Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 30-28 Benedikt Grétarsson skrifar 17. febrúar 2013 16:30 Mynd/Vilhelm Mosfellingar drógu Íslandsmeistarana fyrir alvöru niður í fallbaráttuna í N1 deild karla í handbolta með því að vinna tveggja marka sigur á HK, 30-28, í sveiflukenndum leik á Varmá í N1 deild karla í kvöld. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu sextán mínúturnar 13-7. Afturelding komst með þessum sigri af botninum og upp fyrir Val og eru Mosfellingar nú aðeins tveimur stigum á eftir HK þegar sex umferðir eru eftir. Mosfellingar byrjuðu vel og voru komnir fimm mörkum yfir, 14-9, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. HK-ingar náðu að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hlé, 14-12, og voru síðan komnir fjórum mörkum yfir, 20-16, þegar 13 mínútur voru búnar af seinni hálfleiks. Afturelding skoraði þá fjögur mörk í röð, jafnaði metin í 21-21, tók síðan frumkvæðið og landaði gríðarlega mikilvægum sigri. Leikurinn í dag var báðum gríðarlega mikilvægur. HK þurfti nauðsynlega að stimpla sig af alvöru inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni og Afturelding þurfti að rífa sig upp af botni deildarinnar. Það var því búist við að hatrammlega yrði barist í leiknum og sú varð sannarlega raunin. Jafnt var á öllum tölum lengi vel í fyrri hálfleik en í stöðunni 8-8 náðu heimamenn að hrista Íslandsmeistarana af sér og náðu fimm marka forystu, 14-9, þegar einungis þrjár mínútur voru til hálfleiks. Baráttuhundurinn Þrándur Gíslason fékk þá tveggja mínútna brottvísun og gestirnir úr Digranesi gengu á lagið. Þeir skoruðu síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks og því voru heimamenn einungis með tveggja marka forystu að honum loknum, 14-12. Afturelding getur í raun nagað sig í handabökin að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn en síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru einfaldlega ekki nægjanlega skynsamlega spilaðar af þeim. Baráttan var til fyrirmyndar og Jóhann Jóhannsson dró vagninn í sókninni. HK spilaði á löngum köflum vandræðalegan sóknarleik en meistararnir duttu í gírinn í lok hálfleiksins á hárréttum tímapunkti. Björn Ingi Friðþjófsson varði 10 skot í hálfleiknum og var besti maður liðsins. Síðari hálfleikur einkenndist af sömu baráttunni og liðin skiptust á að ná góðum köflum, án þess að ná almennilega að slíta sig frá andstæðingnum. HK komst fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar um 16 mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Aftureldingar sýndu gríðarlegan styrk með því að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar um 9 mínútur voru til leiksloka, voru heimamenn búnir að jafna metinn og í hönd fór æsilegur lokakafli. Afturelding nálgaðist verkefnið af mikilli fagmennsku á lokakaflanum og það fór vel á því að þeirra besti maður, Jóhann Jóhannsson, kláraði leikinn með góðum mörkum undir lokin. Jóhann Jóhannsson skoraði 12 mörk og átti magnaðan leik. Þrándur Gíslason barðist eins og ljón á línunni og nýtti færin sín afar vel. Davíð Svansson varði mjög vel allan leikinn í markinu en það var mikil samstaða leikmanna Aftureldingar sem tryggði þennan sigur í dag. HK spilaði ágætlega á löngum köflum en virtust detta í kæruleysi þegar útlitið var gott hjá liðinu. Hornamenn liðsins, Bjarki Már Elísson og Daníel Örn Einarsson voru bestir Kópavogspilta. Bjarki skoraði 7 mörk og Daníel 6. Björn Ingi Friðþjófsson stóð vaktina með prýði allan leikinn og varði 17 skot. Jóhann Jóhannsson: Alltaf sáttur þegar við vinnumJóhann Jóhannsson átti frábæran leik fyrir Aftureldingu í dag „Við vorum bara mjög góðir í dag og ég er mjög sáttur við þennan langþráða