Haukar lögðu Fram - myndir Íslandsmeistarar Hauka sýndu fín tilþrif í Safamýrinni í gær er þeir keyrðu yfir máttlausa Framara sem virtust enn vera að jafna sig eftir tapið í bikarnum gegn Val. Handbolti 18. febrúar 2011 07:00
Öll úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins í handboltanum Heil umferð fór fram í N1-deild karla í kvöld. Þar bar hæst sigur toppliðs Akureyrar á FH en þetta var önnur fýluferð FH-inga til Akureyrar á nokkrum dögum. Handbolti 17. febrúar 2011 21:57
Guðmundur Árni: Við fundum okkar leik aftur Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 11 mörk úr 14 skotum fyrir Hauka í kvöld í öruggum fimm marka sigri liðsins á Fram en sjö marka hans komu á rúmlega tuttug mínútna kafla í kringum hálfleikinn. Handbolti 17. febrúar 2011 21:57
Reynir Þór: Mjög lélegt í alla staði hjá okkur Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, var allt annað en sáttur með sína menn eftir fimm marka tap á heimavelli á móti Haukum í kvöld. Framliðið náði sér aldrei á strik í leiknum og sigur Haukanna var ekki í mikilli hættu. Handbolti 17. febrúar 2011 21:46
Björgvin Þór: Ef við spilum svona þá förum við í úrslitakeppnina Björgvin Þór Hólmgeirsson fór á kostum í fimm marka sigri Hauka í Safamýrinni í kvöld og skoraði 11 mörk úr aðeins 15 skotum en ekkert marka hans komu af vítalínunni. Handbolti 17. febrúar 2011 21:41
Oddur: Verðum bara að halda áfram Oddur Gretarsson sneri sig á ökkla í leiknum gegn FH í kvöld en það skyggði ekki á gleðina eftir eins marks sigur. Hann verður klár í næsta leik. Handbolti 17. febrúar 2011 21:35
Ásbjörn: Alltof lengi á hælunum Ásbjörn Friðriksson var einn af mörgum svekktum FH-ingum eftir tap gegn Akureyri í kvöld. Akureyri vann FH einnig í bikarkeppninni fyrr í vikunni. Handbolti 17. febrúar 2011 21:33
Haukar unnu léttan sigur á lélegu Framliði Haukar ætla ekki að gefa eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið vann fimm marka sigur á Fram, 32-28, í Safamýrinni í N1 deild karla í kvöld. Handbolti 17. febrúar 2011 21:05
Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Handbolti 17. febrúar 2011 19:47
Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. Handbolti 17. febrúar 2011 10:05
Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. Handbolti 14. febrúar 2011 22:41
Akureyri mætir Val í úrslitum bikarsins Akureyri er komið í úrslit Eimskipsbikarkeppninnar eftir sanngjarnan sigur, 23-20, á FH á Akureyri í kvöld. Akureyri mætir Val í úrslitum. Handbolti 14. febrúar 2011 20:36
Valsmenn slógu Framara út úr bikarnum fjórða árið í röð - myndir Valsmenn hafa heldur betur strítt Framliðinu í bikarkeppninni undanfarin fjögur tímabil því öll þessi ár hafa Framarar þurft að sætta sig við að detta út úr bikarnum á móti Val. Valsmenn unnu undanúrslitaleik liðanna 33-31 eftir framlengingu í gær. Handbolti 14. febrúar 2011 08:00
Óskar Bjarni: Þeir voru að stjórna leiknum mun betur „Við höfum oft lent í þeim í þessum ham og þá náð þeim," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið tapaði með tíu marka mun fyrir FH í Kaplakrikanum í kvöld. Handbolti 10. febrúar 2011 23:25
Ólafur: Svona eigum við alltaf að spila „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur allan leiktímann," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir glæsilegan sigur liðsins á Val 34-24 í Kaplakrikanum í kvöld. Handbolti 10. febrúar 2011 23:23
HK vann sinn annan leik í röð - Fram marði sigur í Mosfellsbæ HK og Fram unnu bæði eins marks sigra á útivelli í N1 deild karla í handbolta í kvöld, HK vann 23-22 sigur á Haukum á Ásvöllum en Framliðið slapp með 28-27 sigur á Aftureldingu að Varmá eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik. Handbolti 10. febrúar 2011 21:14
