Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30 Elvar Geir Magnússon á Seltjarnarnesi skrifar 24. nóvember 2011 14:25 HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira