Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar 12. desember 2024 15:32 Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er kominn skjálfti í sægreifana. Þeir eru dauðhræddir um að skjaldborgin og varnarstaðan sem fráfarandi ríkisstjórn hefur veitt þeim hverfi og að ný ríkisstjórn kaupi ekki áróðurinn sem þeir dæla ógrynni af peningum í. Þá þurfa þeir að standa á eigin fótum og verja sjálfir sinn málstað sem gæti reynst þeim þrautinni þyngri. Þessir erfiðleikar kvótakónganna kristallast í umræðunni um veiðigjöld. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS, áður LÍÚ), eru nú í óða önn að dæla út áróðri um hversu ómissandi þeir eru fyrir land og þjóð. „15 milljarðar í ríkissjóð á næsta ári! (ef og kannski…)“ æpir framkvæmdastjórinn á hvern þann sem nennir að hlusta, þó svo að veiðigjaldið hafi sjaldan slefast yfir 10 milljarða. Vandamálið er að alþjóð veit vel að stórútgerðin greiðir alltof lítið fyrir afnot af sameiginlegri auðlind Íslendinga. Skoðum dæmið aðeins nánar. Reiknisdæmi SFS gengur ekki upp Í raun réttri veit enginn hvert raunverulegt auðlindagjald í sjávarútvegi er, því opinberar tölur taka eingöngu til þess hagnaðar sem stórútgerðinni tekst ekki að fela í erlendum skattaskjólum. Það er opið leyndarmál að lóðrétt samþætting veiða, vinnslu og sölu leyfir stærstu útgerðarrisunum að draga úr hagnaði á Íslandi og láta hagnaðinn þess í stað myndast hjá sölufyrirtækjum sem skráð eru í lágskattaríkjum. En tökum SFS samt á orðinu og skoðum hvert opinbert framlag þeirra er í ríkiskassann. Sægreifarnir berja sér gjarnan á brjóst með þau 33% af hagnaði sem þeir þykjast greiða í auðlindagjöld. Það er skrýtið, því árið 2022 var hagnaður í sjávarútvegi 85 milljarðar en veiðigjöld 7,9 milljarðar, eða 9% af hagnaði. Nú átta ég mig á því að veiðigjaldið er reiknað sem föst prósenta af afkomu fiskveiða á hverri tegund fyrir sig. Í ár er veiðigjaldið 26 krónur per veitt kíló af þorski vegna þess að 2022 var afkoman af þorskveiðum 80 krónur pr/kg. En þarna stendur hnífurinn í kúnni. Hvernig getur það mögulega staðist að aflaverðmæti uppá 350 kr/kg skili sér eingöngu í 80 kr/kg hagnaði? Til þess að sjá brenglunina í þessum útreikningum má beina sjónum að smábátum. Smábátar bjóða betur Landssamband Smábátaeigenda gerði ríkinu í haust „tilboð um að félagsmenn veiði 10 000 tonn af þorski á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 2025. Fyrir hvert veitt kílógramm greiðast krónur eitthundrað í ríkissjóð.“ Með öðrum orðum treysta smábátasjómenn sér til þess að borga fjórum sinnum meira en núverandi veiðigjald og 20 krónum meira en það sem stórútgerðin heldur fram að sé allur „hagnaðurinn“ af þorskveiðum. Fyrir þessi 10.000 tonn rynni því milljarður í ríkissjóð og værum við þá að greiða 10% af auðlindagjöldum fyrir aðgang að 1% af heildarkvóta í íslenskri lögsögu. Þetta þýðir að 210.000 tonna ráðgjöf Hafró gæti skilað 21 milljarði í ríkissjóð, og þá erum við eingöngu að tala um þorskinn. Þetta er í algjörri andstöðu við þá 10 milljarða sem SFS greiðir fyrir allan fisk sem dreginn er úr sjó. Sægreifarnir nýta sér allar mögulegar leiðir til þess að snuða ríkissjóð. Smábátaflotinn er aftur á móti tilbúinn til að greiða sanngjarnt gjald fyrir afnot af sjávarauðlind þjóðarinnar. Hefur ríkissjóður virkilega efni á því að hunsa tilboð okkar? Höfundur er trillukarl og formaður Strandveiðifélags Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun