Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur

    Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur

    Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur: Svona eigum við alltaf að spila

    „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur allan leiktímann," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir glæsilegan sigur liðsins á Val 34-24 í Kaplakrikanum í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-ingar í ham gegn Valsmönnum

    FH vann sannfærandi sigur á Val 34-24 í N1-deild karla í kvöld. Með góðum kafla í fyrri hálfleik náði liðið öruggri forystu sem það lét aldrei af hendi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Aðrir munu stíga upp

    Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, líst vel á síðari hluta tímabilsins en FH-ingar gerðu í kvöld jafntefli við sterkt lið Fram, 26-26, á útivelli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir: Meiri áræðni í sóknarleikinn

    Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, segir að sínir menn þurfi meiri tíma til að slípa sig aftur saman eftir langt vetrarfrí. Fram og FH gerðu í kvöld jafntefli, 26-26, í N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Róbert: Sjálfum okkur að kenna

    Framarinn Róbert Aron Hostert sagði margt jákvætt við leik sinna manna gegn FH í kvöld en liðin gerðu jafntefli, 26-26, í fyrstu umferð N1-deildar karla eftir frí.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sveinbjörn: Liðugari í stuttbuxum

    Sveinbjörn Pétursson skartaði forláta stuttbuxum í leiknum gegn Val í N1-deildinni í kvöld. Hann bætti þar með enn á sjálfspíningarhvatarkenningar um markmenn. Sveinbjörn varði þó vel en hann segist vera sem nýr maður á nýju ári.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga

    Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ragnar Jóhannsson spilar æfingaleiki með Gummersbach

    Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson stóð sig vel á æfingum hjá þýska liðinu VfL Gummersbach og félagið vill nú fá að skoða hann betur. Ragnar mun því spila tvo æfingaleiki með liðinu í Frakklandi og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort að hann fái samning.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Fórum illa með gott tækifæri á titli

    „Það er mjög svekkjandi að hafa tapað þessum leik og við fórum illa með gott tækifæri á titli,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tap liðsins gegn FH í úrslitum deildarbikars karla í handbolta, 26-29.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna í undanúrslitum

    Valur er kominn í úrslit í deildarbikarkeppni kvenna í handbolta sem nú fer fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði. Valur lagði í dag Stjörnuna í undanúrslitum, 29-27.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór: Áttum að hirða bæði stigin

    „Ég hefði viljað fá bæði stigin,“ sagði Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í kvöld. Haukar gerðu jafntefli við Akureyri ,23-23, í hörkuspennandi leik á Ásvöllum í kvöld, en leikurinn var hluti af 11.umferð N1-deildar karla í handknattleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Gott að vera á toppnum í fríinu

    Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var nokkuð sáttur með stigið í kvöld en hann hefði viljað þau bæði. Akureyri gerði jafntefli ,23-23, gegn Haukum í 11.umferð N1-deild karla en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum í lokin en jafntefli varð niðurstaðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH lagði HK í Krikanum

    FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs er þeir lögðu HK, 22-20, í Krikanum í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Endurfæddir Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Fram

    Valsmenn stöðvuðu tíu leikja sigurgöngu Fram með 29-28 sigri í æsispennandi leik í Vodafonehöllinni í kvöld. Sturla Ásgeirsson skoraði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok en Hlynur Morthens varði eins og berserkur á lokamínútum leiksins.

    Handbolti