Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Gleðin í fyrir­rúmi á stappaðri Menningar­nótt

Gríðarlegur fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag og í kvöld vegna Menningarnætur sem haldin er í 26. skiptið í ár. Stútfull dagskrá er fram á kvöld sem lýkur eins og alltaf með flugeldasýningu á slaginu 23:00.

Lífið
Fréttamynd

Mynda­veisla frá keppninni Ung­frú Ís­land

Miss Universe Iceland, eða Ungfrú Ísland eins og keppnin heitir nú, var haldin í áttunda sinn í gærkvöldi. Nítján keppendur tókust á um titilinn eftirsótta en á endanum stóð Lilja Sif Pétursdóttir uppi sem sigurvegari.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskar mynd­listar­stjörnur sam­tímans á veg­legri sýningu

Listasafn Reykjavíkur opnar veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardag þar sem íslenskar myndlistarstjörnur samtímans leika lykilhlutverk. Sýningin ber heitið Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld og verður þar til sýnis úrval af þeim verkum sem Listasafnið hefur eignast síðustu tvo áratugi.

Menning
Fréttamynd

Exit-stemmning í fjölsóttu afmæli Gillz

Athafna- og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hélt heljarinnar afmælispartí í tilfefni af 43 ára afmæli sínu um helgina þar sem þema veislunnar var í anda norsku Exit þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið.

Innlent
Fréttamynd

Frægir fögnuðu krýningu Karls III

Breska sendiráðið í Reykjavík hélt upp á krýningu nýs Bretakonungs með pomp og prakt síðastliðinn laugardag. Veislan var haldin í sendiráðsbústaðnum við Laufásveg og í veislutjöldum í garðinum og mættu boðsgestir úr ýmsum áttum, svo sem úr pólitík, viðskiptalífinu og menningargeiranum.

Lífið
Fréttamynd

Starfs­menn CCP fögnuðu tuttugu árum af EVE

EVE Online fagnar 20 ára afmæli í dag en af því tilefni var boðað til veislu í höfuðstöðvum CCP í Grósku í Vatnsmýri í seinni partinn gær þar sem fyrrverandi og núverandi starfsmenn komu saman til að fagna þessum tímamótunum.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunar­Mars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátt­tak­endur

Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin.

Menning
Fréttamynd

Stjörnu­fans á frum­­sýningu

Öllu var tjaldað til á síðustu frumsýningu leikársins síðastliðið föstudagskvöld en um er að ræða verkið Svartþröst í Borgarleikhúsinu. Verkið er í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar og með aðalhlutverkin tvö fara þau Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Valur Freyr Einarsson.

Menning
Fréttamynd

Huggu­­legt stefnu­­mót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eld­borg

Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti.

Tónlist
Fréttamynd

Mynda­veisla: Skálað fyrir 25 árum af fréttum og fjöri

Mikil tímamót voru á laugardaginn þegar Vísir fagnaði 25 ára afmæli sínu. Á þeim aldarfjórðungi hafa fjölmargir starfað á miðlinum og átt sinn þátt í þeim árangri sem miðillinn hefur náð. Það var því vel við hæfi að bjóða Vísismönnum, gömlum sem nýjum, að fagna þessum merkilegu tímamótum saman.

Lífið
Fréttamynd

Hlegið og grátið á frum­sýningu nýrra þátta Ragn­hildar Steinunnar

Það var tvöföld gleði í Háskólabíói síðasta fimmtudag þegar fyrsti þáttur í heimildaþáttaröðinni TVÍBURAR var frumsýndur fyrir troðfullum sal. Þættirnir eru hugarfóstur sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem eignaðist eineggja tvíbura fyrir fjórum árum með eiginmanni sínum Hauki Inga Guðnasyni.

Lífið