„Við vitum ekki neitt og höldum bara áfram að bíða“ Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan. Innlent 28. september 2024 21:31
Uppgjör á hægri vængnum: „Ægishjálmur Sjálfstæðisflokksins“ ekki lengur veruleikinn Hægrimenn ættu ekki að splundrast í sundur í marga flokka á hægri væng stjórnmálanna að mati ráðherra Sjálfstæðisflokks. Sögulegt uppgjör er að eiga sér stað á hægri vængnum að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Innlent 28. september 2024 19:35
Skynsemishyggja Miðflokksins hvarf hratt Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skoðun 28. september 2024 16:32
„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Innlent 28. september 2024 15:53
Skoða betri úrræði fyrir unglinga í gæsluvarðhaldi Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur. Innlent 28. september 2024 11:22
Aðgengi að húsnæði fyrir ungt fólk – ekki lúxus heldur grundvallarréttur Það er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá að ungt fólk á Íslandi stendur frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Há fasteignaverð, lág laun og skortur á viðeigandi húsnæði gerir það að verkum að mörg ungmenni sjá sér ekki fært að stofna til heimilis eða hefja fjölskyldulíf. Skoðun 28. september 2024 10:31
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. Innlent 28. september 2024 08:01
Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“ Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert. Innlent 27. september 2024 21:02
„Það verður að láta reyna á þessar kærur“ Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að látið verði reyna á kærur á hendur netverslunum með áfengi fyrir dómstólum. Innlent 27. september 2024 17:01
Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Innlent 27. september 2024 16:57
Líf segir söguna um stóladans Mörtu og Hildar dagsanna Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Innlent 27. september 2024 16:55
Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru. Innlent 27. september 2024 15:46
Hólmfríður ætlar í ritara VG Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum. Innlent 27. september 2024 14:04
Við getum ekki beðið í 131 ár Árið er 2024 og ekkert land í heiminum hefur náð kynjajafnrétti. Eitt af hverjum þremur löndum hefur ekki tekið framförum á því sviði síðan 2015 og staða kvenna hefur versnað í 18 löndum. Á þessu skriði mun taka 131 ár til viðbótar að ná kynjajafnrétti á heimsvísu. Skoðun 27. september 2024 14:02
Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum. Innlent 27. september 2024 14:00
Nýtt upphaf hjá Vinstri grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á krossgötum. Fyrirséð er að breytingar eru framundan á forystu flokksins og kjörtímabilinu fer senn að ljúka. Nýju fólki fylgja nýjar áherslur en erindi hreyfingarinnar og grunngildi hennar eru ávallt þau sömu. Skoðun 27. september 2024 13:31
Ríkisstjórnin sameini það versta frá bæði vinstri og hægri Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ritar grein á Vísi þar sem hún segir meðal annars að ef störf standi ekki undir íslenskum kjörum þá eigi þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Innlent 27. september 2024 12:33
Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði Samfylkingin gerir kröfu um íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði. Verðmætasköpun í landinu þarf að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður vinnandi fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Þessi krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Skoðun 27. september 2024 12:31
Engar efndir hjá Einari Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar að reynast pólitískt þynnildi í húsnæðismálum. Samkvæmt nýlegri íbúðatalningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur íbúðum í byggingu fækkað nokkuð í Reykjavík. Innherji 27. september 2024 11:04
Valdatafl Skák og Mát! Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Skoðun 27. september 2024 11:00
Tvö útspil Pírata fyrir notendur heilbrigðiskerfisins Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Skoðun 27. september 2024 09:30
Miðflokkurinn: fjarverandi í landi tækifæranna Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill leggja sitt af mörkum og taka þátt í stjórnmálum. Öflugar ungliðahreyfingar veita stjórnmálaöflum nauðsynlegt aðhald og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðunni er lýðræðinu mikilvæg. Skoðun 27. september 2024 09:00
Mættur í Samfylkinguna Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best. Innlent 27. september 2024 08:07
Hvar er fótspor stjórnvalda gegn vinnumansali? Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Skoðun 27. september 2024 07:30
Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. Innlent 26. september 2024 23:09
Hvers vegna er skiltið í Kúrlandi svo hátt uppi? Skilti í Reykjavík fá almennt að standa algjörlega óáreitt að sögn skrifstofustjóra hjá borginni. Frægur skiltastuldur olli því ekki að skiltið við Kúrland var hækkað verulega. Innlent 26. september 2024 20:51
Sársaukafull vaxtarmörk Verðbólgan er að hjaðna. Án húsnæðisliðar er verðbólgan 3,6% en með húsnæði 6%. Þegar verð á húsnæði drífur áfram verðbólguna, og þar af leiðandi vextina, er ekki að undra að margir leggi orð í belg og beri á borð ýmsar misgóðar lausnir. Skoðun 26. september 2024 16:33
Skynsemi Miðflokksins Ég horfði á Silfrið í gær þar sem Anton Sveinn McKeey nýr formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sagði að ástæðan fyrir því að hann hafi valið Miðflokkinn væri að það væri almennilegur hægri flokkur sem aðhylltist skynsemishyggju. Skoðun 26. september 2024 16:02
Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. Innlent 26. september 2024 15:55
Tölum íslensku Því miður grípa allt of margir ósjálfrátt og án mikillar hugsunar til enskunnar þegar talað er við fólk af erlendum uppruna sem sest hefur hér að. Þar með er þjálfun viðmælandans í íslensku varpað fyrir róða. Skoðun 26. september 2024 15:01