Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Afmælisleikur hjá FH-ingum í kvöld

    FH-ingar halda upp á 83 ára afmæli félagsins í dag og í kvöld fær liðið Íslandsmeistara HK í heimsókn í Kaplakrikann í fyrsta leik fimmtu umferðar N1 deildar karla í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - HK 28-23

    FH sigraði Íslandsmeistara HK í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í vor 28-23. Segja má að FH hafi fellt HK á eigin bragði því varnarleikur FH og markvarsla lagði grunninn að sigrinum eftir að HK hafði verið 14-12 yfir í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar töpuðu fyrri leiknum með fimm mörkum

    Haukar töpuðu 30-25 á móti úkraínska liðinu HC Motor Zaporozhye í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppni en báðir leikirnir fara fram úti í Úkraínu um helgina. Leikurinn í kvöld taldist vera heimaleikur Úkraínumanna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: HK - Akureyri 21-22

    Akureyri sigraði Íslandsmeistara HK í Digranesi 22-21 þar sem Oddur Gretarsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Þjálfari og leikmenn HK var brjálaðir út afleita dómara leiksins í leikslok þar sem þeim fannst þeir yfirsjást línu og tvígrip á leikmenn Akureyrar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Engir leikir hjá Eyjamönnum í dag

    Handknattleikssambandið hefur þurft að fresta tveimur leikjum í meistaraflokki karla og kvenna í dag þar sem ófært er frá Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ en vonir stóðu til að nóg væri að seinka leikjunum fram á kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Víkingar byrja vel í 1. deild karla

    Víkingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í 1. deild karla í handbolta og eru eina liðið með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Víkingar unnu 25-24 útisigur á Gróttu í gærkvöldi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HSÍ færir bikarúrslitaleikina eftir að mótið er byrjað

    Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að færa bikarúrslitaleiki HSÍ frá 23. febrúar til 9.mars 2013 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. Bikarúrslitaleikurinn hefur farið fram í febrúar undanfarin ár en nú verður breyting á því.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-23

    Valur og Fram skildu jöfn 23-23 í einvígi Reykjavíkurliðanna að Hlíðarenda í kvöld í spennandi og jöfnun leik. Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 13-10 en þriggja mínútna leik kafli í seinni hálfleik þar sem Fram mest þremur leikmönnum fleiri á vellinum kom Fram aftur inn í leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Logi: Þetta er mín lokatilraun

    "Ég mun aldrei snerta handbolta aftur um ævina ef þetta gengur ekki upp,“ segir handknattleikskappinn Logi Geirsson, sem hefur ákveðið að rífa skóna niður úr hillunni. Hann spilar sinn fyrsta leik með FH á ný í lok mánaðarins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 20-26

    Valur vann sanngjarnan sex marka sigur á Aftureldingu 26-20 í uppgjöri botnliða N1 deildar karla í handbolta í dag. Valsmenn voru baráttuglaðir á sama tíma og Mosfellingar virkuðu ragir og hræddir og því aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 24-29

    Fram unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N1-deild karla með sterkum 5 marka sigri í Kaplakrika, 24-29. Jafnræði var með liðunum lengst af en góðar lokamínútur gerðu útslagið í sigri gestanna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-22

    Bikarmeistarar Hauka og Íslandsmeistarar HK skildu jöfn í hörkuleik í Hafnarfirði í kvöld. HK-ingar eru þó örugglega talsvert ánægðari með sitt stig en Haukarnir að þessu sinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 32-23

    Akureyringar eru enn taplausir og með fimm stig af sex mögulegum í húsi eftir níu marka sigur á ÍR, 32-23, í Höllinni á Akureyri í 3. umferð N1 deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzsson skoraði 11 mörk á móti sínum gömlu félögum og Jovan Kukobat var mjög góður í markinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 23-23

    Það var boðið upp á fínasta handbolta og góða stemmingu á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti FH. Gestirnir mættu norður án þess að taka með sér Ólaf Gústafsson sem er að slást við meiðsli í ökkla og Baldvin Þorsteinsson sem var fjarverandi vegna vinnu en þetta eru tveir mjög svo mikilvægir leikmenn í liði FH.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íslenski handboltinn verður á RÚV næstu fimm árin

    Handknattleikssamband Íslands gerði í gær nýjan samning við RÚV um sýningarrétt frá íslenskum handknattleik. Samningurinn er til næstu fimm ára og tryggir RÚV sýningarrétt á öllum leikjum Íslands- og bikarkeppna karla og kvenna sem og landsleikja Íslands hér á landi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 29-23 | Meistarakeppni HSÍ

    Íslandsmeistarar og fallkandídatar HK blésu á allar spár með því að sigra Íslandsmeistaraefnum Hauka 29-23 í Meistarakeppni HSí í kvöld. HK var yfir allan seinni hálfleikinn og vann verðskuldaðan sigur með því að skora sjö af átta síðustu mörkum leiksins.

    Handbolti