Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 93-90

    Fjölnir skellti KR 93-90 í fyrstu umferð Dominos deildar karla í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Mikil barátta og dugnaður lagði grunninn að sigrinum en lið KR virkar ekki í formi og langt í land miðað við leikinn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar meistarar meistaranna annað árið í röð

    Íslandsmeistarar Grindvíkinga unnu Meistarakeppni KKÍ annað árið í röð í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 92-83. Þetta er fyrsti titilinn sem Grindavík vinnur undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar og jafnframt fyrsti titilinn á nýju tímabili í karlakörfunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    ÍR-ingar spila hér eftir í Hertz Hellinum

    ÍR-ingar hafa gefið heimavelli sínum nýtt nafn fyrir komandi átök í Dominos deild karla í körfubolta. Þeir spila hér eftir í Hertz Hellinum og ætla ennfremur að vígja nýja stúku í fyrsta leik sem verður á móti Þór Þorlákshöfn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sautján stiga tap í Tel Aviv

    Íslenska körfuknattleikslandsliðið barðist hetjulega gegn Ísrael í Tel Aviv í kvöld en varð að sætta sig við sautján stiga tap, 92-75, að lokum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik og Kristján taka fram skóna

    Landsliðsmaðurinn fyrrverandi Friðrik Stefánsson hefur tekið fram skóna á nýjan leik og mun leik með Njarðvík í Domino's-deildinni í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Arnór: Ég skal bjóða Miðjunni á leikinn

    Íslenska körfuboltalandsliðið fylgdi á eftir frábærum seinni hálfleik á móti Serbum á þriðjudaginn var með því að vinna stórglæsilegan útisigur á Slóvakíu á laugardaginn. "Ég myndi segja að þetta væri stórt skref fram á við. Þetta er miklu erfiðari leikur en leikurinn við Serbíu í Höllinni. Við vorum að koma hingað í útileik og vissum ekki mikið um liðið. Þetta var því miklu meiri leikur heldur en í Höllinni,“ sagði Jón Arnór Stefánsson besti maður íslenska liðsins í þessum 81-75 sigri á Slóvökum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keyrði í þrjá og hálfan tíma á leikinn

    Helena Sverrisdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins og leikmaður slóvakíska liðsins Good Angels Kosice, var meðal áhorfenda á körfuboltalandsleik Slóvaku og Íslands í Levice á laugardaginn. Hún ók í þrjá og hálfan tíma frá Kosice til að horfa á leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Logi er veikur

    Logi Gunnarsson verður ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu þegar liðið mætir Slóvakíu á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Verður örugglega troðið í grillið á okkur

    Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    U-18 ára liðið komst ekki áfram

    Íslenska U-18 ára landsliðið í körfuknattleik komst ekki í úrslitakeppni átta efstu liðanna í B-deild EM eftir tap gegn Finnum í kvöld, 86-78. Ísland leiddi í hálfleik, 49-45.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Íslands- og bikarmeistaranir saman í riðli í Lengjubikar karla

    Það styttist í að körfuboltatímabilið hefjist og í dag var dregið í riðla í Lengjubikar karla og kvenna. Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki lentu í sama riðli og bikarmeistarar Keflavíkur og hjá honunum drógust Reykjanesbæjarliðin, Njarðvík og Keflavík, í sama riðli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Páll Axel búinn að semja við nýliða Skallagríms

    Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Íslandsmeistara Grindavíkur, verður ekki með liðinu á næsta tímabili því hann er búinn að semja við nýliða Skallagríms. Karfan.is segir frá þessu. Páll Axel hefur áður spilað í Borgarnesi en hann skoraði 21,2 stig að meðaltali í níu leikjum með liðinu veturinn 1997 til 1998.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bullock eltir Watson til Finnlands

    Körfuknattleiksmaðurinn J'Nathan Bullock, sem varð Íslandsmeistari með Grindavík á síðustu leiktíð, hefur samið við finnska úrvalsdeildarliðið Karhu. Frá þessu er greint á Karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Formaður KKÍ: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar

    Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evrópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mitteldeutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar og Helgi komnir heim

    Körfuknattleiksdeild KR tilkynnti formlega til leiks í gær þá Brynjar Þór Björnsson og Helga Má Magnússon sem eru komnir heim í heiðardalinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Böðvar um Helga og Brynjar: Kunna allt upp á tíu

    Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að koma heim og spila með KR í Dominos-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir KR-liðið en báðir þessir leikmenn eru uppaldir KR-ingar og því á leiðinni heim í Vesturbæinn. Helgi Már er 30 ára framherji en Brynjar er 24 ára skotbakvörður.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Már og Brynjar komnir heim í KR - eiga bara eftir að skrifa undir

    Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að spila með KR í í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR við Íþróttadeild Vísis og Fréttablaðsins. Böðvar segir að Helgi og Brynjar eigi bara eftir að skrifa undir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shouse áfram hjá Stjörnunni

    Justin Shouse hefur samið við Stjörnuna á ný og mun því leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Það verður hans fjórða tímabil í Garðabænum og sjöunda á Íslandi.

    Körfubolti