Reksturinn enn jafn erfiður og áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2011 07:30 Jón Arnór er hér í leik með íslenska landsliðinu gegn Svartfjallalandi árið 2008.fréttablaðið/arnþór Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum. Ákvörðunin hefur legið í loftinu enda réði KKÍ Svíann Peter Öqvist í starf landsliðsþjálfara fyrr á þessu ári og keppti liðið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð nú í sumar. Kvennalandsliðið er enn án þjálfara en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þjálfari verði ráðinn á næstu tveimur vikum. Ákveðið hefur verið að senda lið á Norðurlandamót kvenna í Osló í vor. „Það var í raun bara tímaspursmál hvenær þessi ákörðun yrði formlega tekin,“ sagði Hannes í samtali við Fréttablaðið í gær. Rétt ákvörðunKKÍ fór í mikinn niðurskurð á þessum vettvangi fyrir fáeinum árum og segir Hannes að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Við höfum náð skuldum sambandsins niður að verulegu leyti á þessum tíma. Okkur hefði annars aldrei tekist það á þessum tveimur árum og þvert á móti aukið við skuldirnar. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og við höfum hugsað mikið um hana. En ég tel að hún hafi verið rétt,“ segir Hannes. „Hún var líka góð að því leyti að hún vakti til umhugsunar hvað þyrfti til að taka þátt í afreksstarfi sem þessu. Það er mjög dýrt og vitum við til að mynda ekki enn hvernig við ætlum að fjármagna rekstur landsliðanna næsta sumar,“ segir Hannes, en Ísland mun taka þátt í undankeppni EM á næsta ári. Ekkert hefur breystHannes segir að ekkert hafi í raun breyst í rekstarumhverfi sambandsins sem muni auðvelda rekstur landsliðanna nú. „Nema að við höfum náð skuldunum það mikið niður að við erum ekki lengur með þungan skuldabagga í eftirdragi. Við þurfum enn að fjármagna þessi verkefni sem við stöndum frammi fyrir og því miður hefur ríkisvaldið ekki staðið sig þegar kemur að því að styðja við afreksstarf í íþróttum á Íslandi,“ segir Hannes og bætir við: „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru erfiðir tímar á Íslandi í dag en ef það er vilji ríkisvaldsins og í raun þjóðarinnar allrar að halda úti afreksstarfi í íþróttum verður að styðja almennilega við það með viðeigandi fjárframlögum. Annars gengur slíkt starf aldrei upp, sama í hvaða íþrótt sem er.“ Forráðamenn KKÍ munu nú leita sér styrktaraðila til að geta sent landslið Íslands til þátttöku í alþjóðlegum keppnum. „Við teljum okkur geta fundið þetta fjármagn og ætlum okkur að gera það,“ segir Hannes. Áhuginn skilar sér til landsliðsinsHannes segir að KKÍ hafi fundið fyrir auknum áhuga á körfuboltaíþróttinni hér á landi, sérstaklega í Iceland Express-deildunum og víðar, og vonast til að hægt verði að yfirfæra þann áhuga á landsliðið. „Við höfum mikið verið spurðir út í landsliðsmálin, enda sjá menn að við höfum ýmislegt fram að færa á þessu sviði. Körfuboltaáhuginn mun því nýtast landsliðinu vel,“ segir Hannes. Undankeppni EM fer nú fram með nýju sniði, en keppt verður með riðlafyrirkomulagi líkt og þekkist í fótbolta og handbolta. Það er því möguleiki á að Ísland dragist í riðil með sterku liði og að hingað til landsins komi þekktar kempur. Dregið verður 4. desember næstkomandi en allir leikirnir í undankeppninni fara fram á tímabilinu 15. ágúst til 11. september á næsta ári. „Fyrir þessum breytingum höfum við verið að berjast undanfarin ár og rann okkur því blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu nú,“ segir Hannes, en Ólafur Rafnsson, fyrrverandi forseti KKÍ og núverandi formaður FIBA Europe, Körfuknattleikssambands Evrópu, átti stóran þátt í því að fyrirkomulaginu var breytt. „Þetta var í raun ákveðið á fyrsta fundi stjórnar FIBA Europe eftir að hann tók við. Hann fékk stuðning til þess og þetta er breyting sem þessi keppni þurfti á að halda.“ Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands ákvað í síðustu viku að Ísland myndi aftur senda A-landslið karla til þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins eftir tveggja ára fjarveru. Þá er einnig fyrirhugað að setja aukinn kraft í allt landsliðsstarf sambandsins – hjá körlum, konum og yngri landsliðum. Ákvörðunin hefur legið í loftinu enda réði KKÍ Svíann Peter Öqvist í starf landsliðsþjálfara fyrr á þessu ári og keppti liðið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð nú í sumar. Kvennalandsliðið er enn án þjálfara en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þjálfari verði ráðinn á næstu tveimur vikum. Ákveðið hefur verið að senda lið á Norðurlandamót kvenna í Osló í vor. „Það var í raun bara tímaspursmál hvenær þessi ákörðun yrði formlega tekin,“ sagði Hannes í samtali við Fréttablaðið í gær. Rétt ákvörðunKKÍ fór í mikinn niðurskurð á þessum vettvangi fyrir fáeinum árum og segir Hannes að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Við höfum náð skuldum sambandsins niður að verulegu leyti á þessum tíma. Okkur hefði annars aldrei tekist það á þessum tveimur árum og þvert á móti aukið við skuldirnar. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og við höfum hugsað mikið um hana. En ég tel að hún hafi verið rétt,“ segir Hannes. „Hún var líka góð að því leyti að hún vakti til umhugsunar hvað þyrfti til að taka þátt í afreksstarfi sem þessu. Það er mjög dýrt og vitum við til að mynda ekki enn hvernig við ætlum að fjármagna rekstur landsliðanna næsta sumar,“ segir Hannes, en Ísland mun taka þátt í undankeppni EM á næsta ári. Ekkert hefur breystHannes segir að ekkert hafi í raun breyst í rekstarumhverfi sambandsins sem muni auðvelda rekstur landsliðanna nú. „Nema að við höfum náð skuldunum það mikið niður að við erum ekki lengur með þungan skuldabagga í eftirdragi. Við þurfum enn að fjármagna þessi verkefni sem við stöndum frammi fyrir og því miður hefur ríkisvaldið ekki staðið sig þegar kemur að því að styðja við afreksstarf í íþróttum á Íslandi,“ segir Hannes og bætir við: „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru erfiðir tímar á Íslandi í dag en ef það er vilji ríkisvaldsins og í raun þjóðarinnar allrar að halda úti afreksstarfi í íþróttum verður að styðja almennilega við það með viðeigandi fjárframlögum. Annars gengur slíkt starf aldrei upp, sama í hvaða íþrótt sem er.“ Forráðamenn KKÍ munu nú leita sér styrktaraðila til að geta sent landslið Íslands til þátttöku í alþjóðlegum keppnum. „Við teljum okkur geta fundið þetta fjármagn og ætlum okkur að gera það,“ segir Hannes. Áhuginn skilar sér til landsliðsinsHannes segir að KKÍ hafi fundið fyrir auknum áhuga á körfuboltaíþróttinni hér á landi, sérstaklega í Iceland Express-deildunum og víðar, og vonast til að hægt verði að yfirfæra þann áhuga á landsliðið. „Við höfum mikið verið spurðir út í landsliðsmálin, enda sjá menn að við höfum ýmislegt fram að færa á þessu sviði. Körfuboltaáhuginn mun því nýtast landsliðinu vel,“ segir Hannes. Undankeppni EM fer nú fram með nýju sniði, en keppt verður með riðlafyrirkomulagi líkt og þekkist í fótbolta og handbolta. Það er því möguleiki á að Ísland dragist í riðil með sterku liði og að hingað til landsins komi þekktar kempur. Dregið verður 4. desember næstkomandi en allir leikirnir í undankeppninni fara fram á tímabilinu 15. ágúst til 11. september á næsta ári. „Fyrir þessum breytingum höfum við verið að berjast undanfarin ár og rann okkur því blóðið til skyldunnar að taka þátt í þessu nú,“ segir Hannes, en Ólafur Rafnsson, fyrrverandi forseti KKÍ og núverandi formaður FIBA Europe, Körfuknattleikssambands Evrópu, átti stóran þátt í því að fyrirkomulaginu var breytt. „Þetta var í raun ákveðið á fyrsta fundi stjórnar FIBA Europe eftir að hann tók við. Hann fékk stuðning til þess og þetta er breyting sem þessi keppni þurfti á að halda.“
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira