Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 27-26 | FH-ingar unnu slaginn um Hafnarfjörð með minnsta mun FH tryggði sér montréttinn er liðið vann dramatískan sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag 6. umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 27-26. Handbolti 20. október 2022 22:18
„Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka „Ég er ofboðslega glaður. Það er alltaf gott að vinna, sérstaklega Hauka,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sáttur eftir eins marks sigur á Haukum 27-26. FH hafði yfir höndina bróðurpart leiksins og eftir æsispennandi lokamínútur náðu þeir að sigla þessu í höfn. Handbolti 20. október 2022 21:45
Haukarnir hafa ekki fagnað sigri í Kaplakrika í sjötíu mánuði Hafnarfjarðarslagurinn milli FH og Hauka fer fram í Kaplakrika í kvöld en þessir leikir eru oftast miklir baráttuleikir sama hver staða liðanna er í deildinni. Handbolti 20. október 2022 15:01
Skildi ríginn þegar Hörður liðsstjóri mætti með kaffið Þó að „hatur“ sé sennilega fullsterkt orð þá er grunnt á því góða á milli FH og Hauka sem í kvöld berjast um montréttinn í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Handbolti 20. október 2022 13:32
Birgir Steinn brotinn og frá í nokkrar vikur Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu, handarbrotnaði á æfingu liðsins á mánudaginn og verður frá keppni næstu vikurnar. Handbolti 20. október 2022 11:22
Umfjöllun: Hörður - Selfoss 32-35 | Selfoss hafði betur á Ísafirði Selfoss vann nauðsynlegan útisigur á Herði 32-35. Leikurinn var jafn framan af en undir lok síðari hálfleiks komst Selfoss fjórum mörkum yfir og var í bílstjórasætinu allan leikinn. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Harðar vann Selfoss þriggja marka sigur. Handbolti 18. október 2022 21:13
Einar Rafn bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í deildinni KA-maðurinn Einar Rafn Eiðsson hefur farið mikinn það sem af er Olís deild karla í handbolta því hann er bæði markahæstur og stoðsendingahæstur í deildinni eftir fimm umferðir þegar er litið er á meðaltal í leik. Handbolti 18. október 2022 14:31
Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri. Handbolti 13. október 2022 15:31
Úlfur í þriggja leikja bann fyrir brotin á Allan Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir brot á Allan Norðberg í leik gegn KA í Olís-deildinni í handbolta í síðustu viku. Handbolti 13. október 2022 12:48
Kross 5. umferðar: Með sólgleraugu í saumaklúbbi og Þorsteinn Gauti 7/4 Fimmta umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 11. október 2022 10:00
„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“ „Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum. Handbolti 11. október 2022 07:01
Broti Úlfs vísað til aganefndar Framkvæmdastjóri HSÍ hefur vísað broti Úlfs Gunnars Kjartanssonar í leik KA og ÍR til aganefndar sambandsins. Handbolti 10. október 2022 16:41
„Þoli ekki svona ofbeldi í íþróttum“ Logi Geirsson vill að ÍR-ingurinn Úlfur Gunnar Kjartansson fái langt bann fyrir að kýla Allan Norðberg, leikmann KA, í leik liðanna í Olís-deild karla. Handbolti 10. október 2022 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-27 | Mosfellingar áfram á sigurbraut Afturelding vann sinn annan sigur í röð í Olís deild karla í handbolta þegar liðið fór á Ásvelli í kvöld og bar sigurorð af Haukum í fimmtu umferð deildarinnar. Lokatölur í leiknum urðu 27-26 gestunum úr Mosfellsbænum í vil. Handbolti 8. október 2022 20:50
„Mínir menn voru eins og saumaklúbbs kerlingar sem lögðu sig ekki fram með öllu sínu hjarta“ Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var hundfúll eftir tap gegn Aftureldingu 26-27. Rúnar var afar ósáttur með frammistöðu Hauka og fannst honum sínir menn ekki hafa áhuga á að berjast. Sport 8. október 2022 20:32
Eyþór Lárusson: Við munum læra af þessu Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur eftir tap gegn Haukum á Ásvöllum fyrr í dag. Fyrir leikinn voru Haukar enn án stiga. Það var hart barist strax frá fyrstu mínútu en Haukar höfðu þó yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 39-33. Handbolti 8. október 2022 18:14
Umfjöllun: Fram - Valur 37-34 | Framarar fyrstir til að leggja Val Eftir tap gegn Valsmönnum fyrir aðeins fimm dögum síðan urðu Framarar í kvöld fyrsta liðið á tímabilinu til að vinna sigur gegn Valsmönnum er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 37-34. Handbolti 7. október 2022 22:29
Þorsteinn Gauti: Frábært að ná að vinna Val Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, vinstri skytta Fram, átti stóran þátt í 37 – 34 sigri þeirra á Val í Úlfarsárdal í kvöld. Hann skoraði 10 mörk og var valinn maður leiksins í leikslok. Eðlilega var hann gríðarlega sáttur í viðtali eftir leik. Handbolti 7. október 2022 22:01
Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara „Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. Sport 6. október 2022 22:40
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍR 38-25 | Engin spenna er KA valtaði yfir ÍR KA vann afar öruggan 13 marka sigur er liðið tók á móti nýliðum ÍR í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 38-25. Handbolti 6. október 2022 22:31
„Hugsaði að núna myndi ég gera meira og gera meira“ Phil Döhler varði átján skot í marki FH þegar liðið lagði Gróttu að velli í kvöld, 27-30. Þýski markvörðurinn lét sig ekki muna um að svara spurningum blaðamanns á íslensku í leikslok. Handbolti 6. október 2022 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 27-30 | Fyrsti sigur FH-inga FH vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Gróttu að velli, 27-30, á Seltjarnarnesinu í 5. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 6. október 2022 21:35
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 36-27 | Eyjamenn áfram ósigraðir eftir stórsigur Eyjamenn voru, ásamt Valsmönnum, eina taplausa lið Olís-deildar karla fyrir leik kvöldsins. Þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn í fyrsta leik 5. umferðar og unnu sannfærandi níu marka sigur, 36-27. Handbolti 6. október 2022 17:15
Fimm sem verða að gera betur: „Þetta er dýr leikmaður“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir þá fimm leikmenn sem helst af öllum þyrftu að gera betur, í Olís-deild karla í handbolta, miðað við frammistöðuna hingað til á tímabilinu. Handbolti 6. október 2022 14:30
„Ótrúlega gaman að spila í Eyjum“ Hergeir Grímsson og félagar í hans nýja liði Stjörnunni hafa farið heldur rólega af stað í Olís-deildinni í handbolta og eru með fjögur stig eftir fyrstu fjóra leikina. Þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Handbolti 6. október 2022 08:31
„Ég hef bullandi áhyggjur af KA“ Handboltasérfræðingarnir í Handkastinu veltu fyrir sér stöðu og stefnu KA sem missti sterka leikmenn í sumar eftir að hafa fallið úr leik í 8-liða úrslitum Olís-deildarinnar í fyrra. Þeir telja að markmið KA hljóti aðeins að vera að halda sér í Olís-deildinni. Handbolti 5. október 2022 13:01
Hergeir vissi lítið um afrek tengdapabba en íhugaði að fara til Ungverjalands Handboltamaðurinn Hergeir Grímsson segir það hafa komið til greina að hann færi í atvinnumennsku til Ungverjalands í sumar, áður en hann skrifaði undir samning hjá Stjörnunni. Tengdaforeldrar hans eru ungverskir. Handbolti 5. október 2022 10:01
Áhorfandi ruddist inn á og reif í Einar Braga: „Á að banna þennan gæja“ „Það eru leikendur í þessari klippu sem eiga ekkert heima á handboltavelli,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, þar sem rýnt var í myndbönd af látunum í Kaplakrika í lok leiks FH og Fram. Áhorfandi fór þar inn á völl og reif í leikmann. Handbolti 5. október 2022 08:00
Handboltaakademían spili stóra rullu í uppgangi handboltans á Selfossi Undanfarin ár hafa Selfyssingar alið af sér marga af bestu handboltamönnum landsins. Á síðustu stórmótum hefur íslenska landsliðið verið þétt setið af Selfyssingum, en Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar í Olís-deild karla, segir að líklega sé það handboltaakademíunni á svæðinu að þakka. Handbolti 4. október 2022 23:31
Einar í bann fyrir að vega að heilindum eigin leikmanns Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Einar Jónsson, þjálfara karlaliðs Fram í handbolta, í eins leiks bann vegna ummæla hans eftir leikinn gegn FH á föstudaginn. Handbolti 4. október 2022 15:52