Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara ó­vissu

Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sér­stök staða orku­sveitarfélaga!

Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld.

Skoðun
Fréttamynd

Trjám úr Öskju­hlíð skipað frá Hafnar­firði

Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið.

Innlent
Fréttamynd

„Ást­hildur Lóa var kjöl­dregin í öllum fjöl­miðlum heims“

Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti.

Innlent
Fréttamynd

Veiði­gjaldið stendur undir kostnaði

Mikil umræða hefur verið um breytingar á veiðigjaldi á undanförnum dögum. Því hefur ítrekað verið haldið fram, ranglega, að greitt veiðigjald nægi ekki fyrir þeim kostnaði sem því var ætlað að mæta. Slíkar fullyrðingar eru einfaldlega rangar.

Skoðun
Fréttamynd

Minn gamli góði flokkur

Sem ungur maður aðhylltist ég stefnu Sjálfstæðisflokksins, var skráður í flokkinn og það var varla sú kosning sem ég kaus ekki Davíð Oddsson til góðra verka fyrir borg og síðar landið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Hve lengi tekur sjórinn við?

Ný ríkisstjórn hefur ekki setið auðum höndum fyrstu 100 daga sína. Mikil áhersla hefur verið lögð á sjávarútveginn, nú síðast með áformum um tvöföldun veiðigjalds.

Skoðun
Fréttamynd

Bókun 35 þokast nær af­greiðslu

Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heims­byggðina

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Bæði von­brigði og léttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­þingi hafi átt að vera upp­lýst

Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki.

Innlent
Fréttamynd

Þing­konur þjarma að heil­brigðis­ráðherra

Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið.

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á undir­ritun án að­komu Al­þingis

Fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis furðar sig á að hvorki nefndin né Alþingi hafi fengið upplýsingar um að viðbót hafi verið gerð við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna árið 2017. Þáverandi utanríkisráðherra man ekki eftir því að viðbótin hafi verið gerð en fagnar umræðu um öryggis og varnamál.

Innlent