
Umfjöllun: KR sópaði Njarðvík í frí KR vann öruggan sigur á Njarðvík, 80-96, í 8-liða úrslitum Iceland Express deild karla í Ljónagryfjunni í kvöld og vann því einvígið 2-0. Gestirnir léku vel nánast allan leikinn og hleyptu Njarðvíkingum lítið í takt við leikinn. Körfubolti 20. mars 2011 21:05
Umfjöllun: Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn Grindavík Stjarnan vann öruggan sigur á Grindavík í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deildinni, 91-74. Varnarleikur Stjörnumanna var frábær í síðari hálfleik og áttu gestirnir úr Grindavík engin svör við leik heimamanna. Það er því ljóst að liðinu munu mætast í oddaleik í Grindavík um hvort liðið kemst áfram í undanúrslit. Körfubolti 20. mars 2011 20:57
Pétur Ingvarsson: Við mættum hingað til þess að sigra Pétur Ingvarsson þjálfari Hauka mætti með lið sitt vel undirbúið til leiks og snigilhraði var á sóknarleik liðsins. Allt samkvæmt áætlun því Haukarnir töpuðu með 42 stig mun í deildarleiknum gegn Snæfelli í vetur. "Við mættum hér til þess að vinna og ég get lofað því að við munum mæta með sama hugarfari í leikinn á Ásvöllum. Við fórum illa með þá í fyrri hluta leiksins en okkur gekk illa að skora gegn svæðisvörn þeirra. Færin komu en við nýttum þau ekki en við finnum út úr því fyrir næsta leik,“ sagði Pétur eftir 76-67 tap Hauka í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 19. mars 2011 00:25
Nonni Mæju: Það var ótrúlegt andleysi í byrjun "Það var ótrúlegt andleysi í byrjun og það var eins og menn væru enn að hugsa um 42 stiga sigurinn gegn þeim í deildarkeppninni,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Íslandsmeistaraliðs Snæfells eftir 76-67 sigur liðsins gegn nýliðum Hauka í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Jón eða "Nonni Mæju“ var langt frá því að vera sáttur við leik liðsins þrátt fyrir sigurinn. Körfubolti 19. mars 2011 00:22