sigur. Það kom einhver smá kafli sem við vorum ekki nógu beittir en við náðum að rífa okkur upp úr því og ná í þessi 2 stig." Jóhann segir Aftureldingu líta á leikina sem eftir eru upp sem úrslitaleiki „Við þurfum bara að nálgast þetta sem úrslitaleiki og við ætlum klárlega ekki að enda í neðstu tveimur sætunum. Það var barátta í okkur allan leikinn og við höldum haus, sem hefur ekki alltaf verið málið í vetur." Jóhann var sáttur við sína frammistöðu „Ég varð að taka af skarið og ég er alltaf rosalega sáttur við mína frammistöðu ef við náum tveim stigum úr leiknum." Reynir Þór: Héldum haus allan tímannReynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur í lok leiks. „Mér fannst við bara spila þetta vel allan tíman, halda haus og að mínu mati var þetta mjög verðskuldað. Við vorum búnir að ræða það fyrir leikinn að halda haus í 60 mínútur og það gekk eftir." Reynir var ánægðastur með andlegu hliðina hjá sínum mönnum. „Við vorum virkilega sterkir andlega og vorum bara flottir í vörn og sókn. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá drengjunum. Það eru 6 úrslitaleikir eftir hjá okkur en þessi leikur sýndi okkuyr hvað er hægt að gera ef menn halda fullri einbeitingu allan leikinn." Kristinn Guðmundsson: Engin skömm að tapa fyrir AftureldinguKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok „Við byrjum þennan leik eins og síðustu leiki, þungir og bara ekki klárir í verkefnið. Við náðum að koma sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og lítum vel út á köflum í seinni hálfleik. Svo er bara eins og við höfum haldið að þetta væri komið í stöðunni 17-21 og þá sloknar á aukavinnunni hjá okkur." Kristinn segir vanta ákveðna leikgleði í sitt lið „Við þurfum að hafa meira gaman að þessu og við höfum verið að lenda í vandræðum með að ná upp ákveðnu flæði í okkar leik. Það er engin skömm að tapa fyrir Aftureldingu, þetta er hörkulið." Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Mosfellingar drógu Íslandsmeistarana fyrir alvöru niður í fallbaráttuna í N1 deild karla í handbolta með því að vinna tveggja marka sigur á HK, 30-28, í sveiflukenndum leik á Varmá í N1 deild karla í kvöld. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu sextán mínúturnar 13-7. Afturelding komst með þessum sigri af botninum og upp fyrir Val og eru Mosfellingar nú aðeins tveimur stigum á eftir HK þegar sex umferðir eru eftir. Mosfellingar byrjuðu vel og voru komnir fimm mörkum yfir, 14-9, þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks. HK-ingar náðu að minnka muninn niður í tvö mörk fyrir hlé, 14-12, og voru síðan komnir fjórum mörkum yfir, 20-16, þegar 13 mínútur voru búnar af seinni hálfleiks. Afturelding skoraði þá fjögur mörk í röð, jafnaði metin í 21-21, tók síðan frumkvæðið og landaði gríðarlega mikilvægum sigri. Leikurinn í dag var báðum gríðarlega mikilvægur. HK þurfti nauðsynlega að stimpla sig af alvöru inn í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni og Afturelding þurfti að rífa sig upp af botni deildarinnar. Það var því búist við að hatrammlega yrði barist í leiknum og sú varð sannarlega raunin. Jafnt var á öllum tölum lengi vel í fyrri hálfleik en í stöðunni 8-8 náðu heimamenn að hrista Íslandsmeistarana af sér og náðu fimm marka forystu, 14-9, þegar einungis þrjár mínútur voru til hálfleiks. Baráttuhundurinn Þrándur Gíslason fékk þá tveggja mínútna brottvísun og gestirnir úr Digranesi gengu á lagið. Þeir skoruðu síðustu þrjú mörk fyrri hálfleiks og því voru heimamenn einungis með tveggja marka forystu að honum loknum, 14-12. Afturelding getur í raun nagað sig í handabökin að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn en síðustu mínútur fyrri hálfleiks