Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 34-26 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2011 15:56 Valdimar Þórsson, leikmaður Vals. Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla og eru nú aðeins einu stigi frá fjórða sætinu eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu, 34-26, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsmenn voru með gott forskot allan leikinn en baráttuglaðir Gróttumenn hættu aldrei og misstu aldrei vonina fyrr en í blálokin. Liðin gerðu óvænt jafntefli í fyrstu umferð mótsins og Valsmenn ætluðu augljóslega ekki að misstíga sig aftur gegn Seltirningum. Þeir komust reyndar upp með smá kæruleysi sem sá til þess að leikurinn kláraðist ekki snemma en sigurinn var aldrei í hættu. Þetta var annar deildarsigur Vals í röð og þriðji sigurleikurinn í röð ef bikarsigurinn um helgina er talinn með. Grótta hefur hinsvegar tapaða sjö deildarleikjum í röð eða fyrir öllum liðum deildarinnar í einum rykk. Anton Rúnarsson átti frábæran leik, skoraði tólf mörk og átti fullt af stoðsendingum. Sturla Ásgeirsson kláraði sín færi líka vel og Magnús Einarsson átti mjög flotta spretti í seinni hálfleiknum. Valsmenn misstu Sigfús Sigurðsson meiddan af velli eftir 23 mínútna leik en það virtist ekki há liðinu mikið enda Valsliðið númeri of stórt fyrir Gróttu. Gróttumenn byrjuðu leikinn baráttuglaðir og ákveðnir í að bíta frá sér. Öll stemmningin virtist vera þeirra megin í upphafi leiksins en það tók Valsmenn ekki langan tíma að ná tökum á leiknum. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir í 5-3. Gróttuliðið hélt í við þá næstu mínútur en fljótlega var munurinn kominn upp í fjögur mörk, 9-5. Valsmenn náðu mest sex marka forskoti í hálfleiknum en Grótta skoraði lokamark hálfleiksins og staðan var því 16-11 fyrir Val í hálfleik. Valsmenn komust upp með dálítið kæruleysi í fyrri hálfleiknum og þurftu oft ekki að hafa mikið fyrir hikandi sóknarleik Gróttuliðsins. Anton Rúnarsson skoraði sjö mörk í hálfleiknum og það leit út fyrir að hann gæti skorað að vild. Gróttumenn náðu muninum nokkrum sinnum niður í fjögur mörk í seinni hálfleiknum en nær komust þeir ekki. Valsliðið gat alltaf gefið í þegar þeir nálguðust og hvort sem það var frábær sóknarleikur eða léleg vörn þá galopnaðist Gróttuvörnin ítrekað. Grótta minnkaði síðast muninn niður í fjögur mörk þegar 14 mínútur voru eftir en þá komu þrjú Valsmörk í röð og munurinn var orðinn sjö mörk. Eftir það gátu Valsmenn slakað á og þeir unnu að lokum átta marka sigur eftir að hafa skorað þrjú síðustu mörk leiksins. Anton: Maður verður að dúndra á rammann þegar maður er heiturAnton Rúnarsson.Anton Rúnarsson fór á kostum í kvöld og skoraði 12 mörk úr aðeins 16 skotum auk þess að spila félaga sína uppi. Hann var kátur í leikslok. „Þegar maður er heitur þá verður maður að dúndra á rammann. Það þýðir ekkert annað og þetta gekk upp hjá mér í dag. Ég er mjög ánægður með það," sagði Anton. „Þetta er búið að vera þungt og við höfum verið að klúðra leikjum í lokin. Við kláruðum HK-leikinn og unnum í bikarnum þrátt fyrir að vera ekkert góðir. Við vinnum síðan sigur í þessum leik og þetta eflir bara sjálfstraustið í liðinu og það er það sem við þurfum á að halda," sagði Anton. „Við erum búnir að vera að spila marga hörkuleiki. Stundum fellur þetta með okkur og stundum ekki. Við erum búnir að ná að snúa þessu okkur í hag og vonandi heldur það bara áfram. Við verðum að reyna að hala inn sem flestum stigum á meðan menn eru meiddir," sagði Anton og nú er orðið stuttu í fjórða sætið. „Við tökum bara einn leik í einu og erum ekki að pæla í úrslitakeppninni eins og er. Við þurfum að taka einn leik í einu og gera það eins vel og við getum. Við þurfum síðan að sjá hvað það skilar okkur," sagði Anton en var þetta ekki örugglega besti leikurinn hans í vetur. „Jú mörkin segja það örugglega. Þetta var sigur liðsheildarinnar. Þeir voru að opna helling fyrir mig og ég var heitur. Þetta hefði getað verið Maggi hægra megin eða Stulli. Þetta var bara ég í dag og það var mjög gaman af því," sagði Anton. Guðfinnur: Snertum þá nánast ekki allan leikinnGuðfinnur Kristmannsson.Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og gagnrýndi sérstaklega varnarleik liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel og spiluðum ekki einn einasta varnarleik. Við reyndum 5:1 og 6:0 vörn en við vorum bara ekki tilbúnir að slást fyrir stigunum," sagði Guðfinnur sem var ekki tilbúinn að lofsyngja Anton Rúnarsson sem skoraði tólf mörk fyrir Val í kvöld. „Ef þú færð að skjóta frítt þá verður þetta bara létt skotæfing hjá þér," sagði Guðfinnur. „Við unnum síðast og það var léttara yfir strákunum og við höfum barist í hverjum einasta leik. Baráttan skilaði sér ekki líkamlega inn á völlinn í þessum leik. Við vorum ekki tilbúnir að slást," sagði Guðfinnur. „Við verðum að halda áfram að vinna í okkar málum. Við erum að reyna að taka þessi skref fram á við og reyna að nálgast þessi lið í deildinni. Það gerum við. Við höldum bara áfram að æfa og þróa okkar leik," sagði Guðfinnur. „Við erum farnir að spila mun betri sóknarleik en í byrjun og erum að taka stórum framförum þar. Síðasti leikur var mjög góður varnarlega en núna snertum við þá nánast ekki allan leikinn," sagði Guðfinnur. Óskar Bjarni: Vorum að spila frábæran sóknarleikÓskar Bjarni Óskarsson.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu í kvöld. Valsliðið er komið á sigurbraut og nálgast nú efstu liðin. „Við héldum þeim þægilega frá okkur en náðum aldrei að slíta þá alveg frá okkur. Þetta hékk svona í fjórum mörkum. Við vorum að spila frábæran sóknarleik og það voru margir sem stigu fram þar. Magnús var frábær, Anton var góður og leikkerfinu gengur vel upp. Ég var mjög ánægður með sóknarleikinn," sagði Óskar Bjarni. „Það var mikill léttir að vinna HK því þetta er mjög erfitt hjá okkur. Hver einasti leikur er mjög erfiður fyrir okkur og við erum núna að fara í erfitt verkefni á móti Aftureldingu. Eins og menn sjá þá þurfum við að hafa fyrir hlutunum því ef við gerum það ekki þá erum við ekkert rosalega góðir," sagði Óskar. „Ég vil fá meiri stemmningu varnarlega og betri varnarleik. Við þurfum að spila þéttar í bæði sókn og vörn. Það vantaði aðeins upp á þar," sagði Óskar. „Við hlaupum mjög illa til bara á móti Gróttu í dag og það gengur ekki upp í þessari deild. Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur en á móti kemur að sóknin héltallan tímann," sagði Óskar Bjarni. Sigfús Sigurðsson meiddist ífyrri hálfleik og spilaði ekki meira í leiknum. „Ég hef alltaf áhyggjur af Fúsa hans vegna. Þetta var slæm tognun á ökkla en við erum með marga góða varnarmenn. Fúsi er góður og við viljum hafa hann," sagði Óskar Bjarni en hefur þetta áhrif á landsliðsdrauma Sigfúsar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt en það er erfitt fyrir hann að glíma við meiðsli. Hver æfing telur fyrir hann núna og hann er á góðu róli. Það kemur kannski eitt skref til baka við þetta en hann verður fljótur að ná sér karlinn," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla og eru nú aðeins einu stigi frá fjórða sætinu eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu, 34-26, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsmenn voru með gott forskot allan leikinn en baráttuglaðir Gróttumenn hættu aldrei og misstu aldrei vonina fyrr en í blálokin. Liðin gerðu óvænt jafntefli í fyrstu umferð mótsins og Valsmenn ætluðu augljóslega ekki að misstíga sig aftur gegn Seltirningum. Þeir komust reyndar upp með smá kæruleysi sem sá til þess að leikurinn kláraðist ekki snemma en sigurinn var aldrei í hættu. Þetta var annar deildarsigur Vals í röð og þriðji sigurleikurinn í röð ef bikarsigurinn um helgina er talinn með. Grótta hefur hinsvegar tapaða sjö deildarleikjum í röð eða fyrir öllum liðum deildarinnar í einum rykk. Anton Rúnarsson átti frábæran leik, skoraði tólf mörk og átti fullt af stoðsendingum. Sturla Ásgeirsson kláraði sín færi líka vel og Magnús Einarsson átti mjög flotta spretti í seinni hálfleiknum. Valsmenn misstu Sigfús Sigurðsson meiddan af velli eftir 23 mínútna leik en það virtist ekki há liðinu mikið enda Valsliðið númeri of stórt fyrir Gróttu. Gróttumenn byrjuðu leikinn baráttuglaðir og ákveðnir í að bíta frá sér. Öll stemmningin virtist vera þeirra megin í upphafi leiksins en það tók Valsmenn ekki langan tíma að ná tökum á leiknum. Valsmenn skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir í 5-3. Gróttuliðið hélt í við þá næstu mínútur en fljótlega var munurinn kominn upp í fjögur mörk, 9-5. Valsmenn náðu mest sex marka forskoti í hálfleiknum en Grótta skoraði lokamark hálfleiksins og staðan var því 16-11 fyrir Val í hálfleik. Valsmenn komust upp með dálítið kæruleysi í fyrri hálfleiknum og þurftu oft ekki að hafa mikið fyrir hikandi sóknarleik Gróttuliðsins. Anton Rúnarsson skoraði sjö mörk í hálfleiknum og það leit út fyrir að hann gæti skorað að vild. Gróttumenn náðu muninum nokkrum sinnum niður í fjögur mörk í seinni hálfleiknum en nær komust þeir ekki. Valsliðið gat alltaf gefið í þegar þeir nálguðust og hvort sem það var frábær sóknarleikur eða léleg vörn þá galopnaðist Gróttuvörnin ítrekað. Grótta minnkaði síðast muninn niður í fjögur mörk þegar 14 mínútur voru eftir en þá komu þrjú Valsmörk í röð og munurinn var orðinn sjö mörk. Eftir það gátu Valsmenn slakað á og þeir unnu að lokum átta marka sigur eftir að hafa skorað þrjú síðustu mörk leiksins. Anton: Maður verður að dúndra á rammann þegar maður er heiturAnton Rúnarsson.Anton Rúnarsson fór á kostum í kvöld og skoraði 12 mörk úr aðeins 16 skotum auk þess að spila félaga sína uppi. Hann var kátur í leikslok. „Þegar maður er heitur þá verður maður að dúndra á rammann. Það þýðir ekkert annað og þetta gekk upp hjá mér í dag. Ég er mjög ánægður með það," sagði Anton. „Þetta er búið að vera þungt og við höfum verið að klúðra leikjum í lokin. Við kláruðum HK-leikinn og unnum í bikarnum þrátt fyrir að vera ekkert góðir. Við vinnum síðan sigur í þessum leik og þetta eflir bara sjálfstraustið í liðinu og það er það sem við þurfum á að halda," sagði Anton. „Við erum búnir að vera að spila marga hörkuleiki. Stundum fellur þetta með okkur og stundum ekki. Við erum búnir að ná að snúa þessu okkur í hag og vonandi heldur það bara áfram. Við verðum að reyna að hala inn sem flestum stigum á meðan menn eru meiddir," sagði Anton og nú er orðið stuttu í fjórða sætið. „Við tökum bara einn leik í einu og erum ekki að pæla í úrslitakeppninni eins og er. Við þurfum að taka einn leik í einu og gera það eins vel og við getum. Við þurfum síðan að sjá hvað það skilar okkur," sagði Anton en var þetta ekki örugglega besti leikurinn hans í vetur. „Jú mörkin segja það örugglega. Þetta var sigur liðsheildarinnar. Þeir voru að opna helling fyrir mig og ég var heitur. Þetta hefði getað verið Maggi hægra megin eða Stulli. Þetta var bara ég í dag og það var mjög gaman af því," sagði Anton. Guðfinnur: Snertum þá nánast ekki allan leikinnGuðfinnur Kristmannsson.Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu, var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld og gagnrýndi sérstaklega varnarleik liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel og spiluðum ekki einn einasta varnarleik. Við reyndum 5:1 og 6:0 vörn en við vorum bara ekki tilbúnir að slást fyrir stigunum," sagði Guðfinnur sem var ekki tilbúinn að lofsyngja Anton Rúnarsson sem skoraði tólf mörk fyrir Val í kvöld. „Ef þú færð að skjóta frítt þá verður þetta bara létt skotæfing hjá þér," sagði Guðfinnur. „Við unnum síðast og það var léttara yfir strákunum og við höfum barist í hverjum einasta leik. Baráttan skilaði sér ekki líkamlega inn á völlinn í þessum leik. Við vorum ekki tilbúnir að slást," sagði Guðfinnur. „Við verðum að halda áfram að vinna í okkar málum. Við erum að reyna að taka þessi skref fram á við og reyna að nálgast þessi lið í deildinni. Það gerum við. Við höldum bara áfram að æfa og þróa okkar leik," sagði Guðfinnur. „Við erum farnir að spila mun betri sóknarleik en í byrjun og erum að taka stórum framförum þar. Síðasti leikur var mjög góður varnarlega en núna snertum við þá nánast ekki allan leikinn," sagði Guðfinnur. Óskar Bjarni: Vorum að spila frábæran sóknarleikÓskar Bjarni Óskarsson.Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu í kvöld. Valsliðið er komið á sigurbraut og nálgast nú efstu liðin. „Við héldum þeim þægilega frá okkur en náðum aldrei að slíta þá alveg frá okkur. Þetta hékk svona í fjórum mörkum. Við vorum að spila frábæran sóknarleik og það voru margir sem stigu fram þar. Magnús var frábær, Anton var góður og leikkerfinu gengur vel upp. Ég var mjög ánægður með sóknarleikinn," sagði Óskar Bjarni. „Það var mikill léttir að vinna HK því þetta er mjög erfitt hjá okkur. Hver einasti leikur er mjög erfiður fyrir okkur og við erum núna að fara í erfitt verkefni á móti Aftureldingu. Eins og menn sjá þá þurfum við að hafa fyrir hlutunum því ef við gerum það ekki þá erum við ekkert rosalega góðir," sagði Óskar. „Ég vil fá meiri stemmningu varnarlega og betri varnarleik. Við þurfum að spila þéttar í bæði sókn og vörn. Það vantaði aðeins upp á þar," sagði Óskar. „Við hlaupum mjög illa til bara á móti Gróttu í dag og það gengur ekki upp í þessari deild. Varnarleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur en á móti kemur að sóknin héltallan tímann," sagði Óskar Bjarni. Sigfús Sigurðsson meiddist ífyrri hálfleik og spilaði ekki meira í leiknum. „Ég hef alltaf áhyggjur af Fúsa hans vegna. Þetta var slæm tognun á ökkla en við erum með marga góða varnarmenn. Fúsi er góður og við viljum hafa hann," sagði Óskar Bjarni en hefur þetta áhrif á landsliðsdrauma Sigfúsar. „Ég er ekki farin að hugsa svo langt en það er erfitt fyrir hann að glíma við meiðsli. Hver æfing telur fyrir hann núna og hann er á góðu róli. Það kemur kannski eitt skref til baka við þetta en hann verður fljótur að ná sér karlinn," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira