Ólafur Bjarki: Allir tilbúnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 14:15 Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK. Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar." Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar."
Olís-deild karla Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira