Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Hroki og ó­svífni

Eru engin takmörk fyrir hroka, ósvífni og yfirgangi eins fyrirtækis? Kaldvík er nýtt nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum og var skráð í kauphöllina 28. maí s.l. Kaldvík lætur ekki deigan síga og birti áróðursauglýsingu um almenn fiskeldisstörf í Seyðisfirði, sem hugsanlega geta þó verið annars staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Réttinda­bar­átta strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí sl. í sextánda sinn. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á öllum miðum handfærabáta og útlit fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn til strandveiða og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Í fyrra voru veiðar stöðvaðar 11. júlí og hittiðfyrra 21. júlí. Ekkert hefur orðið af kosningaloforðum VG, sem farið hefur með matvælaráðuneytið allt kjörtímabilið, um að efla strandveiðar og sagði: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Jónsósómi

Það komst eitt sinn í tísku að berjast með bölmóðinn að vopni og sjá ekkert bjart framundan. Undanfarið ár hefur verið rekin mikil herferð gegn laxeldi í sjó, einmitt í þessum sérstaka heimsósómastíl. Þar er allt sem úrskeiðis fer í mannheimum laxeldinu að kenna sama hvað það er.

Skoðun
Fréttamynd

Á hvaða stefnu erum við?

Fyrir um ári síðan tók ég stolt við útskriftarskírteini mínu frá Skipstjórnarskólanum og verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur í skipstjórnargreinum og fagensku. Stoltið var ekki minna þá en rúmum 10 árum áður, þegar ég tók við Mag.jur. prófi mínu frá Lagadeild Háskóla Íslands og svo málflutningsréttindum fyrir héraðsdómi.

Skoðun
Fréttamynd

Vænir stang­veiði­menn um dýra­níð og utan­vega­akstur

Kjartan Ólafsson stjórnarmaður í Arnarlax segir að vandamál villta laxins séu fjölþætt. Lög um dýraníð eigi ekki við um laxveiðimenn, ekki frekar en lög um utanvegaakstur. Karl Lúðvíksson stangveiðimaður segir stangveiðimenn aka eftir tilgreindum slóðum og að lúsétinn, illa haldinn lax í kvíum sé klárt dýraníð.

Innlent
Fréttamynd

Fólki bjargað á landi sem sjó

Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þórður Steinar stefnir á hval­veiðar auk Hvals hf.

Tvær umsóknir um leyfi til hvalveiða bárust matvælaráðuneytinu, sem enn á eftir að taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Ein umsókn barst um leyfi til veiða á langreyðum frá Hval hf. og önnur um leyfi til veiða á hrefnu frá Þórði Steinari Lárussyni fyrir skipið Deili GK.

Innlent
Fréttamynd

Fékk að heyra að konur ættu ekki heima á sjó

Heiður Berglind Þorsteinsdóttir er þrítugur vélstjóri á varðskipinu Þór en samhliða starfi sínu stundar hún nám í skipstjórn af kappi. Heiður rekur áhuga sinn á vélum niður að blautu barnsbeini og segir starfið á sjó vera gefandi þar sem það býður upp á marga möguleika.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðar­öryggi

Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs.

Skoðun
Fréttamynd

Í djúpneti ís­lenskra stjórn­mála

Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu.

Skoðun
Fréttamynd

Snúningshurðin í ráðu­neytinu

Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi.

Skoðun
Fréttamynd

Bjark­ey kemur starfs­fólki mat­væla­ráðu­neytisins til varnar

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að æru em­bættis­manna

Hávært ákall um gerð skýrs lagaramma í kringum sjókvíaeldi hefur verið viðvarandi lengi. Það verður að koma böndum á þessa atvinnustarfsemi, enda engri slíkri hollt að vaxa án skýrra laga og stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er þessa getið. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýndi síðan svart á hvítu að aðgerða var þörf.

Skoðun
Fréttamynd

Loðn­u­brest­ur hef­ur mik­il á­hrif en Síld­ar­vinnsl­an er „hverg­i bang­in“

Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi.

Innherji
Fréttamynd

Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey

Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út.

Innlent