Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

For­varnir á ferð

Þegar fólk hugsar um félagsmiðstöðvar sveitarfélaganna dettur því eflaust í hug hefðbundna hluta starfsins, sem felur í sér kvöldopnun í félagsmiðstöðinni þar sem að unglingar hittast með félögum sínum og upplifa líflega dagskrá í öruggu umhverfi.Sé kafað dýpra má glögglega sjá að hið hefðbundna starf skilar miklu í þágu forvarna og er öflugt félagsmiðstöðvastarf lykillinn að því að draga úr áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu ungmenna. Þar gefst ungmennum færi á að rækta sinn félagsþroska í umhverfi með starfsfólki sem getur gripið inn í niðrandi orðræðu og aðstoðað þau á rétta braut í samskiptum við jafningja.

Skoðun
Fréttamynd

Fegurð sem breytir skólum

Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu!

Skoðun
Fréttamynd

Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun

Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið

Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Tímaskekkjan skólaíþróttir

Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði.

Skoðun
Fréttamynd

Að kenna eða ekki kenna

Ég vil byrja á að óska kennurum til hamingju með nýjan kjarasamning. Til að ná þessum áfanga þurfti mikla staðfestu – og staðfesta kostar oft sitt. Foreldrar töldu á börnum þeirra brotið, stjórnmálafólk skaut föstum skotum á stéttina og bjúrókratar kepptust við að minna á áhrif sem samningarnir kynnu að hafa á verðbólguna.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin banni tölvupóstaflóð

Á dögunum barst mér upplýsandi tölvupóstur frá grunnskóla barnanna minna. Tilefnið var gengi skólans í heilsu- og hvatningarverkefni og var einn þriggja pósta undanfarinna vikna um téð verkefni. Pósturinn var jafnframt einn af fjölmörgum póstum sem ég fékk þá vikuna í tengslum við grunnskólagöngu barnanna minna.

Skoðun
Fréttamynd

Nú þarf Versló að bregðast við

Árið 1905 komu reykvískir kaupmenn Verzlunarskólanum á fót til að sinna aðkallandi þörf á sérmenntuðu starfsfólki í ört vaxandi viðskiptalífi. Skólinn óx með tíð og tíma og naut þar öflugs stuðnings Verzlunarráðs Íslands (sem nú heitir Viðskiptaráð).

Skoðun
Fréttamynd

„Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“

Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er verulega ósátt við nýja kjarasamninga kennara og sérstaklega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur nýs borgarstjóra að þeim. Heiða Björg gegnir jafnframt embætti formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga. 

Innlent
Fréttamynd

Hvernig kennum við gagn­rýna hugsun? – Um­ræða sem þarf að halda á­fram

Ég átti nú alveg von á að grein sem ég skrifaði nýlega myndi vekja einhver viðbrögð, en ég bjóst ekki við því hve sterk þau yrðu. Í greininni fjallaði ég um samtal sem ég átti við 15 ára ungling sem átti í erfiðleikum með að skilja hugtakið rök þegar hann fékk það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð. Ég velti upp spurningunni: Er gagnrýnin hugsun nægilega vel kennd í skólakerfinu?

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­kerfið sé í vanda þegar ung­menni kunna ekki að beita rökum

Guðmundur Björnsson aðjunkt við ferðamálafræði segir það vekja upp spurningar um íslenska grunnskólakerfið ef nemendur skilji ekki lykilhugtök eins og rök eða röksemdarfærslu. Guðmundur segir frá því í aðsendri grein að fimmtán ára ungmenni hafi fengið það verkefni að skrifa rökfærsluritgerð en ekki vitað hvað rök þýðir.

Innlent
Fréttamynd

Leikskóla­kerfið ráði ekki við allt

Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. 

Innlent
Fréttamynd

Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum

Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í dag pistil um biðlista borgarinnar eftir leikskólaplássi. Sonur hennar bíður nú eftir plássi og ef fer sem horfir kemst hann ekki inn fyrr en ári of seint miðað við upplýsingar á vef borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Mennta­kerfi með ó­mark­tækar ein­kunnir

Frumvarp Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, um námsmat er nú til meðferðar á Alþingi. Í frumvarpinu leggur hún til að skólaeinkunnir verði notaðar sem lokamat grunnskóla á færni nemenda þegar þeir klára 10. bekk.

Skoðun
Fréttamynd

Til skoðunar að flytja skóla Hjalla­stefnunnar í Engja­teig

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir brýnt að finna langtímalausn fyrir skóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Unnið sé að því að koma starfsemi skólans fyrir í húsnæði við Engjateig auk þess að halda skólastarfi áfram úti í Skógarhlíð þar sem skólinn hefur verið síðustu þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir for­eldra

„Stærsti vandi leikskólanna í dag er skortur á leikskólakennurum. Og hvernig ætla einkafyrirtækin að fá leikskólakennara? Þau ætla að hækka launin þeirra. Er þetta ekki sama fólk og kvartar yfir því oft á tíðum ef laun kennara eru hækkuð,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent