Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Fall WOW air hefur áhrif á fiskútflutning

Brotthvarf WOW air af markaði getur haft neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtæki sem hafa reitt sig á fraktflutninga hjá flugfélaginu. Sölustjóri hjá fiskútflutningsfyrirtæki segist vona að áhrifin vari aðeins til skamms tíma.

Viðskipti
Fréttamynd

Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það

Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Allir ósáttir við makrílútspil

Viðbrögð sjávarútvegsráðherra við makríldómum Hæstaréttar virðast síst hafa orðið til að lægja öldurnar. Lagt er til að makríll verði kvótasettur fyrir komandi vertíð og fá menn ýmist of lítið eða of mikið.

Innlent
Fréttamynd

Enn óvissa með fiskútflutning vegna Brexit

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir nokkurri óvissu eytt með bráðabirgðasamkomulagi íslenskra stjórnvalda við Breta um tollfrjálsan innflutning á sjávarafurðum eftir Brexit.

Innlent
Fréttamynd

Auka þurfi eftirlit með laxeldi

Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt.

Innlent
Fréttamynd

Makrílkvótinn miðast við 10 ár

Gefinn verður út makrílkvóti á grundvelli aflareynslu á árunum 2008-2018 að báðum árum meðtöldum. Tíu bestu veiðiár skipaflota landsins gilda við úthlutunina.

Innlent
Fréttamynd

Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón

Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni.

Innlent
Fréttamynd

Mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist

Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár

Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum

Innlent