voru einfaldlega ekki nægjanlega skynsamlega spilaðar af þeim. Baráttan var til fyrirmyndar og Jóhann Jóhannsson dró vagninn í sókninni. HK spilaði á löngum köflum vandræðalegan sóknarleik en meistararnir duttu í gírinn í lok hálfleiksins á hárréttum tímapunkti. Björn Ingi Friðþjófsson varði 10 skot í hálfleiknum og var besti maður liðsins. Síðari hálfleikur einkenndist af sömu baráttunni og liðin skiptust á að ná góðum köflum, án þess að ná almennilega að slíta sig frá andstæðingnum. HK komst fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar um 16 mínútur voru eftir af leiknum en leikmenn Aftureldingar sýndu gríðarlegan styrk með því að vinna sig aftur inn í leikinn. Þegar um 9 mínútur voru til leiksloka, voru heimamenn búnir að jafna metinn og í hönd fór æsilegur lokakafli. Afturelding nálgaðist verkefnið af mikilli fagmennsku á lokakaflanum og það fór vel á því að þeirra besti maður, Jóhann Jóhannsson, kláraði leikinn með góðum mörkum undir lokin. Jóhann Jóhannsson skoraði 12 mörk og átti magnaðan leik. Þrándur Gíslason barðist eins og ljón á línunni og nýtti færin sín afar vel. Davíð Svansson varði mjög vel allan leikinn í markinu en það var mikil samstaða leikmanna Aftureldingar sem tryggði þennan sigur í dag. HK spilaði ágætlega á löngum köflum en virtust detta í kæruleysi þegar útlitið var gott hjá liðinu. Hornamenn liðsins, Bjarki Már Elísson og Daníel Örn Einarsson voru bestir Kópavogspilta. Bjarki skoraði 7 mörk og Daníel 6. Björn Ingi Friðþjófsson stóð vaktina með prýði allan leikinn og varði 17 skot. Jóhann Jóhannsson: Alltaf sáttur þegar við vinnumJóhann Jóhannsson átti frábæran leik fyrir Aftureldingu í dag „Við vorum bara mjög góðir í dag og ég er mjög sáttur við þennan langþráða sigur. Það kom einhver smá kafli sem við vorum ekki nógu beittir en við náðum að rífa okkur upp úr því og ná í þessi 2 stig." Jóhann segir Aftureldingu líta á leikina sem eftir eru upp sem úrslitaleiki „Við þurfum bara að nálgast þetta sem úrslitaleiki og við ætlum klárlega ekki að enda í neðstu tveimur sætunum. Það var barátta í okkur allan leikinn og við höldum haus, sem hefur ekki alltaf verið málið í vetur." Jóhann var sáttur við sína frammistöðu „Ég varð að taka af skarið og ég er alltaf rosalega sáttur við mína frammistöðu ef við náum tveim stigum úr leiknum." Reynir Þór: Héldum haus allan tímannReynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur í lok leiks. „Mér fannst við bara spila þetta vel allan tíman, halda haus og að mínu mati var þetta mjög verðskuldað. Við vorum búnir að ræða það fyrir leikinn að halda haus í 60 mínútur og það gekk eftir." Reynir var ánægðastur með andlegu hliðina hjá sínum mönnum. „Við vorum virkilega sterkir andlega og vorum bara flottir í vörn og sókn. Mér fannst þetta vera frábær frammistaða hjá drengjunum. Það eru 6 úrslitaleikir eftir hjá okkur en þessi leikur sýndi okkuyr hvað er hægt að gera ef menn halda fullri einbeitingu allan leikinn." Kristinn Guðmundsson: Engin skömm að tapa fyrir AftureldinguKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok „Við byrjum þennan leik eins og síðustu leiki, þungir og bara ekki klárir í verkefnið. Við náðum að koma sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og lítum vel út á köflum í seinni hálfleik. Svo er bara eins og við höfum haldið að þetta væri komið í stöðunni 17-21 og þá sloknar á aukavinnunni hjá okkur." Kristinn segir vanta ákveðna leikgleði í sitt lið „Við þurfum að hafa meira gaman að þessu og við höfum verið að lenda í vandræðum með að ná upp ákveðnu flæði í okkar leik. Það er engin skömm að tapa fyrir Aftureldingu, þetta er hörkulið."
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira