Handbolti

Hlynur: Pálmar klárar leikinn fyrir FH

Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar
Hlynur Morthens, markvörður Vals, stóð vaktina ágætlega í kvöld en það dugði ekki til því FH vann leikinn og svo gott sem gerði út um vonir Valsmanna á því að komast í úrslitakeppnina.

"Sennilega er útséð með að við komumst í úrslitakeppnina. Þetta var lykilleikur fyrir okkur ef við ætluðum að eiga von um að komast í hana," sagði Hlynur.

"Við þurftum að vinna rest til þess að eiga möguleika. Ég veit ekki hvað vantaði upp á að þessu sinni. Mér fannst við samt vera að berjast og leggja okkur fram. Svo á Pálmar frábæran leik í restina og klárar þetta fyrir þá," sagði Hlynur og vitnaði þar til stórleiks Pálmars Péturssonar, markvarðar FH, sem varði eins og berserkur undir lokin.

"Við ætluðum að berjast þar til vð ættum ekki lengur möguleika. Mér fannst við gera það en það er mikið af meiðslum og vesen á okkur eins og flestum liðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×