Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2019 18:30 Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu. Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14