Sjávarútvegsráðherra getur ekki lengt strandveiðitímabilið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 11:44 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki geta lengt strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á hann að gera. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“