Framarar hafa ekki unnið á Hlíðarenda í tæpa 46 mánuði Framarar hafa ekki byrjað betur í karlahandboltanum í sex ár en þeir eru með fullt hús á toppi N1 deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Framarar mæta því fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda í kvöld þar sem þeir hafa ekki unnið í tæpa 46 mánuði eða síðan í desember 2007. Handbolti 13. október 2011 06:30
Gunnar hættur með Aftureldingu og Reynir Þór tekur við Gunnar Andrésson mun stýra liði Aftureldingar í síðasta sinn í N1 deild karla í handbolta á móti Gróttu á sunnudaginn kemur en Gunnar Andrésson óskaði eftir því að fá að láta af störfum vegna persónulegra ástæðna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Aftureldingu. Handbolti 11. október 2011 19:47
Öruggur sigur HK á Aftureldingu HK vann í dag átta marka sigur á Aftureldingu í N1-deild karla, 30-22. HK náði snemma forystu í leiknum og hafði fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Handbolti 9. október 2011 17:15
Aron: Ánægður með stóran sigur Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24. Handbolti 6. október 2011 21:54
Guðfinnur: Við náðum aldrei í þá Guðfinnur Kristmansson þjálfari Gróttu sagði slakan varnarleik verða liði sínu að falli gegn Haukum í kvöld en var að mörgu leyti ánægður með sóknarleikinn. Handbolti 6. október 2011 21:53
Umfjöllun: Auðvelt hjá Haukum á Nesinu Haukar unnu auðveldan tíu marka sigur á Gróttu 34-24 á útivelli í kvöld í N1 deild karla. Haukar gerðu út um leikinn með frábærum kafla síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks en alls munaði átta mörkum á liðunum í hálfleik, 19-11. Handbolti 6. október 2011 20:45
Andri Berg: Leikurinn gegn Fram vakti okkur "Mér fannst við vera sterkari aðilinn, við vorum bara ekki að nýta dauðafæri í fyrri hálfleik,“ sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir nauman sigur liðsins á Val í kvöld 29-27. Handbolti 5. október 2011 21:49
Orri Freyr: Eins og hálfvitar í fimm mínútur Íslandsmeistarar FH unnu tveggja marka sigur á Val í N1-deildinni í handbolta í kvöld. Orri Freyr Gíslason var markahæstur í Valsliðinu í kvöld en að hans mati var Valur betra liðið í 55 mínútur. Handbolti 5. október 2011 21:28
Sigurður: Stelpustrákurinn okkar var rosagóður Gleðigjafinn Sigurður Eggertsson átti fínan leik í liði Fram sem lagði Akureyri af velli í kvöld og er með fullt hús eftir þrjár umferðir. Handbolti 5. október 2011 21:02
FH-ingar með annan sigurinn í röð - unnu Val í Krikanum FH-ingar unnu í kvöld tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í handbolta, 29-27, og eru Íslandsmeistararnir því búnir að vinna tvo leiki í röð eftir tap á móti toppliði Fram í fyrstu umferð. Handbolti 5. október 2011 20:56
Oddur: Kvörtum ekki þó menn séu meiddir Oddur Gretarsson átti mjög fínan leik í vængbrotnu liði Akureyrar sem tapaði gegn Fram í kvöld. Hornamaðurinn Oddur lék á miðjunni og leysti það hlutverk vel af hendi. Handbolti 5. október 2011 20:55
Magnús: Ég varði nokkra verðmæta bolta Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Fram, lokaði marki sínu þegar á reyndi í kvöld gegn Akureyri. Þegar Norðanmenn voru að komast aftur inn í leikinn skellti Magnús í lás og drap allar vonir Akureyringa. Handbolti 5. október 2011 20:50
Fram með þrjá sigra í þremur leikjum - vann Akureyri í kvöld Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Handbolti 5. október 2011 19:54
Sigurður Eggertsson: Þoli ekki að spila á Ásvöllum "Þetta var óþarfa dramatík í lokin því mér fannst við vera komnir með sigurinn í hendurnar,“ sagði Sigurður Eggertsson , leikmaður Fram, eftir sigurinn í dag. Handbolti 2. október 2011 18:58
Aron: Byrjun síðari hálfleiksins varð okkur að falli "Það er mjög svekkjandi að tapa með einu marki á heimavelli,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í dag. Handbolti 2. október 2011 18:53
Jóhann Gunnar: Frábær byrjun á tímabilinu „Þetta var frábær sigur á mjög erfiðum útivelli,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn. Handbolti 2. október 2011 18:46
Umfjöllun: Framarar með fullt hús stiga eftir sigur á Haukum Framarar unnu frábæran sigur gegn Haukum, 23-22, í annarri umferð N1-deild karla, en leikurinn fór fram að Ásvöllum. Haukar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum, en skelfileg byrjun heimamanna í þeim síðari kostaði þá sigurinn. Þetta var annar sigur Framara í röð en liðið vann Íslandsmeistarana í FH í fyrstu umferð. Handbolti 2. október 2011 17:33
Sigfús: Fórum vel yfir málin í hálfleik „Þetta var fínn sigur hjá okkur en töluverður haustbragur á okkar leik,“ sagði Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Handbolti 29. september 2011 22:07
Óskar Bjarni: Fórum í gang í seinni hálfleik „Þeir voru grimmari en við í fyrri hálfleiknum en við komum síðan sterkir til baka í þeim síðari,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. Handbolti 29. september 2011 21:58
Umfjöllun: HK gerði nóg til þess að vinna Gróttu HK vann sanngjarnan 25-22 sigur á Gróttu er liðin mættust í Digranesi í kvöld. HK með frumkvæðið allan tímann og sigurinn þægilegri en lokatölurnar segja til um. Handbolti 29. september 2011 21:58
Gunnar: Mikill munur á Jóni og séra Jóni „Við erum mjög óánægðir með okkar leik og sérstaklega í síðari hálfleiknum,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. Handbolti 29. september 2011 21:52
Atli: Nú förum við á siglingu Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson átti flottan leik í liði HK í kvöld er það lagði Gróttu, 25-22. Atli nýtti öll sex skot sín í leiknum. Handbolti 29. september 2011 21:47
Guðfinnur: Verkefnið getur ekki verið auðveldara "Við byrjuðum illa og það voru vandræði á sóknarleiknum. Við erum ekki að taka réttar ákvarðanir og alls ekki þær auðveldustu," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu, eftir 25-22 tap gegn HK í N1-deild karla í kvöld. Handbolti 29. september 2011 21:38
Kristinn: Vorum ekki fallegir á vellinum Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir að það hafði unnið sinn fyrsta leik í vetur er Grótta kom í heimsókn. Lokatölur 25-22 fyrir HK. Handbolti 29. september 2011 21:30
Sveinbjörn: Menn verða að vera tilbúnari á bekknum Sveinbjörn Pétursson segir að menn verði að vera tilbúnari að koma inn af bekknum en í kvöld. Akureyri tapaði fyrir FH 20-24. Handbolti 29. september 2011 21:24
Guðmundur: Vantaði grimmd í okkur Guðmundur Hólmar Helgason var ósáttur með sjálfan sig og fleiri eftir tapið fyrir FH í kvöld. Akureyri tapaði 20-24 fyrir Íslandsmeisturunum á heimavelli. Handbolti 29. september 2011 21:15
Baldvin: Kristján Ara sagði mig feitan Baldvin Þorsteinsson var markahæstur FH í kvöld með átta mörk í góðum 20-24 sigri á Akureyri fyrir norðan. Baldvin kann vel við sig þar, enda Akureyringur. Handbolti 29. september 2011 21:09
Daníel: Frábær endurkoma “Þetta var frábær endurkoma eftir slakan leik á móti Fram,” sagði hetja FH, Daníel Andrésson eftir 20-24 sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Handbolti 29. september 2011 21:03
Umfjöllun: Valsmenn unnu þægilegan sigur á Aftureldingu Valsmenn unnu fínan sigur á lið Aftureldingar, 25-20, í Vodafone-höllinni í kvöld, en gestirnir höfðu eins marks forystu í hálfleik. Handbolti 29. september 2011 20:58
Umfjöllun: Flottur sigur FH á Akureyri FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Handbolti 29. september 2011 19:45