Körfubolti

Grindavík og Njarðvík mætast í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn náðu ekki að verja bikarmeistaratitilinn í ár.
Stjörnumenn náðu ekki að verja bikarmeistaratitilinn í ár. Mynd/Daníel
Það verður risaslagur í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta en dregið var í átta liða úrslit karla og kvenna í dag. Grindavík fær þá Njarðvík í heimsókn en liðin eru í 3. og 4. sæti Domnios-deildarinnar og þau tvö efstu sem enn eru eftir í bikarnum.

Grindavík og Fjölnir höfðu heppnina með sér því bæði karla- og kvennalið félaganna fengu heimaleiki í átta liða úrslitununum.

Njarðvíkingar hafa þegar slegið út topplið KR-inga og bikarmeistara Stjörnunnar en Grindavíkingar komust áfram í átta liða úrslitin eftir sigur á Keflavík.

Goðsagnarlið Keflavíkur mætir ÍR á útivelli en 1. deildarliðin Fjölnir og Tindastóll mætast þannig að það er ljóst að 1. deildarlið verður í undanúrslitunum í ár. Lokaleikurinn er síðan á milli Þór og Hauka í Þorlákshöfn.

Hjá konunum er stórleikurinn viðureign Vals og Snæfells en þá mætast einnig Reykjanesbæjarliðin Keflavík og Njarðvík og Grindavík tekur á móti KR. Lokaleikurinn er síðan á milli 1. deildarliðs Fjölnis og Hauka.

Eftirfarandi lið munu mætast:

Poweradebikar kvenna, 8 liða úrslit:

Grindavík - KR

Valur - Snæfell

Keflavík - Njarðvik

Fjölnir - Haukar

Poweradebikar karla, 8 liða úrslit:

Grindavík - Njarðvík

Fjölnir - Tindastóll

Þór Þ. - Haukar

ÍR - Keflavík-b




Fleiri fréttir

Sjá meira


×