FH-ingar í ham gegn Valsmönnum FH vann sannfærandi sigur á Val 34-24 í N1-deild karla í kvöld. Með góðum kafla í fyrri hálfleik náði liðið öruggri forystu sem það lét aldrei af hendi. Handbolti 10. febrúar 2011 21:01
Akureyringar með sex stiga forskot á toppnum Akureyringar náðu sex stiga forskoti á toppi N1 deildar karla eftir 36-28 sigur á Selfossi í kvöld en Framarar geta minnkað forskotið aftur niður í fjögur mörk vinni þeir Mosfellinga á eftir. Handbolti 10. febrúar 2011 20:08
Björgvin Hólmgeirsson dæmdur í eins leiks bann Björgvin Þór Hólmgeirsson verður ekki með Haukaliðinu á móti HK í N1 deild karla á morgun því hann var dæmdur í eins leiks bann af Aganefnd HSÍ í gær. Handbolti 9. febrúar 2011 13:00
HK og Selfoss enduðu bæði langar taphrinur HK og Selfoss fóru inn í HM-fríið með mörg töp í röð á bakinu en byrjuðu bæði á að ná í stigi úr leikjum sínum þegar N1 deildar karla í handbolta fór aftur af stað í kvöld. Handbolti 3. febrúar 2011 22:15
Einar: Aðrir munu stíga upp Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, líst vel á síðari hluta tímabilsins en FH-ingar gerðu í kvöld jafntefli við sterkt lið Fram, 26-26, á útivelli. Handbolti 3. febrúar 2011 21:55
Reynir: Meiri áræðni í sóknarleikinn Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, segir að sínir menn þurfi meiri tíma til að slípa sig aftur saman eftir langt vetrarfrí. Fram og FH gerðu í kvöld jafntefli, 26-26, í N1-deild karla. Handbolti 3. febrúar 2011 21:54
Róbert: Sjálfum okkur að kenna Framarinn Róbert Aron Hostert sagði margt jákvætt við leik sinna manna gegn FH í kvöld en liðin gerðu jafntefli, 26-26, í fyrstu umferð N1-deildar karla eftir frí. Handbolti 3. febrúar 2011 21:52
Sveinbjörn: Liðugari í stuttbuxum Sveinbjörn Pétursson skartaði forláta stuttbuxum í leiknum gegn Val í N1-deildinni í kvöld. Hann bætti þar með enn á sjálfspíningarhvatarkenningar um markmenn. Sveinbjörn varði þó vel en hann segist vera sem nýr maður á nýju ári. Handbolti 3. febrúar 2011 21:35
Guðlaugur: Allur úti í boltaförum Guðlaugur Arnarsson, Öxlin, var frábær í liði Akureyrar sem vann Val í N1-deild karla í kvöld. Hann varði ófá skot í vörninni og batt hana saman. Handbolti 3. febrúar 2011 21:31
Ernir: Skelfileg sókn í fyrri hálfleik Ernir Hrafn Arnarsson leikmaður Vals var besti leikmaður liðsins í kvöld sem liðið tapaði fyrir Akureyri, 28-26 í N1-deildinni. Handbolti 3. febrúar 2011 21:22
Umfjöllun: Stórleikur Ólafs dugði ekki til Ólafur Guðmundsson lét mikið af sér kveða með FH-liðinu í kvöld er hann skoraði alls ellefu mörk gegn Fram í N1-deild karla. Það dugði þó ekki til þar sem að liðin skildu jöfn, 26-26. Handbolti 3. febrúar 2011 21:04
Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari. Handbolti 3. febrúar 2011 19:42
Ragnar Jóhannsson spilar æfingaleiki með Gummersbach Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson stóð sig vel á æfingum hjá þýska liðinu VfL Gummersbach og félagið vill nú fá að skoða hann betur. Ragnar mun því spila tvo æfingaleiki með liðinu í Frakklandi og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort að hann fái samning. Handbolti 19. janúar 2011 16:00
Atli: Fórum illa með gott tækifæri á titli „Það er mjög svekkjandi að hafa tapað þessum leik og við fórum illa með gott tækifæri á titli,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, eftir tap liðsins gegn FH í úrslitum deildarbikars karla í handbolta, 26-29. Handbolti 28. desember 2010 20:40