Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að málið sé af þeirri stærðargráðu að það sé afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn. Innlent 17. nóvember 2019 10:36
Sagði umfjöllun „árás á starfsmenn Samherja“ Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri Samherja, stappaði stálinu í starfsfólk félagsins á fundi í fiskvinnslu félagsins á Dalvík á fimmtudaginn. Innlent 16. nóvember 2019 17:46
Leggur til sameiginlegt framboð verkalýðshreyfingarinnar gegn spillingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Innlent 16. nóvember 2019 14:41
Meint brot Samherja í andstöðu við það sem atvinnulífið vill standa fyrir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir að ef ásakanir á hendur Samherja reynist sannar sé það framferði í andstöðu við það sem íslenskt atvinnulíf vill standa fyrir. Innlent 16. nóvember 2019 13:48
„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Innlent 16. nóvember 2019 11:55
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. Innlent 16. nóvember 2019 10:03
Namibíumenn mótmæla spillingu Ráðherrar dómsmála og sjávarútvegsmála hafa nú þegar sagt af sér vegna meintrar mútuþægni. Erlent 15. nóvember 2019 20:30
Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. Innlent 15. nóvember 2019 20:00
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Innlent 15. nóvember 2019 18:42
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. Erlent 15. nóvember 2019 18:30
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. Innlent 15. nóvember 2019 18:30
Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. Innlent 15. nóvember 2019 18:25
Namibíumenn móðguðust vegna íslenska lambakjötsins Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Innlent 15. nóvember 2019 09:55
Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. Innlent 15. nóvember 2019 09:41
Uppljóstrun eða hefnd? Ég er einn þeirra mörgu, sem fylgdust með Kveik á þriðjudags-kvöldi, þar sem fjallað var um meinta spillingu og brot Samherja í Namibíu. Skoðun 15. nóvember 2019 09:00
Hugleiðing um samfélagslega ábyrgð Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Skoðun 15. nóvember 2019 08:30
Samherjaskjölin og spillingin „Bölvun auðlindanna“ er þekkt hugtak í hagfræði. Þetta kann að hljóma einkennilega en spilling er böl getur oft verið fylgifiskur skjótfengins gróða sem miklar náttúruauðlindir geta skapað. Ísland býr yfir ríkulegum sjávarauðlindum og þessi bölvun vofir yfir okkur líkt og Namibíu. Skoðun 15. nóvember 2019 07:45
Báðu Samherja um ráð til að blekkja veiðiheimildir út úr Grænlendingum Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað félaga sína í Samherja um ráðleggingar varðandi það hvernig beita mætti blekkingum á Grænlandi til að komast mætti yfir veiðiheimildir og afla velvildar heimamanna. Innlent 15. nóvember 2019 06:05
Ráðherra sagður hafa óskað eftir því að hákarlinn verði rekinn Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku þeirra í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta á miðum landsins. Erlent 14. nóvember 2019 23:52
Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. Innlent 14. nóvember 2019 21:00
Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Innlent 14. nóvember 2019 19:47
Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Viðskipti innlent 14. nóvember 2019 18:30
„Enn eitt dæmið“ um af hverju er mikilvægt að rannsaka fjárfestingaleið Seðlabankans Þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar vilja að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd sem falið verði að rannsaka svokallaða fjárfestingaleið Seðlabankan Íslands. Innlent 14. nóvember 2019 18:00
Björgólfur Jóhannsson í leyfi hjá Íslandsstofu Björgólfur Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. Viðskipti innlent 14. nóvember 2019 16:15
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. Innlent 14. nóvember 2019 16:15
Fréttir frá fjarlægu landi Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Skoðun 14. nóvember 2019 12:35
„Kerfislæg linkind gagnvart spillingu einkennir íslenskt stjórnarfar" Það er ljóst að þingmönnum er mikið niðri fyrir vegna meintra brota Samherja í Namibíu. Innlent 14. nóvember 2019 11:30
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. Innlent 14. nóvember 2019 11:08
„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. Innlent 14. nóvember 2019 10:47
Bein útsending frá Alþingi: Þingmenn ræða spillingu í skugga Samherjaskjalanna Málefni Samherja verða fyrirferðamikil á Alþingi í dag. Innlent 14. nóvember 2019 10:26